Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2019 12:58 Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. Vísir/EPA Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch lét hægrisinnuðu fréttastöðina Fox News sitja á frétt um meint kynferðislegt samband Donalds Trump við klámmyndastjörnu vegna þess að hann vildi að Trump ynni forsetakosningarnar árið 2016. Þá er þáverandi stjórnandi stöðvarinnar sagður hafa látið framboð Trump vita af spurningu í sjónvarpskappræðum fyrir fram. Í ítarlegri umfjöllun tímaritsins New Yorker um náin tengsl Trump og Fox News, sem er í eigu Murdoch, er haft eftir heimildarmönnum innan sjónvarpsstöðvarinnar að Diana Falzone, fréttamaður hennar, hafi fengið sannanir fyrir því að Trump hefði átt í kynferðislegu sambandi við Stephanie Clifford, þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, á meðan kosningabaráttan var í gangi. Falzone hafi fengið fréttina staðfesta og séð tölvupósta á milli lögmanna Daniels og Michaels Cohen, þáverandi lögmanns Trump. Í póstunum ræddu þeir um greiðslu fyrir þögn Daniels um samband hennar við Trump. Hún hafi unnið fréttina frá mars til október árið 2016. Fréttin hafi hins vegar gengið á milli ritstjóra hjá Fox News sem frestuðu því að birta hana. Falzone á að hafa sagt samstarfsmönnum sínum að Ken LaCorte, yfirmaður fréttavefs Fox News hafi sagt henni: „Góð blaðamennska, krakki, en Rupert vill að Donald Trump vinni. Slepptu þessu bara.“ LaCorte neitar því að hafa sagt þetta við Falzone. Samstarfsmenn hennar staðfestu þó við New Yorker að hafa heyrt hana lýsa samtali þeirra á þennan hátt á sínum tíma.Spurningum lekið Þetta var þó ekki eina hjálpin sem framboð Trump á að hafa borist frá Fox News í kosningabaráttunni, að sögn New Yorker. Starfsmenn stöðvarinnar eru þannig sagðir hafa látið Trump vita af því að Megyn Kelly, stjórnandi sjónvarpskappræðna frambjóðenda í forvali Repúblikanaflokksins, ætlaði sér að spyrja hann krefjandi spurninga, þar á meðal um ásakanir um illa meðferð hans á konum. Talsmaður Fox News hafnaði alfarið að nokkur þaðan hefði látið Trump vita af spurningum í kappræðunum. Blaðamaður New Yorker segir erfitt að staðfesta eða hrekja frásögnina. Roger Ailes, einn stofnenda og forstjóri Fox News, sem á að hafa haft frumkvæði að því að láta Trump vita um spurningarnar lést árið 2017. Trump gagnrýndi sjálfur CNN-fréttastöðina harðlega þegar Donna Brazile, þáverandi starfsmaður stöðvarinnar, sagði af sér eftir ásakanir um að hún hafi látið framboð Hillary Clinton fá spurningar í sjónvarpskappræðum fyrir fram. Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Telja fórnarlömb raðnauðgarans Zou vera á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Sjá meira
Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch lét hægrisinnuðu fréttastöðina Fox News sitja á frétt um meint kynferðislegt samband Donalds Trump við klámmyndastjörnu vegna þess að hann vildi að Trump ynni forsetakosningarnar árið 2016. Þá er þáverandi stjórnandi stöðvarinnar sagður hafa látið framboð Trump vita af spurningu í sjónvarpskappræðum fyrir fram. Í ítarlegri umfjöllun tímaritsins New Yorker um náin tengsl Trump og Fox News, sem er í eigu Murdoch, er haft eftir heimildarmönnum innan sjónvarpsstöðvarinnar að Diana Falzone, fréttamaður hennar, hafi fengið sannanir fyrir því að Trump hefði átt í kynferðislegu sambandi við Stephanie Clifford, þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, á meðan kosningabaráttan var í gangi. Falzone hafi fengið fréttina staðfesta og séð tölvupósta á milli lögmanna Daniels og Michaels Cohen, þáverandi lögmanns Trump. Í póstunum ræddu þeir um greiðslu fyrir þögn Daniels um samband hennar við Trump. Hún hafi unnið fréttina frá mars til október árið 2016. Fréttin hafi hins vegar gengið á milli ritstjóra hjá Fox News sem frestuðu því að birta hana. Falzone á að hafa sagt samstarfsmönnum sínum að Ken LaCorte, yfirmaður fréttavefs Fox News hafi sagt henni: „Góð blaðamennska, krakki, en Rupert vill að Donald Trump vinni. Slepptu þessu bara.“ LaCorte neitar því að hafa sagt þetta við Falzone. Samstarfsmenn hennar staðfestu þó við New Yorker að hafa heyrt hana lýsa samtali þeirra á þennan hátt á sínum tíma.Spurningum lekið Þetta var þó ekki eina hjálpin sem framboð Trump á að hafa borist frá Fox News í kosningabaráttunni, að sögn New Yorker. Starfsmenn stöðvarinnar eru þannig sagðir hafa látið Trump vita af því að Megyn Kelly, stjórnandi sjónvarpskappræðna frambjóðenda í forvali Repúblikanaflokksins, ætlaði sér að spyrja hann krefjandi spurninga, þar á meðal um ásakanir um illa meðferð hans á konum. Talsmaður Fox News hafnaði alfarið að nokkur þaðan hefði látið Trump vita af spurningum í kappræðunum. Blaðamaður New Yorker segir erfitt að staðfesta eða hrekja frásögnina. Roger Ailes, einn stofnenda og forstjóri Fox News, sem á að hafa haft frumkvæði að því að láta Trump vita um spurningarnar lést árið 2017. Trump gagnrýndi sjálfur CNN-fréttastöðina harðlega þegar Donna Brazile, þáverandi starfsmaður stöðvarinnar, sagði af sér eftir ásakanir um að hún hafi látið framboð Hillary Clinton fá spurningar í sjónvarpskappræðum fyrir fram.
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Telja fórnarlömb raðnauðgarans Zou vera á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent