Lélegasta lið NFL kom í veg fyir að Colts færi í úrslitakeppnina: Þessi lið mætast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2022 08:31 Josh Jacobs og félagar í Las Vegas Raiders liðinu tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni í síðasta leik deildarkeppninnar í nótt. AP/David Becker Það var mjög mikil dramatík á lokadegi deildarkeppni NFL-deildarinnar og úrslitin réðust ekki fyrr en tveimur sekúndum fyrir lok framlengingar í síðasta leiknum. Þrjú sæti í úrslitakeppninni voru laus fyrir lokadaginn en eins og voru lið að berjast um sæti inn í úrslitakeppnina. Síðustu þrjú liðin til að fá að keppa um titilinn í ár voru Las Vegas Raiders, Pittsburgh Steelers og San Francisco 49ers. Meistararnir í Tampa Bay Buccaneers gátu líka verið sáttir með gang mála því stórsigur þeirra á Carolina Panthers og önnur úrslit þýddu að þeir enduðu í öðru sæti í Þjóðardeildinni. Los Angeles Rams og Arizona Cardinals töpuðu bæði sínum leikjum. Las Vegas Raiders tryggði sér og Pittsburgh Steelers síðustu tvö sætin í úrslitakeppni Ameríkudeildarinnar með því að vinna Los Angeles Chargers 35-32 í lokaleik dagsins. Hefðu Raiders og Chargers gert jafntefli í þessum leik þá hefðu bæði liðin komist áfram á kostnað Steelers. CHRIS BOSWELL FOR THE WIN IN OVERTIME! #HereWeGo pic.twitter.com/07xZL67eiK— NFL (@NFL) January 9, 2022 Pittsburgh Steelers gerði sitt með 16-13 sigri á Baltimore Ravens í öðrum framlengdum leik en leikmenn Steelers þurftu síðan að fylgjast spenntir með fyrir framan skjáinn eftir því að leikur Raiders og Chargers endaði ekki með jafntefli. DANIEL CARLSON FOR THE WIN.What a way to end the 2021 season! #LACvsLV #RaiderNation pic.twitter.com/LpERrW7WQ6— NFL (@NFL) January 10, 2022 Los Angeles Chargers náði að tryggja sér framlengingu rétt fyrir lok venjulegs leiktíma og bæði lið skoruðu vallarmark í framlengingunni þar til að Raiders fór upp völlinn í lokin og setti upp vallarmarkið þar sem Daniel Carlson skoraði af 47 jarda færi. San Francisco 49ers vann 27-24 sigur á Los Angeles Rams í framlengingu eftir að hafa lent 17-0 undir og það á útivelli. 49ers varð að vinna leikinn til að komast í úrslitakeppnina en Rams hafði tryggt sér sitt sæti. Eftir vallarmark San Francisco í framlengingu endaði leikurinn á því að Matthew Stafford, leikstjórnandi Rams, kastaði boltanum frá sér. GAME. @49ers are going to the #NFLPlayoffs! pic.twitter.com/ieq1C9zC3N— NFL (@NFL) January 10, 2022 Óvæntustu úrslit dagsins voru þó án efa sigur Jacksonville Jaguars á Indianapolis Colts. Jaguars hefur verið í tómu tjóni allt tímabilið og er með versta árangurinn í deildinni. Það bjuggust því allir við sigri Colts sem þurfti að vinna leikinn til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Annað kom á daginn því Jaguars yfirspilaði lið Colts og vann 26-11 sigur. Leikmönnum Indianapolis Colts tókst því að klúðra hlutunum sem gaf öðrum liðum tækifæri á að komast í úrslitakeppnina. Þetta tap mun örugglega fara í sögubækurnar sem eitt mesta klúður allra tíma á lokadegi tímabilsins. Jaguars vann þennan leik og hefði með því átt að missa fyrsta valréttinn í nýliðavalinu en heldur honum þar sem Detroit Lions vann topplið Green Bay Packers 37-30 á sama tíma. Sá leikur skipti engu mál fyrir Packers liðið sem var búið að tryggja sér efsta sætið í Þjóðardeildinni. Efsta liðið í hvorri deild situr hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en Tennessee Titans var efst í Ameríkudeildinni. Hér fyrir neðan má sjá hvernig fyrsta umferð úrslitakeppninnar lítur út um komandi helgi. Hún hefst með leik Cincinnati Bengals og Las Vegas Raiders á laugardaginn en fyrsta umferðin klárast núna í fyrsta sinn á mánudagskvöldi. The 2021 #NFLPlayoffs are set! pic.twitter.com/Bv3d34ALBL— NFL (@NFL) January 10, 2022 Úrslitakeppni NFL-deildarinnar 2022: Þjóðardeildin Sunnudagur 16. janúar Klukkan 18.00 Tampa Bay Buccaneers (2) - Philadelphia Eagles (7) Sunnudagur 16. janúar - Klukkan 21.30 Dallas Cowboys (3) - San Francisco 49ers (6) Mánudagur 17. janúar - Klukkan 01.15 (eftir miðnætti) Los Angeles Rams (4) - Arizona Cardinals (5) Ameríkudeildin Laugardagur 15. janúar - Klukkan 21.30 Cincinnati Bengals (4) - Las Vegas Raiders (5) Laugardagur 15. janúar - Klukkan 01.15 (eftir miðnætti) Buffalo Bills (3) - New England Patriots (6) Sunnudagur 16. janúar - Klukkan 01.15 (eftir miðnætti) Kansas City Chiefs (2) - Pittsburgh Steelers (7) NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira
Þrjú sæti í úrslitakeppninni voru laus fyrir lokadaginn en eins og voru lið að berjast um sæti inn í úrslitakeppnina. Síðustu þrjú liðin til að fá að keppa um titilinn í ár voru Las Vegas Raiders, Pittsburgh Steelers og San Francisco 49ers. Meistararnir í Tampa Bay Buccaneers gátu líka verið sáttir með gang mála því stórsigur þeirra á Carolina Panthers og önnur úrslit þýddu að þeir enduðu í öðru sæti í Þjóðardeildinni. Los Angeles Rams og Arizona Cardinals töpuðu bæði sínum leikjum. Las Vegas Raiders tryggði sér og Pittsburgh Steelers síðustu tvö sætin í úrslitakeppni Ameríkudeildarinnar með því að vinna Los Angeles Chargers 35-32 í lokaleik dagsins. Hefðu Raiders og Chargers gert jafntefli í þessum leik þá hefðu bæði liðin komist áfram á kostnað Steelers. CHRIS BOSWELL FOR THE WIN IN OVERTIME! #HereWeGo pic.twitter.com/07xZL67eiK— NFL (@NFL) January 9, 2022 Pittsburgh Steelers gerði sitt með 16-13 sigri á Baltimore Ravens í öðrum framlengdum leik en leikmenn Steelers þurftu síðan að fylgjast spenntir með fyrir framan skjáinn eftir því að leikur Raiders og Chargers endaði ekki með jafntefli. DANIEL CARLSON FOR THE WIN.What a way to end the 2021 season! #LACvsLV #RaiderNation pic.twitter.com/LpERrW7WQ6— NFL (@NFL) January 10, 2022 Los Angeles Chargers náði að tryggja sér framlengingu rétt fyrir lok venjulegs leiktíma og bæði lið skoruðu vallarmark í framlengingunni þar til að Raiders fór upp völlinn í lokin og setti upp vallarmarkið þar sem Daniel Carlson skoraði af 47 jarda færi. San Francisco 49ers vann 27-24 sigur á Los Angeles Rams í framlengingu eftir að hafa lent 17-0 undir og það á útivelli. 49ers varð að vinna leikinn til að komast í úrslitakeppnina en Rams hafði tryggt sér sitt sæti. Eftir vallarmark San Francisco í framlengingu endaði leikurinn á því að Matthew Stafford, leikstjórnandi Rams, kastaði boltanum frá sér. GAME. @49ers are going to the #NFLPlayoffs! pic.twitter.com/ieq1C9zC3N— NFL (@NFL) January 10, 2022 Óvæntustu úrslit dagsins voru þó án efa sigur Jacksonville Jaguars á Indianapolis Colts. Jaguars hefur verið í tómu tjóni allt tímabilið og er með versta árangurinn í deildinni. Það bjuggust því allir við sigri Colts sem þurfti að vinna leikinn til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Annað kom á daginn því Jaguars yfirspilaði lið Colts og vann 26-11 sigur. Leikmönnum Indianapolis Colts tókst því að klúðra hlutunum sem gaf öðrum liðum tækifæri á að komast í úrslitakeppnina. Þetta tap mun örugglega fara í sögubækurnar sem eitt mesta klúður allra tíma á lokadegi tímabilsins. Jaguars vann þennan leik og hefði með því átt að missa fyrsta valréttinn í nýliðavalinu en heldur honum þar sem Detroit Lions vann topplið Green Bay Packers 37-30 á sama tíma. Sá leikur skipti engu mál fyrir Packers liðið sem var búið að tryggja sér efsta sætið í Þjóðardeildinni. Efsta liðið í hvorri deild situr hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en Tennessee Titans var efst í Ameríkudeildinni. Hér fyrir neðan má sjá hvernig fyrsta umferð úrslitakeppninnar lítur út um komandi helgi. Hún hefst með leik Cincinnati Bengals og Las Vegas Raiders á laugardaginn en fyrsta umferðin klárast núna í fyrsta sinn á mánudagskvöldi. The 2021 #NFLPlayoffs are set! pic.twitter.com/Bv3d34ALBL— NFL (@NFL) January 10, 2022 Úrslitakeppni NFL-deildarinnar 2022: Þjóðardeildin Sunnudagur 16. janúar Klukkan 18.00 Tampa Bay Buccaneers (2) - Philadelphia Eagles (7) Sunnudagur 16. janúar - Klukkan 21.30 Dallas Cowboys (3) - San Francisco 49ers (6) Mánudagur 17. janúar - Klukkan 01.15 (eftir miðnætti) Los Angeles Rams (4) - Arizona Cardinals (5) Ameríkudeildin Laugardagur 15. janúar - Klukkan 21.30 Cincinnati Bengals (4) - Las Vegas Raiders (5) Laugardagur 15. janúar - Klukkan 01.15 (eftir miðnætti) Buffalo Bills (3) - New England Patriots (6) Sunnudagur 16. janúar - Klukkan 01.15 (eftir miðnætti) Kansas City Chiefs (2) - Pittsburgh Steelers (7) NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
Úrslitakeppni NFL-deildarinnar 2022: Þjóðardeildin Sunnudagur 16. janúar Klukkan 18.00 Tampa Bay Buccaneers (2) - Philadelphia Eagles (7) Sunnudagur 16. janúar - Klukkan 21.30 Dallas Cowboys (3) - San Francisco 49ers (6) Mánudagur 17. janúar - Klukkan 01.15 (eftir miðnætti) Los Angeles Rams (4) - Arizona Cardinals (5) Ameríkudeildin Laugardagur 15. janúar - Klukkan 21.30 Cincinnati Bengals (4) - Las Vegas Raiders (5) Laugardagur 15. janúar - Klukkan 01.15 (eftir miðnætti) Buffalo Bills (3) - New England Patriots (6) Sunnudagur 16. janúar - Klukkan 01.15 (eftir miðnætti) Kansas City Chiefs (2) - Pittsburgh Steelers (7)
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira