Fótbolti

Kolbeinn laus frá Nantes

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kolbeinn í einum af fáum leikjum sínum með Nantes.
Kolbeinn í einum af fáum leikjum sínum með Nantes. vísir/getty
Franska úrvalsdeildarfélagið Nantes tilkynnti í dag að félagið hefði náð samkomulagi við Kolbein Sigþórsson um að rifta samningi hans við félagið.

Yfirlýsing félagsins er stutt og laggóð þar sem Kolbeini er óskað góðs gengis í framtíðinni.





Kolbeinn kom til Nantes sumarið 2015 en hefur nánast ekkert getað spilað með liðinu síðustu ár vegna meiðsla. Hann var með samning til ársins 2020.

Félagið hefur ekki haft neinn áhuga á að nota hann síðustu misseri og forseti félagsins meðal annars látið framherjann heyra það.

Það gekk þó illa að ganga frá starfslokum þó svo báðir aðilar vildu gjarna ganga frá starfslokasamningi. Sá samningur er nú loksins í höfn og Kolbeinn getur því hafið leit að nýju félagi.

Kolbeinn náði aðeins að spila 30 leiki og skora þrjú mörk fyrir Nantes.


Tengdar fréttir

Segja Kolbein á leið í MLS-deildina

Kolbeinn Sigþórsson er á leiðinni til Vancouver Whitecaps á lánssamning í eitt ár en vefmiðillinn Ouest-France greinir frá þessu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×