Enski boltinn

Gylfi skorar meira fyrir Everton en búist er við miðað við tölfræðina

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson er skotmaður góður.
Gylfi Þór Sigurðsson er skotmaður góður. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins í fótbolta, er búinn að skora fleiri mörk fyrir Everton en búist er við af honum miðað við fjölda skota á markið en hann er í tíunda sæti á áhugaverðum lista í ensku úrvalsdeildinni.

Nýlegur tölfræðiþáttur sem mikið er notaður í ensku úrvalsdeildinni ber heitið xG eða Expected Goals. Það þýðir mörk sem búist er við að leikmaður skori miðað við fjölda skota í hverjum leik og gæða skotanna.

Vefsíðan Sportskeeda tekur listann saman en þar segir að Gylfi eigin mikinn heiður skilinn fyrir frammistöðu sína með Everton og að hann sé vanmetinn þar sem að hann spili ekki fyrir eitt af stórliðunum.

„En, tölurnar hans sanna að hann er á pari við flesta leikmenn stórliðanna,“ segir um Gylfa og bent er á að hann er búinn að skora ellefu mörk á tímabilinu sem er meira en framherjar á borð við Marcus Rashford, Anthony Martial, Roberto Firmino og Leroy Sane.

Miðað við fjölda og gæði skota Gylfa að marki í ensku úrvalsdeildinni í vetur ætti hann að vera búinn að skora 8,69 mörk en hann er með ellefu og því búinn að skora 2,31 fleiri mörkum en mætti ætla frá honum.

„Sigurðsson á skilið mikið lof fyrir að komast á listann þar sem að hann er í baráttu við marga mjög góða framherja þegar að hann spilar sjálfur sem miðjumaður hjá Everton,“ segir í umsögn um Gylfa Þór Sigurðsson.

Leikmaður, lið - mörk (búist við mörkum) + bæting

1. Son Heung Min, Tottenham - 11 mörk (6,37) + 4,27

2. Felipe Anderson, West Ham - 8 mörk (4,31) + 3,69

3. Sadio Mane, Liverpool - 14 mörk (10,32) + 3,68

4. Anthony Martial, Man. Utd - 9 mörk (5,49) + 3,69

5. Pedro, Chelsea - 8 mörk (4,94) + 3,06

6. Alexandre Lacazette, Arsenal - 12 mörk (9) + 3

7. Andre Schürrle, Fulham - 6 mörk (3,27) + 2,73

8. Ciaran Clark, Newcastle - 3 mörk (0,47) + 2,53

9. Wilfried Zaha, C. Palace - 7 mörk (4,61) + 2,39

10. Gylfi Þór Sigurðsson, Everton - 11 mörk (8,69) + 2,31


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×