Sportið í dag: Fengu leikmenn að velja hvort þeir spiluðu með A- eða U-21 árs landsliðinu? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2021 10:30 Úr leik með U-21 árs landsliðinu í undankeppni EM. vísir/vilhelm Strákarnir í Sportinu í dag veltu því fyrir hvort leikmenn sem eru bæði gjaldgengir í A- og U-21 árs landslið Íslands í fótbolta hefðu fengið að velja hvoru landsliðinu þeir spiluðu með í þessum mánuði. Hópur U-21 árs landsliðsins fyrir EM í Ungverjalandi var birtur í gær þótt KSÍ hafi ætlað að kynna hann á fimmtudaginn. Athygli vakti að Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson voru ekki í EM-hópnum en þeir verða þá væntanlega með A-landsliðinu í þremur leikjum þess í undankeppni HM 2022. Leikirnir fara fram sömu daga og leikir U-21 árs landsliðsins á EM. „Það hlýtur að vera niðurstaðan að Alfons og Arnór verði með A-landsliðinu. Síðan sjáum við stráka sem hafa verið í hópnum hjá A-landsliðinu undanfarna mánuði sem eru í U-21 árs liðinu,“ sagði Guðmundur Benediktsson sem leysti Kjartan Atla Kjartansson af í Sportinu í dag. „Ég heyrði einhvers staðar orðróm um það, og sel það ekki dýrara en ég keypti það, þessir leikmenn sem eru gjaldgengir í þessa keppni hafi fengið val hvort þeir vildu fara með U-21 árs eða A-landsliðinu, því þeir hafi allir verið inni í myndinni.“ Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson sögðust finna til með nýjum þjálfara U-21 árs landsliðsins, Davíð Snorra Jónassyni, sem fær afar knappan tíma til að undirbúa fyrstu leiki liðsins undir sinni stjórn. „Það eru engir leikir og hann þarf að vinna með það sem búið var að gera,“ sagði Henry Birgir. Hann sagði að ef leikmenn hafi fengið að velja milli landsliða minni það á þegar gullkynslóðin svokallaða spilaði frekar leiki í umspili um sæti á EM en leiki með A-landsliðinu. „Stóri munurinn er að A-landsliðið er að byrja nýja undankeppni en á þessum tíma var það í einhverju þroti í sinni undankeppni. Það var auðveldara að setja alla á stórmótið og Óli Jóh var svo bara brjálaður að fá ekki strákana,“ sagði Henry Birgir. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. EM U21 í fótbolta 2021 HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Stóru spurningarnar sem Arnar, Lars og Eiður Smári munu svara í vikunni Fyrsti landsliðshópur Arnars Þórs Viðarssonar mun svala forvitni margra sem hafa verið að pæla í því hvaða stefnu hann ætlar að taka nú þegar gullaldarlið Íslands er að hefja endasprett sinn í landsliðsbúningnum. Vísir skoðaði nokkrar spurningar sem brenna á fótboltaáhugafólki við þessi tímamót. 16. mars 2021 10:01 „Veit ekki alveg af hverju þeir birta þetta“ „Þetta eru drög,“ segir Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, um EM-hópinn sem UEFA hefur birt á heimasíðu sinni. Enn geti orðið breytingar á hópnum. 16. mars 2021 09:45 UEFA birti EM-hóp Íslands á undan KSÍ: Ísak, Mikael og Jón Dagur með Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson eru allir í EM-hópi U21-landsliðsins í fótbolta sem fer til Ungverjalands í næstu viku. UEFA hefur nú birt hópinn, tveimur dögum fyrir blaðamannafund nýja landsliðsþjálfarans. 16. mars 2021 08:49 Danir í sömu stöðu og Íslendingar: „Mjög óheppilegt“ Danir tilkynntu í gær hvaða leikmenn fara með U21 árs landsliðinu á EM og mæta þar meðal annars Íslandi sem og hvaða leikmenn munu taka þátt í undankeppninni með A-landsliðinu. 16. mars 2021 07:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Hópur U-21 árs landsliðsins fyrir EM í Ungverjalandi var birtur í gær þótt KSÍ hafi ætlað að kynna hann á fimmtudaginn. Athygli vakti að Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson voru ekki í EM-hópnum en þeir verða þá væntanlega með A-landsliðinu í þremur leikjum þess í undankeppni HM 2022. Leikirnir fara fram sömu daga og leikir U-21 árs landsliðsins á EM. „Það hlýtur að vera niðurstaðan að Alfons og Arnór verði með A-landsliðinu. Síðan sjáum við stráka sem hafa verið í hópnum hjá A-landsliðinu undanfarna mánuði sem eru í U-21 árs liðinu,“ sagði Guðmundur Benediktsson sem leysti Kjartan Atla Kjartansson af í Sportinu í dag. „Ég heyrði einhvers staðar orðróm um það, og sel það ekki dýrara en ég keypti það, þessir leikmenn sem eru gjaldgengir í þessa keppni hafi fengið val hvort þeir vildu fara með U-21 árs eða A-landsliðinu, því þeir hafi allir verið inni í myndinni.“ Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson sögðust finna til með nýjum þjálfara U-21 árs landsliðsins, Davíð Snorra Jónassyni, sem fær afar knappan tíma til að undirbúa fyrstu leiki liðsins undir sinni stjórn. „Það eru engir leikir og hann þarf að vinna með það sem búið var að gera,“ sagði Henry Birgir. Hann sagði að ef leikmenn hafi fengið að velja milli landsliða minni það á þegar gullkynslóðin svokallaða spilaði frekar leiki í umspili um sæti á EM en leiki með A-landsliðinu. „Stóri munurinn er að A-landsliðið er að byrja nýja undankeppni en á þessum tíma var það í einhverju þroti í sinni undankeppni. Það var auðveldara að setja alla á stórmótið og Óli Jóh var svo bara brjálaður að fá ekki strákana,“ sagði Henry Birgir. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
EM U21 í fótbolta 2021 HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Stóru spurningarnar sem Arnar, Lars og Eiður Smári munu svara í vikunni Fyrsti landsliðshópur Arnars Þórs Viðarssonar mun svala forvitni margra sem hafa verið að pæla í því hvaða stefnu hann ætlar að taka nú þegar gullaldarlið Íslands er að hefja endasprett sinn í landsliðsbúningnum. Vísir skoðaði nokkrar spurningar sem brenna á fótboltaáhugafólki við þessi tímamót. 16. mars 2021 10:01 „Veit ekki alveg af hverju þeir birta þetta“ „Þetta eru drög,“ segir Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, um EM-hópinn sem UEFA hefur birt á heimasíðu sinni. Enn geti orðið breytingar á hópnum. 16. mars 2021 09:45 UEFA birti EM-hóp Íslands á undan KSÍ: Ísak, Mikael og Jón Dagur með Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson eru allir í EM-hópi U21-landsliðsins í fótbolta sem fer til Ungverjalands í næstu viku. UEFA hefur nú birt hópinn, tveimur dögum fyrir blaðamannafund nýja landsliðsþjálfarans. 16. mars 2021 08:49 Danir í sömu stöðu og Íslendingar: „Mjög óheppilegt“ Danir tilkynntu í gær hvaða leikmenn fara með U21 árs landsliðinu á EM og mæta þar meðal annars Íslandi sem og hvaða leikmenn munu taka þátt í undankeppninni með A-landsliðinu. 16. mars 2021 07:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Stóru spurningarnar sem Arnar, Lars og Eiður Smári munu svara í vikunni Fyrsti landsliðshópur Arnars Þórs Viðarssonar mun svala forvitni margra sem hafa verið að pæla í því hvaða stefnu hann ætlar að taka nú þegar gullaldarlið Íslands er að hefja endasprett sinn í landsliðsbúningnum. Vísir skoðaði nokkrar spurningar sem brenna á fótboltaáhugafólki við þessi tímamót. 16. mars 2021 10:01
„Veit ekki alveg af hverju þeir birta þetta“ „Þetta eru drög,“ segir Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, um EM-hópinn sem UEFA hefur birt á heimasíðu sinni. Enn geti orðið breytingar á hópnum. 16. mars 2021 09:45
UEFA birti EM-hóp Íslands á undan KSÍ: Ísak, Mikael og Jón Dagur með Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson eru allir í EM-hópi U21-landsliðsins í fótbolta sem fer til Ungverjalands í næstu viku. UEFA hefur nú birt hópinn, tveimur dögum fyrir blaðamannafund nýja landsliðsþjálfarans. 16. mars 2021 08:49
Danir í sömu stöðu og Íslendingar: „Mjög óheppilegt“ Danir tilkynntu í gær hvaða leikmenn fara með U21 árs landsliðinu á EM og mæta þar meðal annars Íslandi sem og hvaða leikmenn munu taka þátt í undankeppninni með A-landsliðinu. 16. mars 2021 07:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti