Fótbolti

Leikmaður Liverpool á Zoom-fundum með efnilegum leikmönnum Bournemouth

Anton Ingi Leifsson skrifar
Adam Lallana fagnar marki í leik gegn uppeldisfélaginu.
Adam Lallana fagnar marki í leik gegn uppeldisfélaginu. vísir/getty

Miðjumaður Liverpool, Adam Lallana, hefur nýtt tímann vel á tímum kórónuveirunnar en hann hefur meðal annars rætt við unga og efnilega leikmenn uppeldisfélagsins, Bournemouth, í gegnum samskiptamiðilinn Zoom.

Lallana er frá suðurströndinni og kom í gegnum unglingastarfið hjá Bournemouth áður en nágrannarnir í Southampton sóttu hann. Hann spilaði þó einnig með aðalliði Bournemouth þar sem hann kom þangað að láni frá Southampton áður en braust þar í gegn og fór svo til Liverpool.

Miðað við viðtal við Alan Connell, U18-ára þjálfara Bournemouth, hefur Lallana ekki gleymt rótunum því hann nýtti frítíma sinn á dögunum í að spjalla við unga og efnilega leikmenn Bournemouth í gegnum Zoom en leikmennirnir höfðu fengið það verkefni að skoða leikskipulag Liverpool.

„Þegar við skoðuðum Liverpool hafði ég samband við Adam Lallana og var hann var mjög glaður að geta hjálpað okkur og talaði við leikmennina okkar. Hann er héðan og þetta kom sér vel fyrir leikmennina okkar,“ sagði Alan.

„Hann gaf okkur líka innlit í hans þróun á yngri árum bæði hjá félagsliði og með landsliðinu,“ bætti Alan við en það var ekki bara Lallana úr ensku úrvalsdeildinni sem spjallaði við leikmennina því Matt Richie, leikmaður Newcastle og fyrrum leikmaður Bournemouth, talaði einnig við ungu strákana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×