City þægilega áfram Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 29. október 2019 21:30 Englandsmeistararnir áttu ekki í vandræðum í kvöld vísir/getty Ríkjandi deildarbikarmeistarar Manchester City fóru þægilega áfram í 8-liða úrslit keppninnar eftir 3-1 sigur á Southampton á heimavelli. Nicolas Otamendi kom Englandsmeisturunum yfir á 20. mínútu eftir sendingu Bernardo Silva. Sergio Aguero tvöfaldaði forystu City áður en fyrri hálfleikur var úti. Argentínumaðurinn bætti svo öðru marki sínu við á 56. mínútu og staðan orðin nokkuð þægileg fyrir City. Jack Stephens náði að klóra í bakkann fyrir Southampton á 75. mínútu en nær komust gestirnir ekki. Lokatölur urðu 3-1 og City komið áfram. Enski boltinn
Ríkjandi deildarbikarmeistarar Manchester City fóru þægilega áfram í 8-liða úrslit keppninnar eftir 3-1 sigur á Southampton á heimavelli. Nicolas Otamendi kom Englandsmeisturunum yfir á 20. mínútu eftir sendingu Bernardo Silva. Sergio Aguero tvöfaldaði forystu City áður en fyrri hálfleikur var úti. Argentínumaðurinn bætti svo öðru marki sínu við á 56. mínútu og staðan orðin nokkuð þægileg fyrir City. Jack Stephens náði að klóra í bakkann fyrir Southampton á 75. mínútu en nær komust gestirnir ekki. Lokatölur urðu 3-1 og City komið áfram.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti