Enskir miðlar segja frá gríðarlega miklum fjölda moskítófluga bæði á hóteli enska landsliðsins sem og á leikvanginum sjálfum.
Englendingar hefja leik í kvöld á HM í fótbolta í Rússlandi en fyrsti leikur þeirra í keppninni er einmitt í Volgograd. Íslensku strákarnir eru á leiðinni til Volgograd þar sem liðið mun mæta Nígeríu á föstudaginn.
Dan Roan á BBC segir meðal annars frá þessu á Twittersíðu og bendir á umfjöllun Daily Mail.
Volograd currently in the grip of a swarm of midges and flies - particularly bad last night at the stadium once the wind dropped. Could be a factor tonight - for both teams https://t.co/Erar3ppbpb
— Dan Roan (@danroan) June 18, 2018
Moskítóflugur eru algengar í Volgograd bæði vegna hitans og að borgin stendur við Volgu. Það er allt að 20 gráðum heitar í Volgograd en á mörgum öðrum stöðum í Rússlandi.