Smáliðinu frá Bergamo tókst að skáka stóru liðunum Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. maí 2019 17:00 Leikmenn Atalanta fagna sætinu í Meistaradeildinni með Getty/Alessandro Sabattini Atalanta leikur í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu karla á næsta tímabili. Þetta er í fyrsta sinn sem liðið frá Bergamo kemst í Meistaradeildina en liðið náði þeim áfanga með því að leika leiftrandi sóknarbolta. Það gerist ekki oft í nútíma knattspyrnu að litla liðið komist upp með að stríða stórveldunum sem hafa úr mestu að moða. Slík lið eru yfirleitt það vel samsett að minni lið deildarinnar eiga lítinn möguleika á að gera atlögu að krúnunni og öllum þeim fríðindum sem tengjast því að vinna meistaratitla. Þótt Atalanta frá smábænum Bergamo hafi ekki tekist að skáka hinu ógnarsterka liði Juventus af stalli, sem er og verður í sérflokki þar í landi með átta meistaratitla í röð, tókst Atalanta sem greiðir aðeins brotabrot af því sem þekkist í nútíma knattspyrnu til leikmanna í laun að ná þriðja sætinu í ítölsku deildinni á undan Mílanó-liðunum AC og Inter Milan, Rómar-liðunum Lazio og Roma og öllum hinum. Þjálfarinn á bak við afrek Atalanta, Gian Piero Gasperini, var á barmi þess að vera rekinn frá félaginu eftir nokkra mánuði í starfi þegar Atalanta virtist stefna á fallbaráttu fyrir þremur árum en honum tókst að snúa gengi liðsins við og 69 stig í næstu 33 leikjum komu Atalanta í Evrópukeppni. Ekki tókst að fylgja þeim árangri eftir í fyrra þegar sjöunda sæti þurfti að duga en á þessu tímabili tókst honum að finna formúlu sem virkaði. Með Kólumbíumanninn Duván Zapata fremstan í þriggja manna sóknarlínunni sem Gasperini vill notast við, sem skilaði alls 28 mörkum í öllum keppnum, náði Atalanta þriðja sætinu og með því þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins. Hvorki Juventus (70) né Napoli (74) skoruðu fleiri mörk en Atalanta (77) í deildinni þótt varnarleikurinn hafi oft fengið að líða fyrir það. Frá stofnun Atalanta hefur félagið lengst af dvalið í efstu deild með reglulegum heimsóknum í aðra deild og einu ári í þriðju deild en ferilskrá félagsins er ekki merkileg. Einn bikartitill fyrir 56 árum sem skilaði liðinu í Evrópukeppni bikarhafa og fjórar tilraunir í Evrópudeildinni en nú fá bæjarbúar Bergamo að sjá sína menn kljást við þá bestu. Birtist í Fréttablaðinu Ítalía Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Atalanta leikur í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu karla á næsta tímabili. Þetta er í fyrsta sinn sem liðið frá Bergamo kemst í Meistaradeildina en liðið náði þeim áfanga með því að leika leiftrandi sóknarbolta. Það gerist ekki oft í nútíma knattspyrnu að litla liðið komist upp með að stríða stórveldunum sem hafa úr mestu að moða. Slík lið eru yfirleitt það vel samsett að minni lið deildarinnar eiga lítinn möguleika á að gera atlögu að krúnunni og öllum þeim fríðindum sem tengjast því að vinna meistaratitla. Þótt Atalanta frá smábænum Bergamo hafi ekki tekist að skáka hinu ógnarsterka liði Juventus af stalli, sem er og verður í sérflokki þar í landi með átta meistaratitla í röð, tókst Atalanta sem greiðir aðeins brotabrot af því sem þekkist í nútíma knattspyrnu til leikmanna í laun að ná þriðja sætinu í ítölsku deildinni á undan Mílanó-liðunum AC og Inter Milan, Rómar-liðunum Lazio og Roma og öllum hinum. Þjálfarinn á bak við afrek Atalanta, Gian Piero Gasperini, var á barmi þess að vera rekinn frá félaginu eftir nokkra mánuði í starfi þegar Atalanta virtist stefna á fallbaráttu fyrir þremur árum en honum tókst að snúa gengi liðsins við og 69 stig í næstu 33 leikjum komu Atalanta í Evrópukeppni. Ekki tókst að fylgja þeim árangri eftir í fyrra þegar sjöunda sæti þurfti að duga en á þessu tímabili tókst honum að finna formúlu sem virkaði. Með Kólumbíumanninn Duván Zapata fremstan í þriggja manna sóknarlínunni sem Gasperini vill notast við, sem skilaði alls 28 mörkum í öllum keppnum, náði Atalanta þriðja sætinu og með því þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins. Hvorki Juventus (70) né Napoli (74) skoruðu fleiri mörk en Atalanta (77) í deildinni þótt varnarleikurinn hafi oft fengið að líða fyrir það. Frá stofnun Atalanta hefur félagið lengst af dvalið í efstu deild með reglulegum heimsóknum í aðra deild og einu ári í þriðju deild en ferilskrá félagsins er ekki merkileg. Einn bikartitill fyrir 56 árum sem skilaði liðinu í Evrópukeppni bikarhafa og fjórar tilraunir í Evrópudeildinni en nú fá bæjarbúar Bergamo að sjá sína menn kljást við þá bestu.
Birtist í Fréttablaðinu Ítalía Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira