Fótbolti

Ter Stegen svarar Neuer: „Hann getur ekki talað um mínar tilfinningar“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Marc-Andre Ter Stegen er ekki sáttur við að sitja endalaust á bekknum með þýska landsliðinu
Marc-Andre Ter Stegen er ekki sáttur við að sitja endalaust á bekknum með þýska landsliðinu vísir/getty
Þýsku landsliðsmarkverðirnir í fótbolta eru ekki sáttir með hvorn annan og eiga í smá rifrildi í fjölmiðlum.

Marc-Andre ter Stegen, aðalmarkvörður Barcelona, sagði að hann vildi fá að spila meira fyrir þýska landsliðið. Fyrir þau ummæli gagnrýndi aðalmarkvörður Þjóðverja, Manuel Neuer, kollega sinn.

Ter Stegen hefur nú sagt að honum finnist það óviðeigandi af Neuer að gagnrýna ummæli sín.

Ter Stegen er 27 ára gamall og hefur verið aðalmarkvörður Barcelona síðan Claudio Bravo fór til Manchester City árið 2016. Hann þarf þó að spila varaskeifu í þýska landsliðinu.

Eftir landsleikjahléið síðasta sagði Ter Stegen að það hafi verið högg að fá ekki að spila neitt. Neuer sagði þá að þau ummæli væru ekki hjálpleg og að félagi sinn hefði frekar átt að segja eitthvað þegar landsliðið kom saman.

„Það er samkeppni um pláss og allir leikmenn vilja spila,“ sagði Ter Stegen.

„Ég hef mínar væntingar og ég tjáði þær. Þið hafið öll séð hvernig ég hef hagað mér síðustu ár og mér finnst að Neuer geti ekki verið að tala um mínar tilfinnigar.“

„Hans ummæli voru óviðeigandi en ég vil ekki segja meira, ég vil binda enda á þetta mál.“

Ter Stegen á 22 landsleiki fyrir land sitt en er bara búinn að spila einn leik árið 2019, vináttuleik gegn Serbíu, þrátt fyrir að Joachim Löw hafi lofað honum spilatíma í undankeppni EM 2020.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×