Bayern varð þýskur meistari á síðasta tímabili og miðað við byrjunina á þessu tímabili ætlar liðið ekkert að gefa eftir í vetur.
Lina Magull skoraði tvö mörk fyrir Bayern og Carolin Simon, Lea Schuller, Hanna Glas, Maximiliane Rall, Lineth Beerensteyn (víti) og Linda Dallmann sitt markið hver.
SIEG! 8 :0 ! #FCBSVW #DieLiga
— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) August 29, 2021
In Worten: ACHT ZU NULL! #FCBFrauen pic.twitter.com/cYZ0vUVZBp
Glódís kom inn á sem varamaður á 62. mínútu, í stöðunni 4-0. Bayern skoraði síðan fjögur mörk á níu mínútna kafla.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var ekki í leikmannahópi Bayern í dag.