Magnaðar endurkomur á síðustu leiktíð í Meistaradeildinni | Tekst Chelsea hið ótrúlega í kvöld? Ísak Hallmundarson skrifar 8. ágúst 2020 10:45 Rashford fagnar eftir ævintýrið í París í fyrra. getty/Ian MacNicol Bayern Munchen og Chelsea mætast í Meistaradeild Evrópu í kvöld á heimavelli Bayern í Þýskalandi. Bayern er með 3-0 forystu eftir fyrri leikinn og eru flestir ef ekki allir búnir að bóka þá áfram í 8-liða úrslit. Það getur þó allt gerst í fótbolta og í tilefni dagsins er ekki úr vegi að rifja upp magnaðar endurkomur úr Meistaradeildinni frá því á síðustu leiktíð. Tottenham 3-3 Ajax Undanúrslitin í fyrra. Ajax vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli Tottenham í Lundúnum og versnaði staðan frekar fyrir Tottenham þegar Ajax var komið í 2-0 forystu í seinni leiknum og samanlagt 3-0. Þetta þýddi að Spurs þyrfti að skora þrjú mörk til að eiga einhvern möguleika á að komast í sjálfan úrslitaleikinn. Lucas Moura var ekki á því að detta út úr keppninni á móti hollenska liðinu. Hann skoraði tvö mörk með fjögurrra mínútna millibili snemma í síðari hálfleik, á 55. og 59. mínútu. Staðan 2-2 sem þýddi að Tottenham þyrfti eitt mark í viðbót ef liðið héldi hreinu út leikinn. Allt leit út fyrir að Ajax væri að fara í úrslitaleikinn þegar venjulegur leiktími var liðinn, en á sjöttu mínútu uppbótartíma skoraði Lucas sigurmark Tottenham og fullkomnaði þrennu sína. Ótrúleg endurkoma og sennilega eftirminnilegasti leikur Lucas Moura á ferli hans. Liverpool 4-3 Barcelona Eftir að hafa steinlegið 3-0 á Camp Nou í fyrri undanúrslitaleiknum við Barcelona bjóst líklega enginn Liverpool maður við því að sjá liðið sitt lyfta Meistaradeildartitlinum í fyrra. Allt kom fyrir ekki. Divock Origi kom Liverpool yfir á Anfield snemma í fyrri hálfleik í seinni leiknum. Liverpool tókst þó ekki að finna netið aftur fyrr en í síðari hálfleik. Georginio Wijnaldum skoraði síðan tvö mörk með 122 sekúndna millibili í seinni hálfleik sem breytti öllu. Nú var staðan jöfn og eitt mark í viðbót þýddi að Liverpool væri á leið í úrslitaleikinn. Origi skoraði annað mark sitt og fjórða mark Liverpool tíu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur í leiknum 4-0 og Liverpool vann einvígið samanlagt 4-3. Þeir fóru síðan og unnu Tottenham í úrslitaleiknum og tryggðu sér sinn fyrsta Meistaradeildartitil í fjórtán ár. Manchester United 3-3 PSG Man Utd tapaði fyrri leiknum á Old Trafford 0-2, sem var fyrsta tap Ole Gunnar Solskjær sem þjálfara Manchester United. Það þurfti því kraftaverk til að liðið myndi snúa taflinu við, en United þurfti að vinna með að minnsta kosti tveggja marka mun í París í seinni leiknum. Það byrjaði vel fyrir Rauðu djöflanna, Romelu Lukaku kom þeim yfir strax á annarri mínútu leiksins. Hann bætti síðan við öðru marki í fyrri hálfleik áður en Parísarliðið minnkaði muninn. United þurfti því eitt mark til viðbótar og það kom á fjórðu mínútu uppbótartíma, þegar Marcus Rashford skoraði úr vítaspyrnu og tryggði United í 8-liða úrslit í fyrsta sinn í fimm ár. Það er spurning hvort Chelsea nái að feta í spor þessara liða í kvöld og snúa taflinu við gegn Bayern. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 18:50 í kvöld. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Bayern Munchen og Chelsea mætast í Meistaradeild Evrópu í kvöld á heimavelli Bayern í Þýskalandi. Bayern er með 3-0 forystu eftir fyrri leikinn og eru flestir ef ekki allir búnir að bóka þá áfram í 8-liða úrslit. Það getur þó allt gerst í fótbolta og í tilefni dagsins er ekki úr vegi að rifja upp magnaðar endurkomur úr Meistaradeildinni frá því á síðustu leiktíð. Tottenham 3-3 Ajax Undanúrslitin í fyrra. Ajax vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli Tottenham í Lundúnum og versnaði staðan frekar fyrir Tottenham þegar Ajax var komið í 2-0 forystu í seinni leiknum og samanlagt 3-0. Þetta þýddi að Spurs þyrfti að skora þrjú mörk til að eiga einhvern möguleika á að komast í sjálfan úrslitaleikinn. Lucas Moura var ekki á því að detta út úr keppninni á móti hollenska liðinu. Hann skoraði tvö mörk með fjögurrra mínútna millibili snemma í síðari hálfleik, á 55. og 59. mínútu. Staðan 2-2 sem þýddi að Tottenham þyrfti eitt mark í viðbót ef liðið héldi hreinu út leikinn. Allt leit út fyrir að Ajax væri að fara í úrslitaleikinn þegar venjulegur leiktími var liðinn, en á sjöttu mínútu uppbótartíma skoraði Lucas sigurmark Tottenham og fullkomnaði þrennu sína. Ótrúleg endurkoma og sennilega eftirminnilegasti leikur Lucas Moura á ferli hans. Liverpool 4-3 Barcelona Eftir að hafa steinlegið 3-0 á Camp Nou í fyrri undanúrslitaleiknum við Barcelona bjóst líklega enginn Liverpool maður við því að sjá liðið sitt lyfta Meistaradeildartitlinum í fyrra. Allt kom fyrir ekki. Divock Origi kom Liverpool yfir á Anfield snemma í fyrri hálfleik í seinni leiknum. Liverpool tókst þó ekki að finna netið aftur fyrr en í síðari hálfleik. Georginio Wijnaldum skoraði síðan tvö mörk með 122 sekúndna millibili í seinni hálfleik sem breytti öllu. Nú var staðan jöfn og eitt mark í viðbót þýddi að Liverpool væri á leið í úrslitaleikinn. Origi skoraði annað mark sitt og fjórða mark Liverpool tíu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur í leiknum 4-0 og Liverpool vann einvígið samanlagt 4-3. Þeir fóru síðan og unnu Tottenham í úrslitaleiknum og tryggðu sér sinn fyrsta Meistaradeildartitil í fjórtán ár. Manchester United 3-3 PSG Man Utd tapaði fyrri leiknum á Old Trafford 0-2, sem var fyrsta tap Ole Gunnar Solskjær sem þjálfara Manchester United. Það þurfti því kraftaverk til að liðið myndi snúa taflinu við, en United þurfti að vinna með að minnsta kosti tveggja marka mun í París í seinni leiknum. Það byrjaði vel fyrir Rauðu djöflanna, Romelu Lukaku kom þeim yfir strax á annarri mínútu leiksins. Hann bætti síðan við öðru marki í fyrri hálfleik áður en Parísarliðið minnkaði muninn. United þurfti því eitt mark til viðbótar og það kom á fjórðu mínútu uppbótartíma, þegar Marcus Rashford skoraði úr vítaspyrnu og tryggði United í 8-liða úrslit í fyrsta sinn í fimm ár. Það er spurning hvort Chelsea nái að feta í spor þessara liða í kvöld og snúa taflinu við gegn Bayern. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 18:50 í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira