Einkunnir Íslands á móti Armeníu: Margir féllu á prófinu í kvöld Íþróttadeild skrifar 28. mars 2021 18:29 Jón Daði Böðvarsson reynir skalla í átta að marki Armena. Jón Daði fékk bestu færi íslenska liðsins í leiknum og mark í þeim færum hefði breytt miklu í kvöld. EPA-EFE/VAHRAM BAGHDASARYAN Íslensku strákarnir eru stigalausir eftir tvo leiki og frammistaða liðsins í Armeníu var alls ekki nógu góð. Það er ekki oft sem íslenska liðið tapar leik á baráttu og vilja. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er stigalaust eftir tvo fyrstu leiki sína í undankeppni HM 2022 eftir 2-0 tap á móti Armeníu í Jerevan í kvöld. Armenar eru með fullt hús og búnir að taka góða forystu á Ísland í baráttunni um sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Íslenska liðið náði ekki að nýta sér góða byrjun og tak á leiknum framan af en það fóru líka góð færi forgörðum áður en Armenar fengu mark á silfurfati. Seinna markið kom síðan úr skyndisókn eftir að íslenska liðið tapaði boltanum í lofandi sókn. Það var kannski mest sláandi var að íslensku strákarnir litu út fyrir að tapa slagnum þegar kom að baráttugleði og grimmd þar sem íslenska liðið er vanalega á heimavelli í leikjum sínum. Heimamenn fengu aukakraft eftir því sem leið á leikinn og lönduðu stigunum þar sem þeir litu út fyrir að langa meira í sigurinn. Einkunnagjöf Íslands fyrir Armenía - Ísland Byrjunarliðið: Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Átti að gera miklu betur í fyrra markinu. Vissulega óvænt skot en ekki fast og lengst utan úr teig. Fékk ekki mörg krefjandi skot á sig fyrir utan mörkin tvö. Gat mun minna gert í seinna markinu. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 4 Gerði fá mistök í fyrri hálfleiknum, stóð vaktina þá vel og reyndi að hjálpa til í uppbyggingu sóknarleiksins. Sofnaði á verðinum í seinna markinu og náði ekki að fylgja eftir ágætum fyrri hálfleik. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 4 Náði ekki alveg að fylgja eftir góðri frammistöðu á móti Þjóðverjum. Var ljónheppinn að gefa ekki mark á 51. mínútu en Kári kom honum þá til bjargar. Kári Árnason, miðvörður 5 Var lengstum traustur í vörninni og gerði nokkrum sinnum vel í að stoppa upphlaup Armena. Bæði mörkin komu í gegnum pressuleysi frá bakvörðunum og þegar Kári var ekki í hjálpinni. Kári var besti varnarmaður íslenska liðsins í leiknum. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 4 Fékk gult spjald snemma sem var ekki að auðvelda fyrir honum hlutina. Átti fyrsta alvöru skotið í leiknum sem varnarmaður Armena kom framhjá samskeytunum. Leit ágætlega út þegar íslenska liðið var með góð tök í upphafi leiks en datt niður eins og svo margir. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri vængmaður 6 Mjög ógnandi þegar liðið var að spila best á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Sýndi þá vissulega gæðin sín en því miður kom ekki mark út úr því. Náði ekki alveg að halda út þegar leið á leikinn og var orðinn mjög þreyttur í seinni hálfleiknum. Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 4 Komst betur í takt við leikinn til að byrja með heldur en á móti Þýskalandi og fékk mikið boltann í uppspilinu. Seinni hálfleikurinn var aftur á móti alls ekki góður og hann bauð upp á annað markið á silfurfati með því að fljúga á hausinn fyrir framan vítateig Armena og bæði missa boltann sem og vera hvergi nærri til að verjast skyndisókninni. Birkir Bjarnason, miðjumaður 4 Var kominn inn á miðjuna þar sem hann endaði Þýskalandsleikinn. Var hins vegar aldrei almennilega með í spili íslenska liðsins. Þarf að komast miklu meira í boltann inn á miðjunni og hjálpa liðinu mun meira. Gerir engin stór mistök varnarlega en þarf að taka meiri ábyrgð í sóknarleiknum. Arnór Sigurðsson, miðjumaður 4 Fékk slæmt höfuðhögg um miðjan fyrri hálfleik en hélt áfram. Var mjög nálægt því að búa til frábært færi fyrir Jón Daða í lok fyrri hálfleiks. Heilt yfir þá gekk ekki nógu vel hjá honum hvort sem var að vinna boltann eða halda boltanum.' Albert Guðmundsson, vinstri vængmaður 4 Albert var að reyna að búa til eitthvað í sókninni en varnarlega var hann afleitur. Það verst af öllu var að Albert fékk gult spjald fyrir leikaraskap og er því í banni á móti Liechtenstein á miðvikudaginn í leik þar sem var tækifæri fyrir hann að blómstra. Jón Daði Böðvarsson, framherji 5 Vinnusamur eins og vanalega. Var líka mun nær því að skora en í síðasta leik og þá sérstaklega á 58. mínútu þegar hann gerði mjög vel að koma sér í flott færi. Gat gefið boltann á Kolbein eða Birki en skaut sjálfur og lét verja frá sér. Jón Daði fékk líka fínt færi stuttu síðar en skaut þá framhjá. Varamenn: Kolbeinn Sigþórsson kom inn á fyrir Arnór á 55. Mínútu 4 Var fljótur að komast í boltana í teignum eftir að hann kom inn á völlinn en því miður nýtti hann skallafærin sín ekki vel. Eftir ágætar upphafsmínútur komst hann lítið í fyrirgjafirnar eftir það. Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á fyrir Jón Daða á 77. mínútu Lék of lítiðArnór Ingvi Traustason kom inn á fyrir Jóhann Berg á 77. mínútu Lék of lítiðGuðlaugur Victor Pálsson kom inn á fyrir Birkir Bjarnason á 84. mínútu Lék of lítið HM 2022 í Katar Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er stigalaust eftir tvo fyrstu leiki sína í undankeppni HM 2022 eftir 2-0 tap á móti Armeníu í Jerevan í kvöld. Armenar eru með fullt hús og búnir að taka góða forystu á Ísland í baráttunni um sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Íslenska liðið náði ekki að nýta sér góða byrjun og tak á leiknum framan af en það fóru líka góð færi forgörðum áður en Armenar fengu mark á silfurfati. Seinna markið kom síðan úr skyndisókn eftir að íslenska liðið tapaði boltanum í lofandi sókn. Það var kannski mest sláandi var að íslensku strákarnir litu út fyrir að tapa slagnum þegar kom að baráttugleði og grimmd þar sem íslenska liðið er vanalega á heimavelli í leikjum sínum. Heimamenn fengu aukakraft eftir því sem leið á leikinn og lönduðu stigunum þar sem þeir litu út fyrir að langa meira í sigurinn. Einkunnagjöf Íslands fyrir Armenía - Ísland Byrjunarliðið: Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Átti að gera miklu betur í fyrra markinu. Vissulega óvænt skot en ekki fast og lengst utan úr teig. Fékk ekki mörg krefjandi skot á sig fyrir utan mörkin tvö. Gat mun minna gert í seinna markinu. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 4 Gerði fá mistök í fyrri hálfleiknum, stóð vaktina þá vel og reyndi að hjálpa til í uppbyggingu sóknarleiksins. Sofnaði á verðinum í seinna markinu og náði ekki að fylgja eftir ágætum fyrri hálfleik. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 4 Náði ekki alveg að fylgja eftir góðri frammistöðu á móti Þjóðverjum. Var ljónheppinn að gefa ekki mark á 51. mínútu en Kári kom honum þá til bjargar. Kári Árnason, miðvörður 5 Var lengstum traustur í vörninni og gerði nokkrum sinnum vel í að stoppa upphlaup Armena. Bæði mörkin komu í gegnum pressuleysi frá bakvörðunum og þegar Kári var ekki í hjálpinni. Kári var besti varnarmaður íslenska liðsins í leiknum. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 4 Fékk gult spjald snemma sem var ekki að auðvelda fyrir honum hlutina. Átti fyrsta alvöru skotið í leiknum sem varnarmaður Armena kom framhjá samskeytunum. Leit ágætlega út þegar íslenska liðið var með góð tök í upphafi leiks en datt niður eins og svo margir. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri vængmaður 6 Mjög ógnandi þegar liðið var að spila best á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Sýndi þá vissulega gæðin sín en því miður kom ekki mark út úr því. Náði ekki alveg að halda út þegar leið á leikinn og var orðinn mjög þreyttur í seinni hálfleiknum. Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 4 Komst betur í takt við leikinn til að byrja með heldur en á móti Þýskalandi og fékk mikið boltann í uppspilinu. Seinni hálfleikurinn var aftur á móti alls ekki góður og hann bauð upp á annað markið á silfurfati með því að fljúga á hausinn fyrir framan vítateig Armena og bæði missa boltann sem og vera hvergi nærri til að verjast skyndisókninni. Birkir Bjarnason, miðjumaður 4 Var kominn inn á miðjuna þar sem hann endaði Þýskalandsleikinn. Var hins vegar aldrei almennilega með í spili íslenska liðsins. Þarf að komast miklu meira í boltann inn á miðjunni og hjálpa liðinu mun meira. Gerir engin stór mistök varnarlega en þarf að taka meiri ábyrgð í sóknarleiknum. Arnór Sigurðsson, miðjumaður 4 Fékk slæmt höfuðhögg um miðjan fyrri hálfleik en hélt áfram. Var mjög nálægt því að búa til frábært færi fyrir Jón Daða í lok fyrri hálfleiks. Heilt yfir þá gekk ekki nógu vel hjá honum hvort sem var að vinna boltann eða halda boltanum.' Albert Guðmundsson, vinstri vængmaður 4 Albert var að reyna að búa til eitthvað í sókninni en varnarlega var hann afleitur. Það verst af öllu var að Albert fékk gult spjald fyrir leikaraskap og er því í banni á móti Liechtenstein á miðvikudaginn í leik þar sem var tækifæri fyrir hann að blómstra. Jón Daði Böðvarsson, framherji 5 Vinnusamur eins og vanalega. Var líka mun nær því að skora en í síðasta leik og þá sérstaklega á 58. mínútu þegar hann gerði mjög vel að koma sér í flott færi. Gat gefið boltann á Kolbein eða Birki en skaut sjálfur og lét verja frá sér. Jón Daði fékk líka fínt færi stuttu síðar en skaut þá framhjá. Varamenn: Kolbeinn Sigþórsson kom inn á fyrir Arnór á 55. Mínútu 4 Var fljótur að komast í boltana í teignum eftir að hann kom inn á völlinn en því miður nýtti hann skallafærin sín ekki vel. Eftir ágætar upphafsmínútur komst hann lítið í fyrirgjafirnar eftir það. Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á fyrir Jón Daða á 77. mínútu Lék of lítiðArnór Ingvi Traustason kom inn á fyrir Jóhann Berg á 77. mínútu Lék of lítiðGuðlaugur Victor Pálsson kom inn á fyrir Birkir Bjarnason á 84. mínútu Lék of lítið
HM 2022 í Katar Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti