Fótbolti

„Ég vil bara halda á­fram að þróa leik minn“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Saka skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli við Benfica í kvöld.
Saka skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli við Benfica í kvöld. Paolo Bruno/Getty Images

Bukayo Saka skoraði jöfnunarmark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins gegn Benfica í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Hann sagði í viðtali eftir leik að Arsenal hefði verið betri aðilinn og átt skilið að vinna.

„Við fengum fullt af færum og stjórnuðum öllum leiknum. Þeir fengu heppnisvítaspyrnu sem ég held að hafi ekki verið víti. Við urðum að bregðast vel við,“ sagði markaskorarinn að leik loknum.

„Þetta var gott samspil (í markinu). Við náðum að færa boltann vel og ég afgreiddi færið vel svo ég er mjög ánægður með markið. Mér líður eins og ég sé að bæta mig í hverjum leik. Ég er að reyna sýna mig, reyna að læra og hlusta á stjórann því hann gefur mér frábær ráð.“

„Ég er þakklátur með að hafa gott lið og góða fjölskyldu í kringum mig. Ég vil bara halda áfram að þróa leik minn.“

„Þetta snýst um að stjórna leiknum. Á síðasta ári þegar duttum við út gegn Olympiakos fengum við á okkur kjánalegt mark. Við megum ekki gera nein mistök því ef við gerum það þá erum við að gera okkur erfiðara fyrir,“ sagði Saka að endingu.

Síðari leikur liðanna fer fram á fimmtudaginn eftir viku og verður í beini útsendingu Stöð 2 Sport.


Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

Jafnt hjá Arsenal í Róm | Molde kom til baka gegn Hoffenheim

Arsenal náði 1-1 jafntefli í fyrri leik liðsins gegn Benfica í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Björn Bergmann Sigurðarson og félagar í Molde gerðu 3-3 jafntefli við Hoffenheim. Hér að neðan má sjá önnur úrslit kvöldsins.

Man United í góðum málum eftir fyrri leikinn

Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær í Manchester United eru í góðum málum eftir fyrri leik liðsins gegn Real Sociedad í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Unnu þeir leikinn 4-0 og eru því í kjörstöðu fyrir síðari leik liðanna sem fram fer á Old Trafford eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×