Vanda skoðar að láta landsliðsfólk skrifa undir samning Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2021 12:15 Vanda Sigurgeirsdóttir er til viðtals í afar veglegri grein The Athletic um krísuna innan KSÍ. vísir/Hulda Margrét Til skoðunar er að láta leikmenn landsliða Íslands í fótbolta skrifa undir samning þar sem það samþykkir að fara eftir ákveðnum reglum. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, ætlar að fara með karlalandsliðinu til Rúmeníu og Norður-Makedóníu í næsta mánuði og ræða við leikmenn þess. The Athletic birti í dag afar ítarlega grein um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins. Vanda er meðal þeirra sem blaðamaðurinn Stuart James ræddi við fyrir greinina. Vanda var kjörinn formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins í byrjun þessa mánaðar. Hún tók við starfinu af Guðna Bergssyni sem sagði af sér í lok ágúst. Í greininni segir Vanda að í forgangi sé vinna við það hvernig KSÍ taki á ásökunum um brot landsliðsfólks sem koma inn á borð sambandsins. „Ég vil að þau sem stígi fram finnist þau vera örugg og viss um að þetta sé ekki eitthvað sem við sópum undir teppið eða stingum ofan í skúffu. Við verðum að gera þetta og verðum að gera þetta rétt,“ segir Vanda. Búa til ramma Hún segir jafnframt að búa þurfi til regluverk um það hvað teljist brot, einhvers konar ramma sem hægt er að fylgja þótt hann verði eflaust alltaf umdeildur. Ein leið sem er til skoðunar er að láta landsliðsfólk skrifa undir samning þar sem það samþykkir að fara eftir ákveðnum reglum. Enginn slíkur samningur hefur verið teiknaður upp og KSÍ hefur fengið viðvaranir frá lögmönnum að sambandið gæti orðið skaðabótaskylt ef það bannar leikmönnum að mæta í landsliðsverkefni ef þeir hafa ekki verið kærðir af lögreglu. Karlalandsliðið mætir Rúmeníu og Norður-Makedóníu í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM í næsta mánuði. Vanda verður þar með í för og ætlar að ræða við leikmenn íslenska liðsins, ekki bara um skandalinn sem hefur skokið sambandið heldur allt. Talið við okkur Aðspurð um gagnrýni Jóhanns Berg Guðmundssonar á vinnubrögð KSÍ og aðra leikmenn sem kunna að vera ósáttir hvetur Vanda þá til að tala við sig. „Ég er með skilaboð til þeirra: ef þið eruð ósáttir við eitthvað, það þarf ekki að vera tengt þessum málum, komiði og talið við okkur. Það er eitt af því sem ég lofaði, að ég myndi hlusta á fólk og ræða málin.“ Nálgast má grein The Athletic með því að smella hér en kaupa þarf aðgang til að lesa hana. KSÍ HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Sjá meira
The Athletic birti í dag afar ítarlega grein um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins. Vanda er meðal þeirra sem blaðamaðurinn Stuart James ræddi við fyrir greinina. Vanda var kjörinn formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins í byrjun þessa mánaðar. Hún tók við starfinu af Guðna Bergssyni sem sagði af sér í lok ágúst. Í greininni segir Vanda að í forgangi sé vinna við það hvernig KSÍ taki á ásökunum um brot landsliðsfólks sem koma inn á borð sambandsins. „Ég vil að þau sem stígi fram finnist þau vera örugg og viss um að þetta sé ekki eitthvað sem við sópum undir teppið eða stingum ofan í skúffu. Við verðum að gera þetta og verðum að gera þetta rétt,“ segir Vanda. Búa til ramma Hún segir jafnframt að búa þurfi til regluverk um það hvað teljist brot, einhvers konar ramma sem hægt er að fylgja þótt hann verði eflaust alltaf umdeildur. Ein leið sem er til skoðunar er að láta landsliðsfólk skrifa undir samning þar sem það samþykkir að fara eftir ákveðnum reglum. Enginn slíkur samningur hefur verið teiknaður upp og KSÍ hefur fengið viðvaranir frá lögmönnum að sambandið gæti orðið skaðabótaskylt ef það bannar leikmönnum að mæta í landsliðsverkefni ef þeir hafa ekki verið kærðir af lögreglu. Karlalandsliðið mætir Rúmeníu og Norður-Makedóníu í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM í næsta mánuði. Vanda verður þar með í för og ætlar að ræða við leikmenn íslenska liðsins, ekki bara um skandalinn sem hefur skokið sambandið heldur allt. Talið við okkur Aðspurð um gagnrýni Jóhanns Berg Guðmundssonar á vinnubrögð KSÍ og aðra leikmenn sem kunna að vera ósáttir hvetur Vanda þá til að tala við sig. „Ég er með skilaboð til þeirra: ef þið eruð ósáttir við eitthvað, það þarf ekki að vera tengt þessum málum, komiði og talið við okkur. Það er eitt af því sem ég lofaði, að ég myndi hlusta á fólk og ræða málin.“ Nálgast má grein The Athletic með því að smella hér en kaupa þarf aðgang til að lesa hana.
KSÍ HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Sjá meira