Fótbolti

Tvær íslenskar stoðsendingar í enn einum sigri Álasund

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Elís Þrándarson í leik með Álasund.
Aron Elís Þrándarson í leik með Álasund. vísir/getty
Íslendingaliðið Álasund sem leikur í norsku B-deildinni vann enn einn sigurinn í kvöld er liðið vann 5-2 sigur á Hamarkameratene á heimavelli.

Davíð Kristján Ólafsson lagði upp fyrsta mark Álasund á 5. mínútu en gestirnir jöfnuðu átta mínútum síðar.

Álasund skoraði tvö mörk áður en fyrri hálfleik lauk og var 3-1 yfir í hálfleik. Aron Elís Þrándarson lagði upp fjórða markið og Niklas Castro innsiglaði svo þrennuna á 71. mínútu.







Skömmu fyrir leikslok minnkuðu svo Hamarkameratene muninn á nýjan leik en öruggur 5-2 sigur Álasund fyrir framan tæplega 4 þúsund manns á Color Line-leikvanginum.

Aron Elís spilaði allan leikinn sem og Davíð Kristján en Daníel Leó Grétarsson spilaði fyrstu 69 mínúturnar. Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn sem varamaður síðasta stundarfjórðunginn.

Álasund er á toppnum með 53 stig, ellefu stigum meira en Start og Sandefjord sem eru í næstu tveimmur sætunum. Tvö efstu liðin fara beint upp í norsku úrvalsdeildina en lið þrjú til sex í umspil.

Tíu umferðir eru eftir af deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×