Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn í vörn Brøndby sem tapaði fyrir Inter Turku frá Finnlandi, 2-0, í seinni leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag.
Tapið kom ekki að sök því Brøndby vann fyrri leikinn með fjórum mörkum gegn einu og einvígið, 4-3 samanlagt.
Brøndby mætir Lechia Gdańsk frá Póllandi í næstu umferð.
Staðan var markalaus í hálfleik í leiknum í Turku í dag en heimamenn skoruðu tvö mörk með fjögurra mínútna millibili snemma í seinni hálfleik.
Inter Turku þurfti þá aðeins að skora eitt mark til að komast áfram en það kom ekki og Brøndby slapp með skrekkinn.
