Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Covid-19 veirunnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. febrúar 2020 20:00 Anna. S. Bergmann Helgadóttir er búsett í Mílanó þar sem hún stundar nám í viðskipta- og markaðsfræði með áherslu á miðlun tísku. AÐSEND Íslendingur sem búsettur er í Mílanó segir íbúa á Ítalíu afar hrædda vegna Covid-19 veirunnar. Hún hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga og pantar mat og vatn heim af netinu. Samnemendur hennar hafa flúið upp í fjöll eða til heimalanda sinna vegna ástandsins. Þriðja dauðsfallið er staðfest á Ítalíu af völdum veirunnar. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu Covid-19 veirunnar í Evrópu til þessa, nær 152 smit hafa verið staðfest á Ítalíu en þriðja dauðsfallið var staðfest þar í landi skömmu fyrir fréttir. Anna. S. Bergmann Helgadóttir er búsett í Mílanó þar sem hún stundar nám. Hún segir mikla óvissu ríkja á Norður-Ítalíu. „Það er mjög mikil hræðsla yfir öllum og mikil óvissa um hvað gerist næst, allir eru mjög kvíðnir. Sameigendur mínir eru annað hvort búnir að flýja upp í fjöll og ætla að einangra sig þar og svo ætla einhverjir að fljúga til heimalandsins,“ sagði Anna S. Bergmann Helgadóttir, nemi í viðskipta- og markaðsfræði með áherslu á miðlun tísku. Sjálf hefur Anna ekki farið út úr húsi í þrjá daga. Hún segir afar fáa á ferli en ferðafrelsi um fimmtíu þúsund íbúa Í Langbarða- og Venetohéraði á Norður-Ítalíu hefur verið skert verulega og fólk beðið um að halda kyrru fyrir heima. Búið er að loka öllum skólum í Mílanó en skólinn sem Anna stundar nám við verður lokaður til fyrsta mars. „Ég á nóg af mat og vatni. Ég pantaði mér það á netinu frá matvöruverslun. Ég fæ vörurnar afhendar seinna í dag. Það eru allir að gera það sama. Gera ráðstafanir. Ég hef heyrt að búðarhillurnar séu að tæmast. Mér líður hreint út sagt alveg hræðilega. Ég er með kvíðahnút í maganum og það er aðallega út af þessari óvissu. Ég veit ekki hversu alvarlegt þetta er. Ég veit ekki hvort ég megi fara út þannig að þetta er rosalega óþægilegt,“ sagði Anna. Íslendingar erlendis Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjögur ný tilfelli Covid-19 greinst í Bretlandi Fjögur ný tilfelli Covid-19 veirunnar hafa nú greinst í Bretlandi eftir að farþegar sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess greindust með veiruna. 23. febrúar 2020 16:30 50 þúsund manns á Ítalíu beðnir um að halda kyrru fyrir heima Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu. 23. febrúar 2020 09:18 Rússar neita því að þeir kenni Bandaríkjunum um Covid-19 á samfélagsmiðlum Bandarísk yfirvöld fullyrða að samfélagsmiðlareikningar tengdir rússneskum stjórnvöldum hafi undanfarið deilt færslum þar sem Bandaríkjamenn eru sakaðir um að hafa komið faraldrinum af stað. 23. febrúar 2020 15:57 Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Íslendingur sem búsettur er í Mílanó segir íbúa á Ítalíu afar hrædda vegna Covid-19 veirunnar. Hún hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga og pantar mat og vatn heim af netinu. Samnemendur hennar hafa flúið upp í fjöll eða til heimalanda sinna vegna ástandsins. Þriðja dauðsfallið er staðfest á Ítalíu af völdum veirunnar. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu Covid-19 veirunnar í Evrópu til þessa, nær 152 smit hafa verið staðfest á Ítalíu en þriðja dauðsfallið var staðfest þar í landi skömmu fyrir fréttir. Anna. S. Bergmann Helgadóttir er búsett í Mílanó þar sem hún stundar nám. Hún segir mikla óvissu ríkja á Norður-Ítalíu. „Það er mjög mikil hræðsla yfir öllum og mikil óvissa um hvað gerist næst, allir eru mjög kvíðnir. Sameigendur mínir eru annað hvort búnir að flýja upp í fjöll og ætla að einangra sig þar og svo ætla einhverjir að fljúga til heimalandsins,“ sagði Anna S. Bergmann Helgadóttir, nemi í viðskipta- og markaðsfræði með áherslu á miðlun tísku. Sjálf hefur Anna ekki farið út úr húsi í þrjá daga. Hún segir afar fáa á ferli en ferðafrelsi um fimmtíu þúsund íbúa Í Langbarða- og Venetohéraði á Norður-Ítalíu hefur verið skert verulega og fólk beðið um að halda kyrru fyrir heima. Búið er að loka öllum skólum í Mílanó en skólinn sem Anna stundar nám við verður lokaður til fyrsta mars. „Ég á nóg af mat og vatni. Ég pantaði mér það á netinu frá matvöruverslun. Ég fæ vörurnar afhendar seinna í dag. Það eru allir að gera það sama. Gera ráðstafanir. Ég hef heyrt að búðarhillurnar séu að tæmast. Mér líður hreint út sagt alveg hræðilega. Ég er með kvíðahnút í maganum og það er aðallega út af þessari óvissu. Ég veit ekki hversu alvarlegt þetta er. Ég veit ekki hvort ég megi fara út þannig að þetta er rosalega óþægilegt,“ sagði Anna.
Íslendingar erlendis Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjögur ný tilfelli Covid-19 greinst í Bretlandi Fjögur ný tilfelli Covid-19 veirunnar hafa nú greinst í Bretlandi eftir að farþegar sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess greindust með veiruna. 23. febrúar 2020 16:30 50 þúsund manns á Ítalíu beðnir um að halda kyrru fyrir heima Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu. 23. febrúar 2020 09:18 Rússar neita því að þeir kenni Bandaríkjunum um Covid-19 á samfélagsmiðlum Bandarísk yfirvöld fullyrða að samfélagsmiðlareikningar tengdir rússneskum stjórnvöldum hafi undanfarið deilt færslum þar sem Bandaríkjamenn eru sakaðir um að hafa komið faraldrinum af stað. 23. febrúar 2020 15:57 Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Fjögur ný tilfelli Covid-19 greinst í Bretlandi Fjögur ný tilfelli Covid-19 veirunnar hafa nú greinst í Bretlandi eftir að farþegar sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess greindust með veiruna. 23. febrúar 2020 16:30
50 þúsund manns á Ítalíu beðnir um að halda kyrru fyrir heima Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu. 23. febrúar 2020 09:18
Rússar neita því að þeir kenni Bandaríkjunum um Covid-19 á samfélagsmiðlum Bandarísk yfirvöld fullyrða að samfélagsmiðlareikningar tengdir rússneskum stjórnvöldum hafi undanfarið deilt færslum þar sem Bandaríkjamenn eru sakaðir um að hafa komið faraldrinum af stað. 23. febrúar 2020 15:57
Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46