Fótbolti

Sjáðu þrennu Jota, þrumu­fleyg Jesus og mörkin mikil­vægu hjá Real

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jota hefur heldur betur slegið í gegn eftir að hann var keyptur til Liverpool í september.
Jota hefur heldur betur slegið í gegn eftir að hann var keyptur til Liverpool í september. Emilio Andreoli/Getty Images)

Liverpool og Manchester City eru með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar í Meistaradeildinni. Real Madrid vann svo afar mikilvægan sigur á Inter á heimavelli.

Ensku meistararnir í Liverpool gengu frá Atalanta. Flestir bjuggust við spennandi og skemmtilegum leik en það varð ekki raunin. Liverpool gekk frá Ítölunum og lokatölur urðu 5-0.

Diogo Jota hefur gert það gott að undanförnu og hann þakkaði fyrir byrjunarliðssæti með þremur mörkum. Mohamed Salah og Sadio Mane skoruðu svo sitt hvort markið.

Manchester City vann 3-0 sigur á Olympiakos á heimavelli. Fernan Torres kom City yfir í fyrri hálfleik en Gabriel Jesus og Joao Cancelo bættu við mörkum í síðari hálfleik.

Á Spáni vann Real Madrid dramatískan 3-2 sigur á Inter. Eftir að hafa komist í 2-0 með mörkum frá Karim Benzema og Sergio Ramos komu Ítalarnir til baka. Rodrygo skoraði svo sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok.

Mörkin úr þessum þremur leikjum má sjá hér að neðan.

Klippa: Real Madrid - Inter 3-2
Klippa: Man. City - Olympiakos
Klippa: Atalanta - Liverpool 0-5

Tengdar fréttir

Sýning hjá Liverpool í Bergamo

Liverpool gerði góða ferð og rúmlega það til Bergamo á Ítalíu í kvöld en ensku meistararnir burstuðu Atalanta 5-0 í D-riðli Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×