„Ég þakka Gumma Ben fyrir þetta“ Atli Arason skrifar 29. ágúst 2021 22:30 Höskuldur Gunnlaugsson og félagar hans í Breiðabliki eru á toppi Pepsi Max-deildarinnar. vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, átti frábæran leik í 0-7 sigrinum á Fylki í Árbænum í kvöld. Höskuldur skoraði tvö mörk en seinna mark Höskulds var afar glæsilegt. Davíð Örn Atlason, leikmaður Breiðabliks, á þá fyrirgjöf af vinstri vængnum sem fer af varnarmanni Fylkis og þaðan upp í loftið. Höskuldur er fyrstur að átta sig á aðstæðum og þrumar boltanum viðstöðulaust í fjær hornið. „Þetta var eitthvað spontant fyrstu viðbrögð. Ég ætlaði að snerta boltann fyrst en svo lá hann bara svona helvíti vel og þá rifjar maður upp gamlar volley æfingar með Gumma Ben þar sem hann niðurlægði mann með því með því að sýna sig sjálfur. Þannig ég þakka Gumma fyrir þetta,“ svarði Höskuldur, aðspurður út í seinna markið sitt. Höskuldur var ánægður með frammistöðu alla leikmanna og öllum sem koma að liðinu í kvöld. Hann þakkar nálguninni og andlega hlutanum fyrir sigurinn í kvöld. „Frábær frammistaða hjá öllum, alveg frá aftasta manni til þess fremsta.“ „Nálguninn okkar [skilar sigrinum], að sýna enga værukærð. Að æfa vel og hugsa vel um okkur milli leikja. Við erum nýkomnir úr hrinu gegn KA sem var svona toppbarátta. Það hefði verið auðvelt og skiljanlegt ef menn ætluðu ósjálfrátt að taka þessu léttara núna. Við vissum samt að Fylkir er hörku lið og þeir eru að berjast fyrir lífinu sínu. Við viljum halda standardinum okkar háum og mér fannst við gera það í dag.“ Undir lok fyrri hálfleiks var flösku kastað í áttina af Höskuldi úr stúkunni. Flaskan fór reyndar ekki í Höskuld og hann vissi raunverulega ekki að einhverju hafi verið kastað í hans átt þegar leitast var eftir svörum frá honum eftir leik. „Ég fékk bara að heyra af því. Hittu þeir þig var ég spurður, hverjir? Þá var mér sagt að einhverju hefði verið kastað. Þetta er bara gaman, þar sem þetta fór ekki í mig.“ Næsta verkefni Breiðabliks er stórleikur gegn Val á Kópavogsvelli. Höskuldur hvetur alla til að mæta á völlinn fyrir þann leik. „Það væri gaman ef það mæta hátt í 2.000 manns sem ég held að megi mæta með þessum hraðprófum og mynda alvöru stemningu eins og var í dag. Frábærir stuðningsmenn hjá báðum liðum,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki Sjá meira
Davíð Örn Atlason, leikmaður Breiðabliks, á þá fyrirgjöf af vinstri vængnum sem fer af varnarmanni Fylkis og þaðan upp í loftið. Höskuldur er fyrstur að átta sig á aðstæðum og þrumar boltanum viðstöðulaust í fjær hornið. „Þetta var eitthvað spontant fyrstu viðbrögð. Ég ætlaði að snerta boltann fyrst en svo lá hann bara svona helvíti vel og þá rifjar maður upp gamlar volley æfingar með Gumma Ben þar sem hann niðurlægði mann með því með því að sýna sig sjálfur. Þannig ég þakka Gumma fyrir þetta,“ svarði Höskuldur, aðspurður út í seinna markið sitt. Höskuldur var ánægður með frammistöðu alla leikmanna og öllum sem koma að liðinu í kvöld. Hann þakkar nálguninni og andlega hlutanum fyrir sigurinn í kvöld. „Frábær frammistaða hjá öllum, alveg frá aftasta manni til þess fremsta.“ „Nálguninn okkar [skilar sigrinum], að sýna enga værukærð. Að æfa vel og hugsa vel um okkur milli leikja. Við erum nýkomnir úr hrinu gegn KA sem var svona toppbarátta. Það hefði verið auðvelt og skiljanlegt ef menn ætluðu ósjálfrátt að taka þessu léttara núna. Við vissum samt að Fylkir er hörku lið og þeir eru að berjast fyrir lífinu sínu. Við viljum halda standardinum okkar háum og mér fannst við gera það í dag.“ Undir lok fyrri hálfleiks var flösku kastað í áttina af Höskuldi úr stúkunni. Flaskan fór reyndar ekki í Höskuld og hann vissi raunverulega ekki að einhverju hafi verið kastað í hans átt þegar leitast var eftir svörum frá honum eftir leik. „Ég fékk bara að heyra af því. Hittu þeir þig var ég spurður, hverjir? Þá var mér sagt að einhverju hefði verið kastað. Þetta er bara gaman, þar sem þetta fór ekki í mig.“ Næsta verkefni Breiðabliks er stórleikur gegn Val á Kópavogsvelli. Höskuldur hvetur alla til að mæta á völlinn fyrir þann leik. „Það væri gaman ef það mæta hátt í 2.000 manns sem ég held að megi mæta með þessum hraðprófum og mynda alvöru stemningu eins og var í dag. Frábærir stuðningsmenn hjá báðum liðum,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki Sjá meira