Keppinautur Elíasar segist ekki ætla aftur til Midtjylland og heldur áfram að kvarta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2022 12:01 Jonas Lössl virðist hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Midtjylland. epa/Bo Amstrup Danski markvörðurinn Jonas Lössl segist hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Midtjylland. Ristjóri bold.dk skilur ekki hvað honum gengur til með ummælum sínum. Lössl var lánaður til enska úrvalsdeildarliðsins Brentford í síðasta mánuði. Lánssamningurinn gildir til loka tímabilsins. Eftir það á Brentford forkaupsrétt á honum. Lössl er uppalinn hjá Midtjylland og gekk aftur í raðir liðsins í febrúar í fyrra. Hann þurfti hins vegar að gera sér bekkjarsetu að góðu, meðal annars vegna góðrar frammistöðu Elíasar Rafns Ólafssonar. Í viðtali við TV2 útilokaði Lössl að hann myndi snúa aftur til Midtjylland í sumar þrátt fyrir að hann væri samningsbundinn liðinu til 2025. „Þegar ég kom til Midtjylland í vetur sagði ég að ég kæmi heim fullur eldmóðs og vildi hjálpa liðinu með þeirri leiðtogahæfni og reynslu sem ég hafði aflað mér á ferlinum. Vegna ýmissa ástæðna hefur verið erfitt fyrir mig að taka að mér hlutverkið sem mér var ætlað sem eru vonbrigði,“ sagði Lössl. „Við sömdum í ársbyrjun 2021 en þær væntingar sem við höfðum til hvors annars hafa ekki farið saman. Því tek ég annað skref á ferlinum. Ég hefði óskað þess að enda þetta þar sem þetta byrjaði allt saman.“ Lössl viðurkenndi einnig að framfarir og frammistaða Elíasar hafi haft áhrif á ákvörðun hans. Elías framlengdi samning sinn við Midtjylland til 2026 í síðustu viku. Getur ekki bara kennt öðrum um René Schrøder, ritstjóri bold.dk, furðar sig á ummælum Lössls og segir hann hafa skorað sjálfsmark með þeim. Schrøder segist vera hrifinn af því þegar leikmenn tala hreint út í viðtölum í fjölmiðlum en hann skilur ekkert í Lössl. „Enginn getur spáð fyrir um framtíðina, sérstaklega ekki í fótboltanum sem er síbreytilegur og óútreiknanlegur. Hvað ef Lössl fær ekki mínútu hjá Brentford og markverðirnir þeirra koma aftur? Þá er langt því frá öruggt að Thomas Frank [knattspyrnustjóri Brentford] framlengi samning hans og félög bíða varla í röðum eftir að bjóða honum stóran samning,“ sagði Schrøder. „Mun hann því grátbiðja Midtjylland um að fá að koma aftur þrátt fyrir viðtalið við TV2 þar sem hann málaði sig út í horn. Ég get vel skilið að hann sé svekktur að endurkoman til Midtjylland hafi ekki gengið eins og hann dreymdi um. En hann getur ekki bara kennt öðrum um. Hann verður líka að horfa inn á við. Það hefur verið of langt milli lykilvarsla og óöryggis, sérstaklega í haustbyrjun. Svo var hann einfaldlega sleginn út af unga Íslendingnum, Elíasi Rafni Ólafssyni, sem hefur verið algjörlega frábær og er nýbúinn að skrifa undir langan samning.“ Lössl þekkir vel til á Englandi en hann lék áður með Huddersfield Town og Everton. Hann á enn eftir að spila fyrir Brentford síðan hann kom til liðsins. Elías hefur leikið þrettán leiki með Midtjylland í öllum keppnum á tímabilinu. Midtjylland er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með með tveggja stiga forskot á FC Kaupmannahöfn. Danski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Lössl var lánaður til enska úrvalsdeildarliðsins Brentford í síðasta mánuði. Lánssamningurinn gildir til loka tímabilsins. Eftir það á Brentford forkaupsrétt á honum. Lössl er uppalinn hjá Midtjylland og gekk aftur í raðir liðsins í febrúar í fyrra. Hann þurfti hins vegar að gera sér bekkjarsetu að góðu, meðal annars vegna góðrar frammistöðu Elíasar Rafns Ólafssonar. Í viðtali við TV2 útilokaði Lössl að hann myndi snúa aftur til Midtjylland í sumar þrátt fyrir að hann væri samningsbundinn liðinu til 2025. „Þegar ég kom til Midtjylland í vetur sagði ég að ég kæmi heim fullur eldmóðs og vildi hjálpa liðinu með þeirri leiðtogahæfni og reynslu sem ég hafði aflað mér á ferlinum. Vegna ýmissa ástæðna hefur verið erfitt fyrir mig að taka að mér hlutverkið sem mér var ætlað sem eru vonbrigði,“ sagði Lössl. „Við sömdum í ársbyrjun 2021 en þær væntingar sem við höfðum til hvors annars hafa ekki farið saman. Því tek ég annað skref á ferlinum. Ég hefði óskað þess að enda þetta þar sem þetta byrjaði allt saman.“ Lössl viðurkenndi einnig að framfarir og frammistaða Elíasar hafi haft áhrif á ákvörðun hans. Elías framlengdi samning sinn við Midtjylland til 2026 í síðustu viku. Getur ekki bara kennt öðrum um René Schrøder, ritstjóri bold.dk, furðar sig á ummælum Lössls og segir hann hafa skorað sjálfsmark með þeim. Schrøder segist vera hrifinn af því þegar leikmenn tala hreint út í viðtölum í fjölmiðlum en hann skilur ekkert í Lössl. „Enginn getur spáð fyrir um framtíðina, sérstaklega ekki í fótboltanum sem er síbreytilegur og óútreiknanlegur. Hvað ef Lössl fær ekki mínútu hjá Brentford og markverðirnir þeirra koma aftur? Þá er langt því frá öruggt að Thomas Frank [knattspyrnustjóri Brentford] framlengi samning hans og félög bíða varla í röðum eftir að bjóða honum stóran samning,“ sagði Schrøder. „Mun hann því grátbiðja Midtjylland um að fá að koma aftur þrátt fyrir viðtalið við TV2 þar sem hann málaði sig út í horn. Ég get vel skilið að hann sé svekktur að endurkoman til Midtjylland hafi ekki gengið eins og hann dreymdi um. En hann getur ekki bara kennt öðrum um. Hann verður líka að horfa inn á við. Það hefur verið of langt milli lykilvarsla og óöryggis, sérstaklega í haustbyrjun. Svo var hann einfaldlega sleginn út af unga Íslendingnum, Elíasi Rafni Ólafssyni, sem hefur verið algjörlega frábær og er nýbúinn að skrifa undir langan samning.“ Lössl þekkir vel til á Englandi en hann lék áður með Huddersfield Town og Everton. Hann á enn eftir að spila fyrir Brentford síðan hann kom til liðsins. Elías hefur leikið þrettán leiki með Midtjylland í öllum keppnum á tímabilinu. Midtjylland er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með með tveggja stiga forskot á FC Kaupmannahöfn.
Danski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti