Enski boltinn

Abramovich hefur engan áhuga á að selja Chelsea

Anton Ingi Leifsson skrifar
Abramovich er ekki á leið burt.
Abramovich er ekki á leið burt. vísir/getty
Roman Abramovich, eigendi Chelsea, hefur engan áhuga á því að selja félagið. Þetta herma heimildir Sky Sports fréttastofunnar.

Þessar fréttir koma eftir að tilboði frá Jim Ratcliffe, enskum milljarðamæring, í félagið var hafnað en Chelsea hefur neitað að tjá sig um málið.

Í síðasta mánuði bárust fréttir af því að Chelsea hafi hætt við að byggja nýjan völl og héldu einhverjir þá að tími Abramovich hjá Chelsea væri kominn.

Svo er komið í ljós að svo er ekki en hann missti af úrslitaleik Chelsea gegn Man. Utd í síðasta mánuði vegna þess að hann var að verða ísraelskur ríkisborgari.


Tengdar fréttir

Skuggi á hús einnar fjölskyldu gæti eyðilagt drauma Abramovich

Roman Abramovich, eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, er með áætlanir um byggingu glæsilegs nýs leikvangs sem mun kosta í kringum milljarð punda og verða dýrasti leikvangur í Evrópu. Þær áætlanir eru hins vegar í hættu vegna einnar fjölskyldu sem býr í nágrenni Stamford Bridge.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×