Hálf milljón Evrópubúa deyr af völdum loftmengunar á ári Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2018 19:20 Maður hjólar fram hjá reykspúandi orkuveri í Skopje í Makedóníu þar sem loftmengun er verst í Evrópu. Vísir/EPA Loftmengun er helsta orsök ótímabærra dauðsfalla í flestum ríkjum Evrópu og fleiri en hálf milljón íbúa álfunnar lætur lífið af völdum hennar á ári hverju. Í skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu segir að þó að loftgæði séu smám saman að batna sé mengunin enn mun meiri en heilbrigt er talið samkvæmt viðmiðum Evrópusambandsins og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Skýrslan byggir á athugunum sem gerðar voru á 2.500 stöðum í Evrópu árið 2015, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Á grundvelli þeirra hefur Umhverfisstofnunin hækkað mat sitt á árlegum fjölda dauðsfalla af völdum loftmengunar. Árið 2013 taldi hún að um 475.000 manns létust af völdum hennar á ári. Mengunin er helsta orsök ótímabærra dauðsfalla í 41 Evrópuríki. Áætlað er að fínt svifryk (PM2,5) hafi valdið um 422.000 ótímabærum dauðsföllum í Evrópu árið 2015. Mengunin getur valdið eða espað upp hjartasjúkdóma, astma og lungnakrabbamein. Niturdíoxíð úr bílum og miðstöðvarofnum er talið eiga þátt í 79.000 dauðsföllum og ósonmengun 17.700. Skammt er síðan evrópsk skýrsla leiddi í ljós að flest 28 ríkja Evrópusambandsins stæðust ekki markmið þess um loftgæði. Engu að síður telur Umhverfisstofnun Evrópu að ríkin hafi náð að fækka ótímabærum dauðsföllum vegna svifryks um hálfa milljón á ári frá 1990. Sá árangur hafi náðst með evrópskum mengunarstöðlum og staðbundnum aðgerðum sem hafi leitt til hreinni útblásturs bíla, iðnaðar og raforkuframleiðslu. Verst er mengunin í Makedóníu þar sem styrkur PM2,5 var þrefalt hærri en í næsta landi á eftir. Austur-Evrópa stendur einnig illa sem heild, ekki síst ríki eins og Búlgaría, Pólland og Slóvakía. Búlgaría Loftslagsmál Pólland Slóvakía Umhverfismál Tengdar fréttir Strangari umhverfisreglur drógu verulega úr mengun Hagfræðingar við Kaliforníuháskóla rekja mikinn samdrátt í mengun frá bandarískum verksmiðjum til þess að umhverfisreglur hafi verið hertar verulega. 11. ágúst 2018 14:00 Loftmengun stærsta heilsufarsógnin í Evrópu Um tífalt fleiri deyja fyrir aldur fram af völdum loftmengunar en umferðarslysa í Evrópu. 11. september 2018 11:07 Tengja loftmengun við greindarskerðingu Fylgni fannst á milli lakari útkomu á stærðfræði- og málhæfniprófum og loftmengunar í rannsókn sem gerð var á 20.000 Kínverjum. 28. ágúst 2018 09:59 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira
Loftmengun er helsta orsök ótímabærra dauðsfalla í flestum ríkjum Evrópu og fleiri en hálf milljón íbúa álfunnar lætur lífið af völdum hennar á ári hverju. Í skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu segir að þó að loftgæði séu smám saman að batna sé mengunin enn mun meiri en heilbrigt er talið samkvæmt viðmiðum Evrópusambandsins og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Skýrslan byggir á athugunum sem gerðar voru á 2.500 stöðum í Evrópu árið 2015, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Á grundvelli þeirra hefur Umhverfisstofnunin hækkað mat sitt á árlegum fjölda dauðsfalla af völdum loftmengunar. Árið 2013 taldi hún að um 475.000 manns létust af völdum hennar á ári. Mengunin er helsta orsök ótímabærra dauðsfalla í 41 Evrópuríki. Áætlað er að fínt svifryk (PM2,5) hafi valdið um 422.000 ótímabærum dauðsföllum í Evrópu árið 2015. Mengunin getur valdið eða espað upp hjartasjúkdóma, astma og lungnakrabbamein. Niturdíoxíð úr bílum og miðstöðvarofnum er talið eiga þátt í 79.000 dauðsföllum og ósonmengun 17.700. Skammt er síðan evrópsk skýrsla leiddi í ljós að flest 28 ríkja Evrópusambandsins stæðust ekki markmið þess um loftgæði. Engu að síður telur Umhverfisstofnun Evrópu að ríkin hafi náð að fækka ótímabærum dauðsföllum vegna svifryks um hálfa milljón á ári frá 1990. Sá árangur hafi náðst með evrópskum mengunarstöðlum og staðbundnum aðgerðum sem hafi leitt til hreinni útblásturs bíla, iðnaðar og raforkuframleiðslu. Verst er mengunin í Makedóníu þar sem styrkur PM2,5 var þrefalt hærri en í næsta landi á eftir. Austur-Evrópa stendur einnig illa sem heild, ekki síst ríki eins og Búlgaría, Pólland og Slóvakía.
Búlgaría Loftslagsmál Pólland Slóvakía Umhverfismál Tengdar fréttir Strangari umhverfisreglur drógu verulega úr mengun Hagfræðingar við Kaliforníuháskóla rekja mikinn samdrátt í mengun frá bandarískum verksmiðjum til þess að umhverfisreglur hafi verið hertar verulega. 11. ágúst 2018 14:00 Loftmengun stærsta heilsufarsógnin í Evrópu Um tífalt fleiri deyja fyrir aldur fram af völdum loftmengunar en umferðarslysa í Evrópu. 11. september 2018 11:07 Tengja loftmengun við greindarskerðingu Fylgni fannst á milli lakari útkomu á stærðfræði- og málhæfniprófum og loftmengunar í rannsókn sem gerð var á 20.000 Kínverjum. 28. ágúst 2018 09:59 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira
Strangari umhverfisreglur drógu verulega úr mengun Hagfræðingar við Kaliforníuháskóla rekja mikinn samdrátt í mengun frá bandarískum verksmiðjum til þess að umhverfisreglur hafi verið hertar verulega. 11. ágúst 2018 14:00
Loftmengun stærsta heilsufarsógnin í Evrópu Um tífalt fleiri deyja fyrir aldur fram af völdum loftmengunar en umferðarslysa í Evrópu. 11. september 2018 11:07
Tengja loftmengun við greindarskerðingu Fylgni fannst á milli lakari útkomu á stærðfræði- og málhæfniprófum og loftmengunar í rannsókn sem gerð var á 20.000 Kínverjum. 28. ágúst 2018 09:59