Arnar um fjarveru Gylfa Þórs: Slæmt að missa okkar allra besta mann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. mars 2021 18:30 Arnar segir það að sjálfsögðu mjög slæmt fyrir landsliðið að missa sinn besta mann en nýtt leikkerfi gæti hjálpað liðinu í fjarveru Gylfa Þórs. Vísir/Vilhelm/Daniel Thor Arnar Gunnlaugsson, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi þjálfari Pepsi Max-deildarliðs Víkings, ræddi fjarveru Gylfa Þórs Sigurðssonar í komandi landsleikjum Íslands við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. „Mjög slæmt að missa okkar allra besta mann. Sérstaklega á móti liði sem við munum ekki sjá mikið af boltanum. Þurfum að nýta hvert einasta fasta leikatriði og vera klókir,“ sagði Arnar um fjarveru Gylfa Þórs gegn Þýskalandi. „Gylfi er búinn að vera í toppstandi í vetur. Hann hefur sýnt gríðarlegan karakter og styrk með því að komast aftur inn í lið Everton og standa sig mjög vel. Það gæti verið til happs að við erum kannski að nýju þjálfararnir eru að breyta aðeins til og vilja spila 4-1-4-1. Við erum með leikmenn til að leysa þá stöðu mjög vel,“ bætti Arnar við. Illa hefur gengið að vinna leiki án Gylfa Þórs undanfarin ár „Einhvern tímann er allt fyrst. Það er smá bölmóður í landanum núna af því hann er ekki með en við þurfum að hætta að væla, þetta er leikur við Þjóðverja. Það er tækifæri fyrir aðra leikmenn til að stíga upp og gera eitthvað af viti. Stærra svið gerist það varla heldur en gegn Þjóðverjum á útivelli.“ „Ég hlakka til að sjá þennan leik og sérstaklega hvernig liðinu verður stillt upp því þetta er fyrsti leikurinn hjá Arnari [Þór Viðarssyni] og Eiði Smára [Guðjohnsen]. Sjá hvaða áherslur þeir verða með. Hver getur leyst stöðu Gylfa Þórs? „Ef það er 4-1-4-1 þá held ég að Aron Einar [Gunnarsson, fyrirliði] verði aftastur á miðju og þá ertu með tvær áttur sem ég held að verði Guðlaugur Victor [Pálsson] og Birkir [Bjarnason]. Mögulega færi Albert [Guðmundsson] á vinstri kantinn og Jóhann Berg [Guðmundsson] á þann hægri. Svo er þetta spurning hvort Kolbeinn [Sigþórsson] eða Jón Daði [Böðvarsson] verði frammi.“ „Að breyta þessu kerfi hjálpar aðeins til við að missa Gylfa út. Þá ertu ekki með þessa eiginlegu tíu heldur tvær áttur fyrir framan sexuna. Það hjálpar manni að sofa aðeins betur,“ sagði Arnar að lokum varðandi vandræði Íslands þegar kemur að því að fylla skarð Gylfa Þórs. Nánar var rætt við Arnar í dag og birtist síðari hluti viðtalsins síðar í kvöld. Klippa: Arnar Gunnlaugs, fyrri hluti Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
„Mjög slæmt að missa okkar allra besta mann. Sérstaklega á móti liði sem við munum ekki sjá mikið af boltanum. Þurfum að nýta hvert einasta fasta leikatriði og vera klókir,“ sagði Arnar um fjarveru Gylfa Þórs gegn Þýskalandi. „Gylfi er búinn að vera í toppstandi í vetur. Hann hefur sýnt gríðarlegan karakter og styrk með því að komast aftur inn í lið Everton og standa sig mjög vel. Það gæti verið til happs að við erum kannski að nýju þjálfararnir eru að breyta aðeins til og vilja spila 4-1-4-1. Við erum með leikmenn til að leysa þá stöðu mjög vel,“ bætti Arnar við. Illa hefur gengið að vinna leiki án Gylfa Þórs undanfarin ár „Einhvern tímann er allt fyrst. Það er smá bölmóður í landanum núna af því hann er ekki með en við þurfum að hætta að væla, þetta er leikur við Þjóðverja. Það er tækifæri fyrir aðra leikmenn til að stíga upp og gera eitthvað af viti. Stærra svið gerist það varla heldur en gegn Þjóðverjum á útivelli.“ „Ég hlakka til að sjá þennan leik og sérstaklega hvernig liðinu verður stillt upp því þetta er fyrsti leikurinn hjá Arnari [Þór Viðarssyni] og Eiði Smára [Guðjohnsen]. Sjá hvaða áherslur þeir verða með. Hver getur leyst stöðu Gylfa Þórs? „Ef það er 4-1-4-1 þá held ég að Aron Einar [Gunnarsson, fyrirliði] verði aftastur á miðju og þá ertu með tvær áttur sem ég held að verði Guðlaugur Victor [Pálsson] og Birkir [Bjarnason]. Mögulega færi Albert [Guðmundsson] á vinstri kantinn og Jóhann Berg [Guðmundsson] á þann hægri. Svo er þetta spurning hvort Kolbeinn [Sigþórsson] eða Jón Daði [Böðvarsson] verði frammi.“ „Að breyta þessu kerfi hjálpar aðeins til við að missa Gylfa út. Þá ertu ekki með þessa eiginlegu tíu heldur tvær áttur fyrir framan sexuna. Það hjálpar manni að sofa aðeins betur,“ sagði Arnar að lokum varðandi vandræði Íslands þegar kemur að því að fylla skarð Gylfa Þórs. Nánar var rætt við Arnar í dag og birtist síðari hluti viðtalsins síðar í kvöld. Klippa: Arnar Gunnlaugs, fyrri hluti
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira