„Þessi mál hefur borið á góma áður“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2021 17:01 Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið í starfi hjá KSÍ síðan hann tók við sem aðstoðarlandsliðsþjálfari U21-landsliðsins árið 2019. vísir/vilhelm Guðni Bergsson, formaður KSÍ, kveðst bjartsýnn á að Eiður Smári Guðjohnsen komi af fullum krafti aftur inn sem aðstoðarlandsliðsþjálfari í haust. Þeir hafa þó áður þurft að ræða saman vegna áfengisneyslu Eiðs. Eiður er kominn í tímabundið leyfi frá störfum hjá KSÍ og hefur fengið skriflega áminningu, eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðborg Reykjavíkur fór í dreifingu á samfélagsmiðlum um síðustu helgi. Eiður kom heim frá Póllandi á miðvikudaginn í síðustu viku, eftir landsleikina þrjá við Mexíkó, Færeyjar og Pólland. Guðni segir Eið vera fullbólusettan og því ekki hafa verið að rjúfa sóttkví þegar hann fór út á lífið um helgina, þar sem myndband var tekið af honum kasta af sér vatni á almannafæri. Í yfirlýsingu KSÍ og Eiðs í dag kemur ekki skýrt fram hvort að Eiður muni fara í áfengismeðferð. Þar segir þó að KSÍ lýsi yfir stuðningi við Eið Smára og „hans ákvörðun um að leita sér hjálpar“. „Á lífsleið okkar þurfum við öll að taka á ýmsum persónulegum málum, og ég mun svo sannarlega taka á mínum,“ sagði Eiður í yfirlýsingu. Íþróttadeild hefur ekki náð tali af Eiði en Guðni segir það aðeins vera Eiðs að svara því hvort hann sé á leið í meðferð: „Ég held að þetta mál sé þess eðlis að hann verði að svara fyrir það, ef hann svo kýs. Hann þarf ekki að svara neinum nema sínum vinnuveitendum en ef hann vill gera það opinberlega þá gerir hann það.“ „Ekki eðlilegt að ég tjái mig um það“ Var það þá ekki skýlaus krafa KSÍ að Eiður færi í áfengismeðferð, vildi hann halda starfi sínu sem aðstoðarlandsliðsþjálfari? „Ég vil ekki tjá mig um það hver okkar samskipti voru í kringum það. Ég tel ekki eðlilegt að ég tjái mig um það. Það kemur fram í yfirlýsingunni hver lendingin var í þessu máli og svo horfum við fram á veginn, og Eiður tekst á við það sem hann þarf að takast á við.“ En er Eiður sáttur við þá niðurstöðu að fara í tímabundið leyfi fram á haust? „Yfirlýsingin í dag kom af okkar beggja hálfu svo já, ég geri ráð fyrir því. En hann er auðvitað maðurinn til að svara fyrir það,“ sagði Guðni sem vildi sem minnst ræða málið þegar Vísir náði tali af honum í dag. Ákveðnar skyldur sem hann þarf að lúta Voru Arnar Þór Viðarsson og Lars Lagerbäck, starfsfélagar Eiðs í þjálfarateymi landsliðsins, hafðir með í ráðum? „Þeir í yfirstjórn KSÍ komu að þessu sem eðli málsins samkvæmt þurftu að koma að þessu. Þetta er afgreiðslan á þessu máli eftir að hafa tekið það fyrir innan okkar raða,“ sagði Guðni. Er eitthvað í samningi Eiðs við KSÍ sem bannar honum að hegða sér eins og hann gerði um helgina? „Þetta er nú bara staðlaður ráðningarsamningur. Það eru ákveðnar skyldur sem að hann þarf að lúta eins og fleiri launþegar hjá knattspyrnusambandinu og öðrum fyrirtækjum,“ sagði Guðni. Eiður virtist undir áhrifum áfengis í sjónvarpsþættinum Vellinum, í mars, þar sem rætt er um atburði helgarinnar í enska boltanum. Guðni viðurkennir að atvikið um helgina sé ekki það fyrsta sem verði til þess að hann ræði við Eið vegna mála tengdum áfengisneyslu þjálfarans. „Við höfum auðvitað rætt margt og ýmislegt í kringum hans störf, eins og gengur. Þessi mál hefur borið á góma áður jú.“ Aftur hefur áfengisneysla áhrif á starf þjálfara hjá KSÍ Eiður hlaut eins og fyrr segir skriflega áminningu. Þýðir það að hann missi starfið, hagi hann sér með svipuðum hætti aftur? „Þetta er áminning um hegðun og að hafa brugðist starfsskyldum. Aðvörun um að starfsfólk verði að gæta að sínum skyldum og hegðun,“ var það eina sem Guðni vildi segja um það. Rétt rúmlega hálft ár er síðan að áfengisneysla hafði síðast áhrif á starf landsliðsþjálfara á vegum KSÍ. Jón Þór Hauksson hætti sem þjálfari kvennalandsliðsins í desember vegna hegðunar sinnar undir áhrifum áfengis, eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM. „Það er auðvitað bara miður að þurfa að takast á við svona mál. Ég held að við þekkjum þetta vel úr okkar samfélagi, og sem betur fer þá held ég að okkar samfélag sé mjög framarlega í að takast á við þessi mál með ýmis konar meðferðarúrræðum og að ég tel almennri vitund um það að áfengisnotkun getur hentað mörgum manninum illa. Við erum sem betur fer með úrræði til að takast á við það og stöndum held ég mjög framarlega á heimsvísu hvað það varðar,“ sagði Guðni. KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Eiður er kominn í tímabundið leyfi frá störfum hjá KSÍ og hefur fengið skriflega áminningu, eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðborg Reykjavíkur fór í dreifingu á samfélagsmiðlum um síðustu helgi. Eiður kom heim frá Póllandi á miðvikudaginn í síðustu viku, eftir landsleikina þrjá við Mexíkó, Færeyjar og Pólland. Guðni segir Eið vera fullbólusettan og því ekki hafa verið að rjúfa sóttkví þegar hann fór út á lífið um helgina, þar sem myndband var tekið af honum kasta af sér vatni á almannafæri. Í yfirlýsingu KSÍ og Eiðs í dag kemur ekki skýrt fram hvort að Eiður muni fara í áfengismeðferð. Þar segir þó að KSÍ lýsi yfir stuðningi við Eið Smára og „hans ákvörðun um að leita sér hjálpar“. „Á lífsleið okkar þurfum við öll að taka á ýmsum persónulegum málum, og ég mun svo sannarlega taka á mínum,“ sagði Eiður í yfirlýsingu. Íþróttadeild hefur ekki náð tali af Eiði en Guðni segir það aðeins vera Eiðs að svara því hvort hann sé á leið í meðferð: „Ég held að þetta mál sé þess eðlis að hann verði að svara fyrir það, ef hann svo kýs. Hann þarf ekki að svara neinum nema sínum vinnuveitendum en ef hann vill gera það opinberlega þá gerir hann það.“ „Ekki eðlilegt að ég tjái mig um það“ Var það þá ekki skýlaus krafa KSÍ að Eiður færi í áfengismeðferð, vildi hann halda starfi sínu sem aðstoðarlandsliðsþjálfari? „Ég vil ekki tjá mig um það hver okkar samskipti voru í kringum það. Ég tel ekki eðlilegt að ég tjái mig um það. Það kemur fram í yfirlýsingunni hver lendingin var í þessu máli og svo horfum við fram á veginn, og Eiður tekst á við það sem hann þarf að takast á við.“ En er Eiður sáttur við þá niðurstöðu að fara í tímabundið leyfi fram á haust? „Yfirlýsingin í dag kom af okkar beggja hálfu svo já, ég geri ráð fyrir því. En hann er auðvitað maðurinn til að svara fyrir það,“ sagði Guðni sem vildi sem minnst ræða málið þegar Vísir náði tali af honum í dag. Ákveðnar skyldur sem hann þarf að lúta Voru Arnar Þór Viðarsson og Lars Lagerbäck, starfsfélagar Eiðs í þjálfarateymi landsliðsins, hafðir með í ráðum? „Þeir í yfirstjórn KSÍ komu að þessu sem eðli málsins samkvæmt þurftu að koma að þessu. Þetta er afgreiðslan á þessu máli eftir að hafa tekið það fyrir innan okkar raða,“ sagði Guðni. Er eitthvað í samningi Eiðs við KSÍ sem bannar honum að hegða sér eins og hann gerði um helgina? „Þetta er nú bara staðlaður ráðningarsamningur. Það eru ákveðnar skyldur sem að hann þarf að lúta eins og fleiri launþegar hjá knattspyrnusambandinu og öðrum fyrirtækjum,“ sagði Guðni. Eiður virtist undir áhrifum áfengis í sjónvarpsþættinum Vellinum, í mars, þar sem rætt er um atburði helgarinnar í enska boltanum. Guðni viðurkennir að atvikið um helgina sé ekki það fyrsta sem verði til þess að hann ræði við Eið vegna mála tengdum áfengisneyslu þjálfarans. „Við höfum auðvitað rætt margt og ýmislegt í kringum hans störf, eins og gengur. Þessi mál hefur borið á góma áður jú.“ Aftur hefur áfengisneysla áhrif á starf þjálfara hjá KSÍ Eiður hlaut eins og fyrr segir skriflega áminningu. Þýðir það að hann missi starfið, hagi hann sér með svipuðum hætti aftur? „Þetta er áminning um hegðun og að hafa brugðist starfsskyldum. Aðvörun um að starfsfólk verði að gæta að sínum skyldum og hegðun,“ var það eina sem Guðni vildi segja um það. Rétt rúmlega hálft ár er síðan að áfengisneysla hafði síðast áhrif á starf landsliðsþjálfara á vegum KSÍ. Jón Þór Hauksson hætti sem þjálfari kvennalandsliðsins í desember vegna hegðunar sinnar undir áhrifum áfengis, eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM. „Það er auðvitað bara miður að þurfa að takast á við svona mál. Ég held að við þekkjum þetta vel úr okkar samfélagi, og sem betur fer þá held ég að okkar samfélag sé mjög framarlega í að takast á við þessi mál með ýmis konar meðferðarúrræðum og að ég tel almennri vitund um það að áfengisnotkun getur hentað mörgum manninum illa. Við erum sem betur fer með úrræði til að takast á við það og stöndum held ég mjög framarlega á heimsvísu hvað það varðar,“ sagði Guðni.
KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira