Nafn Hákonar kyrjað í Köben: Ég flaug bara upp og lokaði augunum Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2021 14:30 Hákon Arnar Haraldsson hefur alveg örugglega tryggt sér fleiri tækifæri hjá þjálfaranum Jess Thorup sem hér fagnar honum í leiknum gegn Vejle í gær. Getty/Lars Ronbog „Það er ekki hægt að lýsa þessu. Þetta var frábært. Ég er svo glaður eftir þennan fyrsta leik í byrjunarliðinu,“ segir hinn 18 ára gamli Hákon Arnar Haraldsson eftir sannkallaðan draumadag í Kaupmannahöfn í gær. Skagamaðurinn efnilegi kom fyrst til FC Kaupmannahafnar sumarið 2019 en um er að ræða sannkallað stórveldi í danska fótboltanum sem spilar heimaleiki sína á Parken. Hákon var í fyrsta sinn í byrjunarliði FCK í gær þegar liðið vann 3-0 sigur gegn Vejle, skoraði eitt markanna með glæsilegum skalla og var valinn maður leiksins. „Ég var svolítið stressaður enda að spila fyrsta leik í byrjunarliðinu og fyrir framan 20 þúsund manns. En þegar maður er mættur út á völlinn þá fer þetta og maður hættir að vera stressaður,“ sagði Hákon í viðtali við heimasíðu FCK. Aðspurður um markið, sem sjá má í myndskeiðinu hér að ofan, sagði hann: „Ég hoppaði bara upp, lokaði augunum og svo var boltinn í markinu. Ég flaug bara, fannst mér,“ sagði Hákon og bætti við að það hefði ekki verið leiðinlegt að heyra svo 20 þúsund manns fagna sér. Raunar voru áhorfendur farnir að kyrja nafn Hákons þegar leið á leikinn: Haraldsson, Haraldsson, Haraldssoooon Se hele interviewet på https://t.co/i3JiImsiGG! #fcklive #sldk pic.twitter.com/veXia6Pki0— F.C. København (@FCKobenhavn) November 1, 2021 „Það var svolítið sjokk. Ég var bara mjög glaður að heyra þau syngja nafnið mitt. Þetta er alveg geðveikt,“ sagði Hákon, stoltur af frábærri frumraun sinni: „Þetta hefur mikið að segja og skilar manni kannski fleiri mínútum á vellinum,“ sagði Hákon. Danski boltinn Tengdar fréttir Skoraði og valinn maður leiksins í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Hákon Arnar Haraldsson byrjaði sinn fyrsta deildarleik fyrir FC Kaupmannahöfn í dag er liðið fékk Vejle í heimsókn á Parken. Gerði Hákon Arnar sér lítið fyrir og skoraði í 3-0 sigri ásamt því að vera valinn maður leiksins. 31. október 2021 17:17 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Skagamaðurinn efnilegi kom fyrst til FC Kaupmannahafnar sumarið 2019 en um er að ræða sannkallað stórveldi í danska fótboltanum sem spilar heimaleiki sína á Parken. Hákon var í fyrsta sinn í byrjunarliði FCK í gær þegar liðið vann 3-0 sigur gegn Vejle, skoraði eitt markanna með glæsilegum skalla og var valinn maður leiksins. „Ég var svolítið stressaður enda að spila fyrsta leik í byrjunarliðinu og fyrir framan 20 þúsund manns. En þegar maður er mættur út á völlinn þá fer þetta og maður hættir að vera stressaður,“ sagði Hákon í viðtali við heimasíðu FCK. Aðspurður um markið, sem sjá má í myndskeiðinu hér að ofan, sagði hann: „Ég hoppaði bara upp, lokaði augunum og svo var boltinn í markinu. Ég flaug bara, fannst mér,“ sagði Hákon og bætti við að það hefði ekki verið leiðinlegt að heyra svo 20 þúsund manns fagna sér. Raunar voru áhorfendur farnir að kyrja nafn Hákons þegar leið á leikinn: Haraldsson, Haraldsson, Haraldssoooon Se hele interviewet på https://t.co/i3JiImsiGG! #fcklive #sldk pic.twitter.com/veXia6Pki0— F.C. København (@FCKobenhavn) November 1, 2021 „Það var svolítið sjokk. Ég var bara mjög glaður að heyra þau syngja nafnið mitt. Þetta er alveg geðveikt,“ sagði Hákon, stoltur af frábærri frumraun sinni: „Þetta hefur mikið að segja og skilar manni kannski fleiri mínútum á vellinum,“ sagði Hákon.
Danski boltinn Tengdar fréttir Skoraði og valinn maður leiksins í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Hákon Arnar Haraldsson byrjaði sinn fyrsta deildarleik fyrir FC Kaupmannahöfn í dag er liðið fékk Vejle í heimsókn á Parken. Gerði Hákon Arnar sér lítið fyrir og skoraði í 3-0 sigri ásamt því að vera valinn maður leiksins. 31. október 2021 17:17 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Skoraði og valinn maður leiksins í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Hákon Arnar Haraldsson byrjaði sinn fyrsta deildarleik fyrir FC Kaupmannahöfn í dag er liðið fékk Vejle í heimsókn á Parken. Gerði Hákon Arnar sér lítið fyrir og skoraði í 3-0 sigri ásamt því að vera valinn maður leiksins. 31. október 2021 17:17