Mun óvænt hetja PSG frá síðustu leiktíð bíta liðið í rassinn í kvöld? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. apríl 2021 14:00 Eric Maxim Choupo-Moting gæti óvænt verið í byrjunarliði Bayern í kvöld. EPA-EFE/LUKAS BARTH-TUTTAS Í kvöld mætast Evrópumeistarar Bayern og Paris Saint-Germain í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðin mættust í úrslitum á síðustu leiktíð þar sem Bayern hafði betur 1-0 þökk sé marki Kingsley Coman. Jean-Eric Maxim Choupo-Moting, fyrrum leikmaður Hamburger, Mainz 05, Schalke 04 og Stoke City, var hins vegar óvænt hetja PSG í 8-liða úrslitum er hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma í 2-1 sigri á Atalanta. Choupo-Moting leikur í dag með Bayern og gæti fengið óvænt tækifæri í kvöld þar sem Evrópumeistararnir eru án nokkurra leikmanna. Choupo-Moting tryggði PSG sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð.EPA-EFE/David Ramos Aðstæður undir lok síðasta tímabils voru vægast sagt undarlegar vegna kórónufaraldursins. Síðustu leikir Meistaradeildarinnar fóru allir fram í Portúgal og var aðeins einn leikur í 8-liða sem og undanúrslitum. Nú eru hlutirnir aðeins eðlilegri þó enn séu einvígi í að fara fram á hlutlausum völlum þar sem sóttvarnareglur eru mismunandi land frá landi, en nóg um það. Gönguferð í garðinum fyrir Bæjara? Í kvöld mætast þessi stórskemmtilegu lið en ef horft er í gengið heima fyrir ættu Bæjarar að eiga greiða leið inn í undanúrslitin. PSG lét Thomas Tuchel fara fyrr á leiktíðinni og var Mauricio Pochettino ráðinn í staðinn. Argentínumaðurinn hefur ekki náð því besta út úr Frakklandsmeisturunum ef marka má frönsku úrvalsdeildina. Þar situr Parísarliðið í 2. sæti, þremur stigum á eftir toppliði, Lille þegar sjö umferðir eru eftir. Það sem meira er, PSG hefur tapað átta af 31 deildarleik sínum á leiktíðinni. Á sama tíma er Bayern með sjö stiga forystu á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar þegar sjö umferðir eru eftir. Þó PSG eigi enn fína möguleika á að vinna frönsku deildina fjórða árið í röð – og í áttunda skiptið á síðustu níu árum – þá er alvitað að draumur eiganda PSG er að vinna þann stóra, Meistaradeild Evrópu. Til þess að það gerist þarf liðið að slá út Bayern-lið sem hefur unnið 18 af síðustu 19 leikjum sínum í keppninni. PSG á harma að hefna frá síðustu leiktíð.Michael Regan/Getty Images Bæði lið mæta „vængbrotin“ til leiks PSG getur huggað sig við það að Bæjarar verða án síns helsta markaskorara sem og nokkurra annarra leikmanna í kvöld. Gallinn er að það sama á við um PSG. Hjá Bayern er markamaskínan Robert Lewandowski frá vegna meiðsla og missir af báðum leikjum einvígisins. Pólverjinn hefur verið iðinn við kolann á þessari leiktíð líkt og undanfarin ár. Hann var kominn með fimm mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni áður en hann meiddist ásamt 35 í aðeins 25 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni. Evrópumeistararnir verða einnig án Serge Gnabry sem greindist með Covid-19 á dögunum sem og Corentin Tolisso og Douglas Costa. Þó leikmannahópur Bayern sé ógnarsterkur hefur það áhrif að missa svo marga gæða leikmenn út. Stærsta spurningin er hver mun leysa Lewandowski af hólmi. Mögulegt er að Leroy Sané fari upp í fremstu línu. Hinn eldfljóti Alphonso Davies færi þá á vinstri vænginn og Lucas Hernández í vinstri bakvörðinn. Hin lausnin er svo auðvitað sú að hinn 32 ára gamli Jean-Eric Maxim Choupo-Moting verði í byrjunarliði Bayern. Hann var hetja PSG í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili og hver veit nema hann verði hetja Bayern á þessari leiktíð. PSG er einnig í meiðsla- og Covid-vandræðum. Marco Veratti og Alessandro Florenzi greindust með kórónuveiruna á dögunum. Juan Bernat er frá vegna meiðsla og Leandro Paredes er í leikbann. Þá eru Danilo Pereira, Mauro Icardi og Layvin Kurzawa allir tæpir fyrir leik kvöldsins. Leikur Bayern Munchen og PSG hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á sama tíma hefst leikur Chelsea og Porto sem verður sýndur á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Sport Fékk ráð frá Zelenskyj fyrir bardagann á móti Fury Sport Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn Fleiri fréttir „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Sjá meira
Jean-Eric Maxim Choupo-Moting, fyrrum leikmaður Hamburger, Mainz 05, Schalke 04 og Stoke City, var hins vegar óvænt hetja PSG í 8-liða úrslitum er hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma í 2-1 sigri á Atalanta. Choupo-Moting leikur í dag með Bayern og gæti fengið óvænt tækifæri í kvöld þar sem Evrópumeistararnir eru án nokkurra leikmanna. Choupo-Moting tryggði PSG sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð.EPA-EFE/David Ramos Aðstæður undir lok síðasta tímabils voru vægast sagt undarlegar vegna kórónufaraldursins. Síðustu leikir Meistaradeildarinnar fóru allir fram í Portúgal og var aðeins einn leikur í 8-liða sem og undanúrslitum. Nú eru hlutirnir aðeins eðlilegri þó enn séu einvígi í að fara fram á hlutlausum völlum þar sem sóttvarnareglur eru mismunandi land frá landi, en nóg um það. Gönguferð í garðinum fyrir Bæjara? Í kvöld mætast þessi stórskemmtilegu lið en ef horft er í gengið heima fyrir ættu Bæjarar að eiga greiða leið inn í undanúrslitin. PSG lét Thomas Tuchel fara fyrr á leiktíðinni og var Mauricio Pochettino ráðinn í staðinn. Argentínumaðurinn hefur ekki náð því besta út úr Frakklandsmeisturunum ef marka má frönsku úrvalsdeildina. Þar situr Parísarliðið í 2. sæti, þremur stigum á eftir toppliði, Lille þegar sjö umferðir eru eftir. Það sem meira er, PSG hefur tapað átta af 31 deildarleik sínum á leiktíðinni. Á sama tíma er Bayern með sjö stiga forystu á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar þegar sjö umferðir eru eftir. Þó PSG eigi enn fína möguleika á að vinna frönsku deildina fjórða árið í röð – og í áttunda skiptið á síðustu níu árum – þá er alvitað að draumur eiganda PSG er að vinna þann stóra, Meistaradeild Evrópu. Til þess að það gerist þarf liðið að slá út Bayern-lið sem hefur unnið 18 af síðustu 19 leikjum sínum í keppninni. PSG á harma að hefna frá síðustu leiktíð.Michael Regan/Getty Images Bæði lið mæta „vængbrotin“ til leiks PSG getur huggað sig við það að Bæjarar verða án síns helsta markaskorara sem og nokkurra annarra leikmanna í kvöld. Gallinn er að það sama á við um PSG. Hjá Bayern er markamaskínan Robert Lewandowski frá vegna meiðsla og missir af báðum leikjum einvígisins. Pólverjinn hefur verið iðinn við kolann á þessari leiktíð líkt og undanfarin ár. Hann var kominn með fimm mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni áður en hann meiddist ásamt 35 í aðeins 25 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni. Evrópumeistararnir verða einnig án Serge Gnabry sem greindist með Covid-19 á dögunum sem og Corentin Tolisso og Douglas Costa. Þó leikmannahópur Bayern sé ógnarsterkur hefur það áhrif að missa svo marga gæða leikmenn út. Stærsta spurningin er hver mun leysa Lewandowski af hólmi. Mögulegt er að Leroy Sané fari upp í fremstu línu. Hinn eldfljóti Alphonso Davies færi þá á vinstri vænginn og Lucas Hernández í vinstri bakvörðinn. Hin lausnin er svo auðvitað sú að hinn 32 ára gamli Jean-Eric Maxim Choupo-Moting verði í byrjunarliði Bayern. Hann var hetja PSG í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili og hver veit nema hann verði hetja Bayern á þessari leiktíð. PSG er einnig í meiðsla- og Covid-vandræðum. Marco Veratti og Alessandro Florenzi greindust með kórónuveiruna á dögunum. Juan Bernat er frá vegna meiðsla og Leandro Paredes er í leikbann. Þá eru Danilo Pereira, Mauro Icardi og Layvin Kurzawa allir tæpir fyrir leik kvöldsins. Leikur Bayern Munchen og PSG hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á sama tíma hefst leikur Chelsea og Porto sem verður sýndur á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Sport Fékk ráð frá Zelenskyj fyrir bardagann á móti Fury Sport Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn Fleiri fréttir „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“