Fótbolti

KSÍ sendir beint út frá vinnustofu um verndun og velferð barna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Knattspyrnustúlka í Val fagnar góðu gengi.
Knattspyrnustúlka í Val fagnar góðu gengi. vísir/vilhelm

Það skiptir miklu máli að hugsa vel og hlúa af yngstu iðkendunum í knattspyrnu sem og í öðrum íþróttum. Knattspyrnusamband Íslands ætlar hér eftir að taka fastar á þeim málum.

Knattspyrnusamband Íslands hefur sett þá kröfu á félög sín í gegnum leyfiskerfið að þau skuli móta sér stefnu og leiðbeiningar um verndun og velferð barna. Um er að ræða nýtt skilyrði sem tók gildi fyrir keppnistímabilið 2020. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu sambandsins.

Í dag, Fimmtudaginn 6. febrúar verður vinnustofa á þriðju hæð í höfuðstöðvum KSÍ frá klukkan eitt til fjögur. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra jafnréttisskóla Reykjavíkur og fyrrum formaður knattspyrnudeildar Fylkis, og Sema Erla Serdar frá Æskulýðsvettvanginum munu bæði verða með erindi á vinnustofunni.  

Markmiðið er að í lok vinnustofurnar séu öll félög með skýra mynd hvernig þau geta sett upp stefnu um verndun og velferð barna. Félög utan leyfikerfis eru einnig hvött til að senda fulltrúa á vinnustofuna.

Æskilegt er að aðeins ein stefna um Verndun og velferð barna sé hjá hverju félagi, en ekki hjá hverri deild fyrir sig innan félags. Því bjóðum við ykkur að senda einnig fulltrúa annarra deilda innan félagsins á vinnustofuna.

Bein útsending verður frá vinnustofunni á miðlum KSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×