Forseti La Liga: Ofurdeildin er ekki dauð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2021 13:01 Stuðningsmenn Manchester United mótmæla hér eigendum félagsins en Glazer fjölskyldan er ekki vinsæl í þeirra hópi. Getty/Andy Barton Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar varaði menn í fótboltaheiminum við því að Ofurdeildarhugmyndin sé ekki dauð. Hann gagnrýndi um leið hin strönduðu félög Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir reyna enn að kenna okkur að fótboltinn þurfa að koma inn í nútímann. Tebas hefur talað gegn Ofurdeildinni síðan að hún var kynnt í apríl og hélt í vikunni ræðu í Madrid á fundi hjá samtaka deildanna í Evrópu. „Það sem pirrar mig mest persónulega er að þessi félög halda að við séum barnaleg og vitlaus. Það sem þau reyndu að gera var valdarán gegn evrópskum fótbolta,“ sagði Javier Tebas. LaLiga president Javier Tebas praises English football for stopping the European Super League https://t.co/Zfb0GUuSu0— MailOnline Sport (@MailSport) May 27, 2021 Knattspyrnusamband Evrópu hóf í vikunni mál gegn þeim þremur félögum sem neita að gefa sig í baráttunni fyrir Ofurdeildinni en það eru fyrrnefnd Real, Barca og Juventus. Þetta eru þrjú af tólf stofnmeðlimum Ofurdeildarinnar en hin níu hafa öll dregið sig út úr verkefninu. Umrædd þrjú félög hafa svarað hótun UEFA og gagnrýnt sambandið sem gæti endað á að reka þau úr Meistaradeildinni fyrir næstu leiktíð. „La Liga mun virða allar þær ákvarðanir sem UEFA mun taka hvort sem það hafi áhrif á spænsk félög eða ekki. Þetta snýst ekki um þjóðerni heldur um staðreyndir og háttsemi og þá skiptir engu máli hvort þau eru spænsk, ítölsk eða hvað sem er,“ sagði Tebas. „Í þessari yfirlýsingu sinni þá eru þessi þrjú strönduðu félög, þótt að skip þeirra séu að sökkva, enn að reyna að kenna okkur hvernig fótboltinn þurfi að komast til nútímans eða allt glatist. Florentino Perez [Forseti Real], Joan Laporta [Forseti Barcelona] og Andrea Agnelli [Framkvæmdastjóri Juventus] kenna okkur ekki neitt. Það er ekki satt að fótboltinn sé á leið til glötunar,“ sagði Tebas. Hann er líka fullviss um það að fótboltinn geti lifað án félaga eins og Real Madrid, Barcelona og Juventus. "The #UCL can survive without Real Madrid, Barcelona and Juventus"Tebas has spoken out about the Super League threehttps://t.co/eIvzYQ3NYP pic.twitter.com/yPloSZPYJq— MARCA in English (@MARCAinENGLISH) May 28, 2021 Javier Tebas hefur talað mikið um það að Gianni Infantino, forseti FIFA, sé einn af aðalmönnunum á bak við Ofurdeildina og hafi spilað lykilhlutverk á bak við tjöldin. Það er því að hans mati von á einhverju svipuðu í framtíðinni. „Ofurdeildin er ekki dauð. Ef við áttum okkur á því að Ofurdeildin sé fyrirkomulag fimmtán félaga í lokaðri deild með fimm boðsliðum og sé ætlað að koma í stað Meistaradeildarinnar þá er það einstaka dæmi dautt. En Ofurdeildin er ekki snið heldur hugmyndafræði. Hættan skapast ekki frá þessum þremur félögum heldur líka frá forseta FIFA,“ sagði Tebas. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Legia Varsjá - Chelsea | Bláir í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Sjá meira
Tebas hefur talað gegn Ofurdeildinni síðan að hún var kynnt í apríl og hélt í vikunni ræðu í Madrid á fundi hjá samtaka deildanna í Evrópu. „Það sem pirrar mig mest persónulega er að þessi félög halda að við séum barnaleg og vitlaus. Það sem þau reyndu að gera var valdarán gegn evrópskum fótbolta,“ sagði Javier Tebas. LaLiga president Javier Tebas praises English football for stopping the European Super League https://t.co/Zfb0GUuSu0— MailOnline Sport (@MailSport) May 27, 2021 Knattspyrnusamband Evrópu hóf í vikunni mál gegn þeim þremur félögum sem neita að gefa sig í baráttunni fyrir Ofurdeildinni en það eru fyrrnefnd Real, Barca og Juventus. Þetta eru þrjú af tólf stofnmeðlimum Ofurdeildarinnar en hin níu hafa öll dregið sig út úr verkefninu. Umrædd þrjú félög hafa svarað hótun UEFA og gagnrýnt sambandið sem gæti endað á að reka þau úr Meistaradeildinni fyrir næstu leiktíð. „La Liga mun virða allar þær ákvarðanir sem UEFA mun taka hvort sem það hafi áhrif á spænsk félög eða ekki. Þetta snýst ekki um þjóðerni heldur um staðreyndir og háttsemi og þá skiptir engu máli hvort þau eru spænsk, ítölsk eða hvað sem er,“ sagði Tebas. „Í þessari yfirlýsingu sinni þá eru þessi þrjú strönduðu félög, þótt að skip þeirra séu að sökkva, enn að reyna að kenna okkur hvernig fótboltinn þurfi að komast til nútímans eða allt glatist. Florentino Perez [Forseti Real], Joan Laporta [Forseti Barcelona] og Andrea Agnelli [Framkvæmdastjóri Juventus] kenna okkur ekki neitt. Það er ekki satt að fótboltinn sé á leið til glötunar,“ sagði Tebas. Hann er líka fullviss um það að fótboltinn geti lifað án félaga eins og Real Madrid, Barcelona og Juventus. "The #UCL can survive without Real Madrid, Barcelona and Juventus"Tebas has spoken out about the Super League threehttps://t.co/eIvzYQ3NYP pic.twitter.com/yPloSZPYJq— MARCA in English (@MARCAinENGLISH) May 28, 2021 Javier Tebas hefur talað mikið um það að Gianni Infantino, forseti FIFA, sé einn af aðalmönnunum á bak við Ofurdeildina og hafi spilað lykilhlutverk á bak við tjöldin. Það er því að hans mati von á einhverju svipuðu í framtíðinni. „Ofurdeildin er ekki dauð. Ef við áttum okkur á því að Ofurdeildin sé fyrirkomulag fimmtán félaga í lokaðri deild með fimm boðsliðum og sé ætlað að koma í stað Meistaradeildarinnar þá er það einstaka dæmi dautt. En Ofurdeildin er ekki snið heldur hugmyndafræði. Hættan skapast ekki frá þessum þremur félögum heldur líka frá forseta FIFA,“ sagði Tebas.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Legia Varsjá - Chelsea | Bláir í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti