Fótbolti

Rúnar Alex hélt hreinu og Kjartan Henry skoraði gegn gömlu félögunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kjartan fagnar marki í búningi Vejle.
Kjartan fagnar marki í búningi Vejle. vísir/getty
Kjartan Henry Finnbogason skoraði þriðja og síðasta mark Vejle í 3-0 sigri á Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Staðan var markalaus í hálfleik en Allan Sousa kom Vejle yfir á 52. mínútu úr vítaspyrnu. Tíu mínútum síðar skoraði Allan sitt annað mark og tvöfaldaði forystuna.

Kjartan skoraði þriðja markið stundarfjórðungi fyrir leikslok en hann var þá réttur maður á réttum stað í teignum eftir hornspyrnu.





KR-ingurinn að skora gegn gömlu félögunum en hann lék með Horsens Horsens í fjögur ár og sló þar í gegn.

Leikurinn er liður í umspili um fall úr dönsku úrvalsdeildinni. Leikið er í tveimur fjögurra leikja riðlum og neðstu liðin leika um fall.

Vejle er nú með 24 stig á botninum í riðli tvö en Horsens er í öðru sætinu með 32 stig svo það er enn von fyrir Kjartan og félaga að koma sér upp fyrir fallstrikið.

Í Frakklandi var Rúnar Alex Rúnarsson í markinu hjá Dijon sem gerði markalaust jafntefli við Amiens í frönsku úrvalsdeildinni. Dijon er í átjánda sætinu, í umspilsæti um fall, en sex stig eru í öruggt sæti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×