Gylfi hvíldur er Everton komst í 8-liða úrslitin Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 29. október 2019 21:45 Richarlison skoraði seinna mark Everton vísir/getty Everton komst í 8-liða úrslit enska deildarbikarsins með sigri á Watford á Goodison Park í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Mason Holgate sem braut ísinn fyrir Everton á 72. mínútu. Richarlison innsiglaði svo sigurinn í uppbótartíma leiksins. Lokatölur urðu 2-0 og Everton komið áfram í bikarnum. Gylfi Þór Sigurðsson var hvíldur og sat allan leikinn á varamannabekknum. Leicester og Colchester tryggðu sig einnig áfram en þau unnu bæði 3-1 sigra. Oxford United vann Sunderland í vítaspyrnukeppni og fylgir liðunum því í 8-liða úrslitin. Enski boltinn
Everton komst í 8-liða úrslit enska deildarbikarsins með sigri á Watford á Goodison Park í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Mason Holgate sem braut ísinn fyrir Everton á 72. mínútu. Richarlison innsiglaði svo sigurinn í uppbótartíma leiksins. Lokatölur urðu 2-0 og Everton komið áfram í bikarnum. Gylfi Þór Sigurðsson var hvíldur og sat allan leikinn á varamannabekknum. Leicester og Colchester tryggðu sig einnig áfram en þau unnu bæði 3-1 sigra. Oxford United vann Sunderland í vítaspyrnukeppni og fylgir liðunum því í 8-liða úrslitin.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti