Wenger vill „ljúka ástarsögunni vel“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. maí 2018 09:30 Wenger á góðri stundu árið 2004. Þá stóð á borðunum í stúkunni „Wenger knows“. Það hefur breyst síðustu árin. vísir/getty Arsene Wenger vill ljúka ástarsögu sinni og Arsenal vel með því að koma liðinu aftur í Meistaradeild Evrópu. Wenger mun láta af störfum hjá Arsenal eftir 22 ár við stjórnvöllinn þegar tímabilinu líkur. Tímabilið í ár var það fyrsta síðan Wenger tók við þar sem Arsenal var ekki meðal þáttakanda í Meistaradeildinni og liðið er svo gott sem búið að missa af sæti í sterkustu keppni Evrópu í gegnum úrvalsdeildina. Wenger getur þó skilað liði sínu aftur þangað inn með því að sigra Evrópudeildina, en liðið mætir Atletico Madrid í seinni undanúrslitaviðureign liðanna í kvöld. Fyrri leiknum lauk 1-1 á Emirates vellinum. „Ég vil klára mitt starf vel. Ég vil geta labbað í burtu frá Arsenal og vitað að ég gerði mitt besta og einbeitti mér aðeins að Arsenal allt til síðasta dags,“ sagði Wenger á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld. „Þegar minn tími hjá Arsenal endar þá kemur í ljós hvað gerist, en ég vil klára þessa ástarsögu vel.“ Arsenal verður að skora að minnsta kosti eitt mark í leiknum í kvöld því 0-0 jafntefli sendir Atletico áfram á útivallarmarki. „Við vitum að við þurfum að skora. Við erum með skýra sín á það hvernig við nálgumst þennan leik. Það eina sem við vitum ekki er hvernig Atletico kemur inn í leikinn, hvort þeir geri það sama eða verði varkárari.“ „Í fyrsta leiknum sköpuðum við okkur færi og við þurfum að gera það aftur. Við þurfum að einbeita okkur á að sækja vel og hvernig við byggjum upp spilið úr vörninni,“ sagði Arsene Wenger. Leikur Atletico Madrid og Arsenal er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Evrópudeild UEFA Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Sjá meira
Arsene Wenger vill ljúka ástarsögu sinni og Arsenal vel með því að koma liðinu aftur í Meistaradeild Evrópu. Wenger mun láta af störfum hjá Arsenal eftir 22 ár við stjórnvöllinn þegar tímabilinu líkur. Tímabilið í ár var það fyrsta síðan Wenger tók við þar sem Arsenal var ekki meðal þáttakanda í Meistaradeildinni og liðið er svo gott sem búið að missa af sæti í sterkustu keppni Evrópu í gegnum úrvalsdeildina. Wenger getur þó skilað liði sínu aftur þangað inn með því að sigra Evrópudeildina, en liðið mætir Atletico Madrid í seinni undanúrslitaviðureign liðanna í kvöld. Fyrri leiknum lauk 1-1 á Emirates vellinum. „Ég vil klára mitt starf vel. Ég vil geta labbað í burtu frá Arsenal og vitað að ég gerði mitt besta og einbeitti mér aðeins að Arsenal allt til síðasta dags,“ sagði Wenger á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld. „Þegar minn tími hjá Arsenal endar þá kemur í ljós hvað gerist, en ég vil klára þessa ástarsögu vel.“ Arsenal verður að skora að minnsta kosti eitt mark í leiknum í kvöld því 0-0 jafntefli sendir Atletico áfram á útivallarmarki. „Við vitum að við þurfum að skora. Við erum með skýra sín á það hvernig við nálgumst þennan leik. Það eina sem við vitum ekki er hvernig Atletico kemur inn í leikinn, hvort þeir geri það sama eða verði varkárari.“ „Í fyrsta leiknum sköpuðum við okkur færi og við þurfum að gera það aftur. Við þurfum að einbeita okkur á að sækja vel og hvernig við byggjum upp spilið úr vörninni,“ sagði Arsene Wenger. Leikur Atletico Madrid og Arsenal er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Sjá meira