Uppgjör við fyrrverandi formann kostaði KSÍ ellefu milljónir króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2018 11:00 Guðni Bergsson hefur verið tæplega ár í starfi formanns KSÍ. Hann hafði betur í formannskjöri gegn Birni Einarssyni á ársþinginu í Vestmannaeyjum í fyrra. KSÍ 100 milljóna króna rekstrarhagnaður varð hjá KSÍ á liðnu ári samanborið við 860 milljónir árið áður. Skýrist munurinn að mestu í tekjum sem KSÍ hafði árið 2016 vegna árangurs karlalandsliðsins á EM í Frakklandi það ár. Rekstrartekjur á liðnu ári námu um 1380 milljónum króna en gjöldin 1279 milljónum króna. Eigið fé KSÍ var 539 milljónir króna í árslok. 179 milljónir króna fóru frá KSÍ til aðildarfélaganna til að styrkja barna- og unglingastarf, vegna leyfiskerfis, mannvirkja og fleira samkvæmt því sem fram kemur á vef KSÍ. Þar segir jafnframt að rekstur sambandsins sé í jafnvægi og fjárhagsstaðan traust. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársskýrslu KSÍ sem birt var í gær. Um er að ræða fyrstu ársskýrslu sambandsins undir formennsku Guðna Bergssonar sem tók við formennsku hjá KSÍ á ársþingi sambandsins fyrir tæpu ári. Gert upp við fyrrverandi formann Skrifstofu- og rekstrarkostnaður Knattspyrnusambands Íslands jókst um 36 prósent á milli áranna 2016 og 2017. Launakostnaður á skrifstofunni, sem taldi 18 starfsgildi í fyrra en 17 árið áður, jókst um 4 prósent á milli ára en launatengd gjöld um rúmlega 60 prósent, úr 69 milljónum króna í 94 milljónir króna. Spilar þar líklega stærstan þátt laun og launauppgjör fyrir fyrrverandi formann sambandsins, Geir Þorsteinsson sem kostaði sambandið 11 milljónir króna í fyrra. Ekki liggur fyrir hvers vegna uppgjörið við fyrrverandi formann kostaði 11 milljónir króna. Vísir hefur sent KSÍ fyrirspurn og óskað eftir nánari skýringum á uppgjöri við fyrrverandi formann og aukinn skrifstofukostnað á liðnu ári. Fram kemur í ársskýrslunni að laun og bifreiðastyrkur til formannsins Guðna Bergssonar og framkvæmdastjórans Klöru Bjartmarz námu um 15 milljónum króna á mann á árinu. Guðni hóf störf hjá sambandinu 13. febrúar í fyrra og fékk því ekki laun fyrr en þá. Klara hefur starfað hjá sambandinu í á þriðja áratug. Samkvæmt því eru laun formanns og bílastyrkur um tíu prósent hærri en framkvæmdastjórans.1,3 í mánaðarlaun Athygli hefur vakið í ársskýrslum KSÍ undanfarin ár að laun formanns og framkvæmdastjóra hafa verið tekin saman í eina tölu. Var það samkvæmt heimildum Vísis í óþökk fyrrverandi framkvæmdastjóra, Þóris Hákonarsonar, þar sem laun hans voru lægri en þáverandi formanns, Geir Þorsteinssonar. Í fundargerð KSÍ frá því 30. mars 2017 sem birt var á heimasíðu sambandsins rúmum þremur vikum síðar kom fram að laun formanns KSÍ yrðu 1283 þúsund krónur á mánuði, 15,4 milljónir í árslaun auk bifreiðahlunninda að hámarki 150 þúsund krónur. Íslenski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira
100 milljóna króna rekstrarhagnaður varð hjá KSÍ á liðnu ári samanborið við 860 milljónir árið áður. Skýrist munurinn að mestu í tekjum sem KSÍ hafði árið 2016 vegna árangurs karlalandsliðsins á EM í Frakklandi það ár. Rekstrartekjur á liðnu ári námu um 1380 milljónum króna en gjöldin 1279 milljónum króna. Eigið fé KSÍ var 539 milljónir króna í árslok. 179 milljónir króna fóru frá KSÍ til aðildarfélaganna til að styrkja barna- og unglingastarf, vegna leyfiskerfis, mannvirkja og fleira samkvæmt því sem fram kemur á vef KSÍ. Þar segir jafnframt að rekstur sambandsins sé í jafnvægi og fjárhagsstaðan traust. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársskýrslu KSÍ sem birt var í gær. Um er að ræða fyrstu ársskýrslu sambandsins undir formennsku Guðna Bergssonar sem tók við formennsku hjá KSÍ á ársþingi sambandsins fyrir tæpu ári. Gert upp við fyrrverandi formann Skrifstofu- og rekstrarkostnaður Knattspyrnusambands Íslands jókst um 36 prósent á milli áranna 2016 og 2017. Launakostnaður á skrifstofunni, sem taldi 18 starfsgildi í fyrra en 17 árið áður, jókst um 4 prósent á milli ára en launatengd gjöld um rúmlega 60 prósent, úr 69 milljónum króna í 94 milljónir króna. Spilar þar líklega stærstan þátt laun og launauppgjör fyrir fyrrverandi formann sambandsins, Geir Þorsteinsson sem kostaði sambandið 11 milljónir króna í fyrra. Ekki liggur fyrir hvers vegna uppgjörið við fyrrverandi formann kostaði 11 milljónir króna. Vísir hefur sent KSÍ fyrirspurn og óskað eftir nánari skýringum á uppgjöri við fyrrverandi formann og aukinn skrifstofukostnað á liðnu ári. Fram kemur í ársskýrslunni að laun og bifreiðastyrkur til formannsins Guðna Bergssonar og framkvæmdastjórans Klöru Bjartmarz námu um 15 milljónum króna á mann á árinu. Guðni hóf störf hjá sambandinu 13. febrúar í fyrra og fékk því ekki laun fyrr en þá. Klara hefur starfað hjá sambandinu í á þriðja áratug. Samkvæmt því eru laun formanns og bílastyrkur um tíu prósent hærri en framkvæmdastjórans.1,3 í mánaðarlaun Athygli hefur vakið í ársskýrslum KSÍ undanfarin ár að laun formanns og framkvæmdastjóra hafa verið tekin saman í eina tölu. Var það samkvæmt heimildum Vísis í óþökk fyrrverandi framkvæmdastjóra, Þóris Hákonarsonar, þar sem laun hans voru lægri en þáverandi formanns, Geir Þorsteinssonar. Í fundargerð KSÍ frá því 30. mars 2017 sem birt var á heimasíðu sambandsins rúmum þremur vikum síðar kom fram að laun formanns KSÍ yrðu 1283 þúsund krónur á mánuði, 15,4 milljónir í árslaun auk bifreiðahlunninda að hámarki 150 þúsund krónur.
Íslenski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira