Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2019 09:37 Planet Labs náði mynd af reiknum sem steig upp eftir sprenginguna í olíuvinnslustöðinni á einn gervihnatta sinna. ap/Planet Labs Inc Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði Írani í gær um að bera ábyrgð á árásinni. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Hætta þurfti framleiðslu tímabundið í Abqaiq olíuvinnslustöðinni og á Khurais olíuakrinum en jemenskir Húta-uppreisnarmenn lýstu yfir ábyrgð á árásunum í gær. Önnur stöðin sem sprengd var er sú stærsta í heimi og talið er að flutningur allt að 5,7 milljón olíutunna muni frestast en yfirvöld í Riyadh segja byrgðir ríkisins vera nægar til að bjarga málunum. Talið er að árásin muni hafa gríðarleg áhrif á orkuverð í heiminum en hún jók einnig spennu á svæðinu til muna og þá sérstaklega á milli Íran og Bandaríkjanna. Mikil átök hafa verið á milli ríkjanna tveggja vegna kjarnorkusamnings sem ríkin skrifuðu undir, ásamt fleiri stórríkjum, árið 2015. Bandaríkin sögðu sig frá samningnum í fyrra og hefur Íran orðið uppvíst um samningsbrot síðan þá. Seint í gærkvöldi leitaði Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Twitter og sakaði þar Íran um að bera ábyrgð á árásinni án þess að færa rök fyrir máli sínu. Bandaríkin, ásamt fleiri vestrænum ríkjum, bandamenn þeirra við Persaflóa og sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum segja Írani sjá Hútum fyrir vopnum og drónum en Tehran hefur ítrekað neitað því. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins, Abbas Mousavi, sagði ásakanir Pompeo stoðlausar og þýðingarlausar. Bandaríkin Íran Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44 Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48 Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði Írani í gær um að bera ábyrgð á árásinni. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Hætta þurfti framleiðslu tímabundið í Abqaiq olíuvinnslustöðinni og á Khurais olíuakrinum en jemenskir Húta-uppreisnarmenn lýstu yfir ábyrgð á árásunum í gær. Önnur stöðin sem sprengd var er sú stærsta í heimi og talið er að flutningur allt að 5,7 milljón olíutunna muni frestast en yfirvöld í Riyadh segja byrgðir ríkisins vera nægar til að bjarga málunum. Talið er að árásin muni hafa gríðarleg áhrif á orkuverð í heiminum en hún jók einnig spennu á svæðinu til muna og þá sérstaklega á milli Íran og Bandaríkjanna. Mikil átök hafa verið á milli ríkjanna tveggja vegna kjarnorkusamnings sem ríkin skrifuðu undir, ásamt fleiri stórríkjum, árið 2015. Bandaríkin sögðu sig frá samningnum í fyrra og hefur Íran orðið uppvíst um samningsbrot síðan þá. Seint í gærkvöldi leitaði Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Twitter og sakaði þar Íran um að bera ábyrgð á árásinni án þess að færa rök fyrir máli sínu. Bandaríkin, ásamt fleiri vestrænum ríkjum, bandamenn þeirra við Persaflóa og sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum segja Írani sjá Hútum fyrir vopnum og drónum en Tehran hefur ítrekað neitað því. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins, Abbas Mousavi, sagði ásakanir Pompeo stoðlausar og þýðingarlausar.
Bandaríkin Íran Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44 Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48 Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44
Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48
Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44