Tuttuguogsex Evrópuleikir í ágúst Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2020 15:45 Vinnur Real Madrid Meistaradeild Evrópu í fimmta sinn á síðustu sjö árum? getty/Gonzalo Arroyo Moreno Í vikunni verður þráðurinn tekinn upp að nýju í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni eftir tæplega fimm mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Sextán liða úrslitunum í Meistara- og Evrópudeildinni lýkur í þessari viku. Í næstu viku hefjast svo átta liða úrslitin í keppnunum. Alls fara 26 leikir fram í Meistara- og Evrópudeildinni í ágúst. Leikdagar eru alls sextán talsins. Þessi mikla törn, „Evrópuágúst“, hefst á morgun, 5. ágúst, og lýkur með úrslitaleik Meistaradeildarinnar sunnudaginn 23. ágúst. August is all about European football Get ready for a feast of Europa League and Champions League action from tomorrow pic.twitter.com/rWVNVCoLe3— Goal (@goal) August 4, 2020 Vegna kórónuveirufaraldursins verður fyrirkomulag Meistara- og Evrópudeildarinnar nokkuð frábrugðið frá því sem venjulega er. Aðeins þarf að vinna einn leik í átta liða og undanúrslitunum og allir leikirnir frá og með átta liða úrslitum fara fram á hlutlausum völlum. Allir leikirnir í Meistaradeildinni fara fram í Lissabon, höfuðborg Portúgals, á Estádio da Luz, heimavelli Benfica, og Estádio José Alvalade, heimavelli Sporting. Ljósvangur hýsir úrslitaleikurinn 23. ágúst. Úrslitakeppnin í Evrópudeildinni fer fram í fjórum borgum í Þýskalandi; Köln, Düsseldorf, Gelsenkirchen og Duisburg. Úrslitaleikurinn verður á RheinEnergieStadion í Köln 21. ágúst. Fjórir leikir fara fram í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á morgun. Manchester United tekur á móti LASK Linz, Istanbul Baseksehir sækir FC København heim, Shakhtar Donetsk og Wolfsburg eigast við í Kænugarði og Inter og Getafe mætast í Gelsenkirchen. Aðeins einn leikur verður í rimmum Inter og Getafe og Sevilla og Roma en fyrri leikjum þeirra í sextán liða úrslitunum var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Á fimmtudaginn mætast svo Wolves og Olympiacos, Bayer Leverkusen og Rangers, Sevilla og Roma og Basel og Frankfurt. Meistaradeildin tekur síðan við á föstudaginn þegar Manchester City tekur á móti Real Madrid og Lyon sækir Juventus heim. City vann fyrri leikinn gegn Real Madrid, 1-2, og Lyon er með eins marks forystu eftir 1-0 sigur á Juventus í fyrri leik liðanna. Sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar lýkur svo á laugardaginn með leikjum Barcelona og Napoli og Bayern München og Chelsea. Lítil spenna er fyrir síðarnefndu viðureignina en Bæjarar unnu fyrri leikinn í London, 0-3. Fyrri leikur Napoli og Barcelona endaði með 1-1 jafntefli. Búið er að draga í átta liða úrslit Meistara- og Evrópudeildarinnar. Dráttinn má sjá hér fyrir neðan. The UEFA Champions League draw is complete! Who will lift the trophy next month? #UCLdraw pic.twitter.com/h7hYwKWw2K— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) July 10, 2020 The #UELdraw is complete 2020 #UEL winners will be ______ pic.twitter.com/ncyIFYKhlC— UEFA Europa League (@EuropaLeague) July 10, 2020 Allir leikirnir í Meistaradeildinni verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og meirihluti leikjanna í Evrópudeildinni. Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Í vikunni verður þráðurinn tekinn upp að nýju í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni eftir tæplega fimm mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Sextán liða úrslitunum í Meistara- og Evrópudeildinni lýkur í þessari viku. Í næstu viku hefjast svo átta liða úrslitin í keppnunum. Alls fara 26 leikir fram í Meistara- og Evrópudeildinni í ágúst. Leikdagar eru alls sextán talsins. Þessi mikla törn, „Evrópuágúst“, hefst á morgun, 5. ágúst, og lýkur með úrslitaleik Meistaradeildarinnar sunnudaginn 23. ágúst. August is all about European football Get ready for a feast of Europa League and Champions League action from tomorrow pic.twitter.com/rWVNVCoLe3— Goal (@goal) August 4, 2020 Vegna kórónuveirufaraldursins verður fyrirkomulag Meistara- og Evrópudeildarinnar nokkuð frábrugðið frá því sem venjulega er. Aðeins þarf að vinna einn leik í átta liða og undanúrslitunum og allir leikirnir frá og með átta liða úrslitum fara fram á hlutlausum völlum. Allir leikirnir í Meistaradeildinni fara fram í Lissabon, höfuðborg Portúgals, á Estádio da Luz, heimavelli Benfica, og Estádio José Alvalade, heimavelli Sporting. Ljósvangur hýsir úrslitaleikurinn 23. ágúst. Úrslitakeppnin í Evrópudeildinni fer fram í fjórum borgum í Þýskalandi; Köln, Düsseldorf, Gelsenkirchen og Duisburg. Úrslitaleikurinn verður á RheinEnergieStadion í Köln 21. ágúst. Fjórir leikir fara fram í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á morgun. Manchester United tekur á móti LASK Linz, Istanbul Baseksehir sækir FC København heim, Shakhtar Donetsk og Wolfsburg eigast við í Kænugarði og Inter og Getafe mætast í Gelsenkirchen. Aðeins einn leikur verður í rimmum Inter og Getafe og Sevilla og Roma en fyrri leikjum þeirra í sextán liða úrslitunum var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Á fimmtudaginn mætast svo Wolves og Olympiacos, Bayer Leverkusen og Rangers, Sevilla og Roma og Basel og Frankfurt. Meistaradeildin tekur síðan við á föstudaginn þegar Manchester City tekur á móti Real Madrid og Lyon sækir Juventus heim. City vann fyrri leikinn gegn Real Madrid, 1-2, og Lyon er með eins marks forystu eftir 1-0 sigur á Juventus í fyrri leik liðanna. Sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar lýkur svo á laugardaginn með leikjum Barcelona og Napoli og Bayern München og Chelsea. Lítil spenna er fyrir síðarnefndu viðureignina en Bæjarar unnu fyrri leikinn í London, 0-3. Fyrri leikur Napoli og Barcelona endaði með 1-1 jafntefli. Búið er að draga í átta liða úrslit Meistara- og Evrópudeildarinnar. Dráttinn má sjá hér fyrir neðan. The UEFA Champions League draw is complete! Who will lift the trophy next month? #UCLdraw pic.twitter.com/h7hYwKWw2K— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) July 10, 2020 The #UELdraw is complete 2020 #UEL winners will be ______ pic.twitter.com/ncyIFYKhlC— UEFA Europa League (@EuropaLeague) July 10, 2020 Allir leikirnir í Meistaradeildinni verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og meirihluti leikjanna í Evrópudeildinni.
Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti