Fórnarlamb flugumannsins sem kom til Íslands stígur fram Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. mars 2019 11:45 Mark Kennedy starfaði sem flugumaður á meðal umhverfissinna. Hann mótmælti við Kárahnjúkavirkjun. Tvær breskar konur hafa stigið fram og sagt frá því hvernig þær voru blekktar í ástarsamband við tvo lögreglumenn sem störfuðu sem flugumenn. Annar lögreglumaðurinn er Mark Kennedy sem sagður er hafa njósnað um mótmælendur sem mótmæltu Kárahnjúkavirkjun.BBC Wales birti í gærkvöldiviðtal við konurnar tvær þar sem þær segjast hafa verið orðið fyrir nauðgunum af hálfu mannanna sem og lögregluyfirvaldanna sem þeir störfuðu fyrir, þar sem þær hafi ekki vitað að lögreglumennirnir væru að villa á sér heimildir í samböndunum.Kom til Íslands árið 2005 Mál Kennedy vakti töluverða athygli á Íslandi fyrir nokkrum árum. Hann gekk í hóp aðgerðasinna í Bretlandi í kringum árið 2000 en ferðaðist síðan með umhverfissinnum um heiminn til að mótmæla hverskyns stóriðju. Hann kom til Íslands og var meðal mótmælenda við Kárahnjúkavirkjun undir merkjum Saving Iceland. Frá Kárahnjúkastíflu. Hálslón varð til vegna stíflunnar. Framkvæmdin var umdeild á sínum tíma.Fréttablaðið/ Pjetur.Kennedy er sagður hafa njósnað um mótmælendurnar en í skýrslu sem ríkislögreglustjóri skilaði þáverandi ráðherra dómsmála árið 2011 kemur fram að ekki hafi komið fram upplýsingar í athugun lögreglu sem gera kleift að skera úr um hvort þessi flugumaður bresku lögreglunnar hafi verið hér á landi í samvinnu eða með vitund lögreglunnar árið 2005, eins og það var orðað í skýrslunni. Líður eins og sér hafi verið nauðgað Í umfjöllun BBC Wales kemur konan sem var í sambandi við Kennedy aðeins fram undir fyrra nafni sínu, Lisa. Kennedy sagðist heita Mark Stone.Höfðu þau verið í sambandi í sex ár þegar hún uppgötvaði hans rétta nafn og starf. Voru þau í fríi á Ítalíu þegar hún opnaði hanskahólfið á bíl hans, þar fann hún vegabréf hans þar sem nafn hans var skráð Mark Kennedy, ekki Stone. Þar kom einnig fram að hann ætti börn.Í ljós kom að Kennedy, sem starfaði sem flugumaður lögreglunnar í Bretlandi og hafði það verkefni að njósna um umhverfisverndarsinna, hafði nýlokið verkefni, og hafði því skilað inn öllum gervigögnum sem hann átti um persónuna sem hann þóttist vera. Lisa segir að sér líði eins og henni hafi verið nauðgað. „Það hefur verið erfitt fyrir að mig líta á þetta í tengslum við það orð en þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta ekkert annað en það,“ sagði hún. Þá segir hún að það sem henni finnist verst er að þarna hafi ekki einn maður verið að verki, heldur heil lögregludeild.Mál Lisu hratt rannsókn af stað Lisa er harður umhverfisverndarsinni og hitti hún Kennedy á mótmælum árið 2004. Sagðist starfa sem fjallgöngumaður.Segist hún stundum hafa haft sínar grunsemdir um að ef til vill væri ekki allt með felldu varðandi Kennedy, hún hafi til að mynd aldrei hitt fjölskyldu hans. Hún hafi hins vegar trúað þeim skýringum sem Mark gaf.Auk þess hafi hún einfaldlega verið ástfangin.„Hann var ekki einhver sem ég hitti endrum og sinnum. Hann var sá einstaklingur sem ég gerði allt með. Ég hélt í alvörunni að við ættum framtíð saman,“ sagði Lisa.Eftir að upp komst um hið raunverula nafn Kennedy og starf hans komust Lisa og vinkona hennar að því að hann væri giftur og ætti tvo börn. Lisa gekk á Kennedy vopnuð þessum upplýsingum og segir hún að hann hafi játað allt.Mál Lisu varð til þess að upp komst um fjölda uppljóstrara innan lögreglunnar oghafin var opinber rannsókná því hvernig lögreglan hafi framkvæmt slík verkefni undanfarna áratugi. Árið 2015 greiddi lögreglan konum sem höfðu orðið fyrir barðinu á flugumönnum skaðabætur.Enn að glíma við eftirköst sambandsins Kennedy neitaði að ræða við BBC um málið en í viðtali við BBC árið 2012 sagði hann að samband hans og Lisu hafi verið raunverulegt og að hann hafi ekki verið að njósna um hana.Árið 2018 viðurkenndu yfirmenn Kennedy að hafa vitað að hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við annan umhverfisverndarsinna. Að því er fram kemurí frétt BBC er talið að Kennedyhafi átt í sambandi við fjölda kvenna á meðan hann starfaði sem flugumaður.Lisa segist enn þá vera að glíma við afleiðingarnar af því að hafa verið svikin af Kennedy.„Þegar fólk missir ástvin er mikilvægt að komast að því hvað hafi komið fyrir hann svo að maður geti komist yfir missinn. Mér líður eins og að ég hafi komist að því að kærstinn minn hafi ekki bara dáið, heldur að hann hafi einnig aldrei verið til til þess að byrja með. Bretland Umhverfismál Wales Tengdar fréttir Flugumaðurinn á Kárahnjúkum var líka í Danmörku Flugumaðurinn Mark Kennedy í þjónustu bresku lögreglunnar, sem smaug inn í raðir mótmælenda á Kárahnjúkum fyrir nokkrum árum virðist hafa iðinn við kolann í svipuðum erindagjörðum vítt og breytt um Evrópu. Breska sjónvarpsstöðin Channel four frumsýnir í kvöld heimildarmynd um Kennedy og þar kemur meðal annars fram að hann hafi smyglað sér inn í raðir hústökumanna í ungdómshúsinu í Kaupmannahöfn árið 2007. Kennedy segist hafa aflað upplýsinga fyrir dönsku lögregluna sem hún hafi síðan nýtt sér til þess að ráðast til atlögu við hústökufólkið. 14. nóvember 2011 16:37 Vill svör um hvað lögreglan vissi um komu Mark Kennedy til landsins Ríkislögreglustjóri gat ekki skorið úr um það árið 2011 hvort flugumaðurinn hafi starfað hér á landi með vitneskju íslensku lögreglunnar. 25. september 2014 17:01 Vill forðast að löggan skipti sér af hópum sem berjast í grasótarstarfi Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hitti í síðustu viku, Daniel Green, breskan ráðherra sem er með landamæravörslu og skipulagða glæpastarfsemi. Mál Mark Kennedys, flugumanns á vegum bresku lögreglunnar, bar á góma, en Kennedy tók þátt í mótmælum við Kárahnjúka. 24. október 2011 11:56 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Tvær breskar konur hafa stigið fram og sagt frá því hvernig þær voru blekktar í ástarsamband við tvo lögreglumenn sem störfuðu sem flugumenn. Annar lögreglumaðurinn er Mark Kennedy sem sagður er hafa njósnað um mótmælendur sem mótmæltu Kárahnjúkavirkjun.BBC Wales birti í gærkvöldiviðtal við konurnar tvær þar sem þær segjast hafa verið orðið fyrir nauðgunum af hálfu mannanna sem og lögregluyfirvaldanna sem þeir störfuðu fyrir, þar sem þær hafi ekki vitað að lögreglumennirnir væru að villa á sér heimildir í samböndunum.Kom til Íslands árið 2005 Mál Kennedy vakti töluverða athygli á Íslandi fyrir nokkrum árum. Hann gekk í hóp aðgerðasinna í Bretlandi í kringum árið 2000 en ferðaðist síðan með umhverfissinnum um heiminn til að mótmæla hverskyns stóriðju. Hann kom til Íslands og var meðal mótmælenda við Kárahnjúkavirkjun undir merkjum Saving Iceland. Frá Kárahnjúkastíflu. Hálslón varð til vegna stíflunnar. Framkvæmdin var umdeild á sínum tíma.Fréttablaðið/ Pjetur.Kennedy er sagður hafa njósnað um mótmælendurnar en í skýrslu sem ríkislögreglustjóri skilaði þáverandi ráðherra dómsmála árið 2011 kemur fram að ekki hafi komið fram upplýsingar í athugun lögreglu sem gera kleift að skera úr um hvort þessi flugumaður bresku lögreglunnar hafi verið hér á landi í samvinnu eða með vitund lögreglunnar árið 2005, eins og það var orðað í skýrslunni. Líður eins og sér hafi verið nauðgað Í umfjöllun BBC Wales kemur konan sem var í sambandi við Kennedy aðeins fram undir fyrra nafni sínu, Lisa. Kennedy sagðist heita Mark Stone.Höfðu þau verið í sambandi í sex ár þegar hún uppgötvaði hans rétta nafn og starf. Voru þau í fríi á Ítalíu þegar hún opnaði hanskahólfið á bíl hans, þar fann hún vegabréf hans þar sem nafn hans var skráð Mark Kennedy, ekki Stone. Þar kom einnig fram að hann ætti börn.Í ljós kom að Kennedy, sem starfaði sem flugumaður lögreglunnar í Bretlandi og hafði það verkefni að njósna um umhverfisverndarsinna, hafði nýlokið verkefni, og hafði því skilað inn öllum gervigögnum sem hann átti um persónuna sem hann þóttist vera. Lisa segir að sér líði eins og henni hafi verið nauðgað. „Það hefur verið erfitt fyrir að mig líta á þetta í tengslum við það orð en þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta ekkert annað en það,“ sagði hún. Þá segir hún að það sem henni finnist verst er að þarna hafi ekki einn maður verið að verki, heldur heil lögregludeild.Mál Lisu hratt rannsókn af stað Lisa er harður umhverfisverndarsinni og hitti hún Kennedy á mótmælum árið 2004. Sagðist starfa sem fjallgöngumaður.Segist hún stundum hafa haft sínar grunsemdir um að ef til vill væri ekki allt með felldu varðandi Kennedy, hún hafi til að mynd aldrei hitt fjölskyldu hans. Hún hafi hins vegar trúað þeim skýringum sem Mark gaf.Auk þess hafi hún einfaldlega verið ástfangin.„Hann var ekki einhver sem ég hitti endrum og sinnum. Hann var sá einstaklingur sem ég gerði allt með. Ég hélt í alvörunni að við ættum framtíð saman,“ sagði Lisa.Eftir að upp komst um hið raunverula nafn Kennedy og starf hans komust Lisa og vinkona hennar að því að hann væri giftur og ætti tvo börn. Lisa gekk á Kennedy vopnuð þessum upplýsingum og segir hún að hann hafi játað allt.Mál Lisu varð til þess að upp komst um fjölda uppljóstrara innan lögreglunnar oghafin var opinber rannsókná því hvernig lögreglan hafi framkvæmt slík verkefni undanfarna áratugi. Árið 2015 greiddi lögreglan konum sem höfðu orðið fyrir barðinu á flugumönnum skaðabætur.Enn að glíma við eftirköst sambandsins Kennedy neitaði að ræða við BBC um málið en í viðtali við BBC árið 2012 sagði hann að samband hans og Lisu hafi verið raunverulegt og að hann hafi ekki verið að njósna um hana.Árið 2018 viðurkenndu yfirmenn Kennedy að hafa vitað að hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við annan umhverfisverndarsinna. Að því er fram kemurí frétt BBC er talið að Kennedyhafi átt í sambandi við fjölda kvenna á meðan hann starfaði sem flugumaður.Lisa segist enn þá vera að glíma við afleiðingarnar af því að hafa verið svikin af Kennedy.„Þegar fólk missir ástvin er mikilvægt að komast að því hvað hafi komið fyrir hann svo að maður geti komist yfir missinn. Mér líður eins og að ég hafi komist að því að kærstinn minn hafi ekki bara dáið, heldur að hann hafi einnig aldrei verið til til þess að byrja með.
Bretland Umhverfismál Wales Tengdar fréttir Flugumaðurinn á Kárahnjúkum var líka í Danmörku Flugumaðurinn Mark Kennedy í þjónustu bresku lögreglunnar, sem smaug inn í raðir mótmælenda á Kárahnjúkum fyrir nokkrum árum virðist hafa iðinn við kolann í svipuðum erindagjörðum vítt og breytt um Evrópu. Breska sjónvarpsstöðin Channel four frumsýnir í kvöld heimildarmynd um Kennedy og þar kemur meðal annars fram að hann hafi smyglað sér inn í raðir hústökumanna í ungdómshúsinu í Kaupmannahöfn árið 2007. Kennedy segist hafa aflað upplýsinga fyrir dönsku lögregluna sem hún hafi síðan nýtt sér til þess að ráðast til atlögu við hústökufólkið. 14. nóvember 2011 16:37 Vill svör um hvað lögreglan vissi um komu Mark Kennedy til landsins Ríkislögreglustjóri gat ekki skorið úr um það árið 2011 hvort flugumaðurinn hafi starfað hér á landi með vitneskju íslensku lögreglunnar. 25. september 2014 17:01 Vill forðast að löggan skipti sér af hópum sem berjast í grasótarstarfi Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hitti í síðustu viku, Daniel Green, breskan ráðherra sem er með landamæravörslu og skipulagða glæpastarfsemi. Mál Mark Kennedys, flugumanns á vegum bresku lögreglunnar, bar á góma, en Kennedy tók þátt í mótmælum við Kárahnjúka. 24. október 2011 11:56 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Flugumaðurinn á Kárahnjúkum var líka í Danmörku Flugumaðurinn Mark Kennedy í þjónustu bresku lögreglunnar, sem smaug inn í raðir mótmælenda á Kárahnjúkum fyrir nokkrum árum virðist hafa iðinn við kolann í svipuðum erindagjörðum vítt og breytt um Evrópu. Breska sjónvarpsstöðin Channel four frumsýnir í kvöld heimildarmynd um Kennedy og þar kemur meðal annars fram að hann hafi smyglað sér inn í raðir hústökumanna í ungdómshúsinu í Kaupmannahöfn árið 2007. Kennedy segist hafa aflað upplýsinga fyrir dönsku lögregluna sem hún hafi síðan nýtt sér til þess að ráðast til atlögu við hústökufólkið. 14. nóvember 2011 16:37
Vill svör um hvað lögreglan vissi um komu Mark Kennedy til landsins Ríkislögreglustjóri gat ekki skorið úr um það árið 2011 hvort flugumaðurinn hafi starfað hér á landi með vitneskju íslensku lögreglunnar. 25. september 2014 17:01
Vill forðast að löggan skipti sér af hópum sem berjast í grasótarstarfi Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hitti í síðustu viku, Daniel Green, breskan ráðherra sem er með landamæravörslu og skipulagða glæpastarfsemi. Mál Mark Kennedys, flugumanns á vegum bresku lögreglunnar, bar á góma, en Kennedy tók þátt í mótmælum við Kárahnjúka. 24. október 2011 11:56