Tvö sambönd drógu KSÍ á asnaeyrunum og enn er beðið Sindri Sverrisson skrifar 1. júní 2022 22:30 Erlend knattspyrnusambönd virðast ekki vilja koma til Íslands og setja kostnaðinn fyrir sig, að sögn framkvæmdastjóra KSÍ. Ísland ætti þó að fá leik fyrir EM, á útivelli. vísir/hulda margrét Rétt rúmur mánuður er þar til að stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta hefja keppni á EM í Englandi. Samt hefur enn ekki verið tilkynnt um einn einasta vináttulandsleik fyrir liðið til undirbúnings fyrir mótið. Á meðan að andstæðingar Íslands á EM hafa allir gefið út hvaða liðum þeir mæta í undirbúningnum fyrir EM er enn ekkert frágengið í þessum efnum hvað Ísland varðar. Vonir standa þó til að hægt verði að tilkynna um andstæðing í þessari viku en þó er ljóst að stelpurnar okkar munu ekki fá að kveðja Ísland með heimaleik fyrir EM. „Staðan er sú að við erum komin með munnlegt loforð um útileik og við vorum síðast í gær að ýta á eftir samningi um þann leik. Um leið og við fáum það í gegn munum við greina frá því hvar sá leikur verður,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Það hefur hins vegar sýnt sig að munnlegt loforð er ekki trygging fyrir því að Ísland fái leik: „Okkur finnst þetta ekki þægileg staða. Við vorum tvisvar sinnum komin með munnlegt loforð um leik sem að bæði duttu upp fyrir,“ segir Klara. „Biðum í tvær vikur en ekkert gerðist“ Um var að ræða eina Norðurlandaþjóð og svo topplið úr annarri heimsálfu en Evrópu sem virtist allt í einu telja of langt að ferðast til Íslands: „Þá vorum við eftir leikjalaus og leituðum þá til þeirra Evrópuþjóða sem enn komu til greina, og erum komin langleiðina með að tryggja okkur leik en það endar á að vera útileikur. Auðvitað hefðum við kosið að vera með heimaleik áður en liðið færi á EM en við vorum komin með bakið upp við vegg í þessu máli.“ Glódís Perla Viggósdóttir er ein af sjö leikmönnum íslenska landsliðsins sem mæta fyrr en aðrar til undirbúnings fyrir EM, þar sem leiktíðinni er lokið í Þýskalandi.Getty Aðspurð hvort þetta sé ekki vandræðaleg staða, að ekki sé enn komið á hreint hvaða liði Ísland mætir nú þegar skammt er í EM, ítrekar Klara að þetta sé vissulega ekki þægileg staða. „En eins og ég segi þá töldum við okkur í tveimur tilfellum vera komin með leiki en í báðum tilfellum var bakkað út áður en skriflegur samningur var í höfn. Í annað skiptið var ég búin að skrifa undir samning og sá samningur farinn út, og við biðum í tvær vikur en ekkert gerðist og við vorum í raun svikin um það. Auðvitað er þetta ekki ákjósanleg staða en við erum búin að tala við svo til allar þjóðir í Evrópu og margar þjóðir utan Evrópu en það heillaði greinilega ekki mikið að koma til Íslands og spila þar. Síðustu ár höfum við ekki fengið marga vináttuleiki heim. Liðum finnst langt að koma til okkar og þau setja verðið fyrir sig – finnst allt vera dýrt hjá okkur. Þetta er því staðan. Við notuðum umboðsmenn til að leita að leikjum fyrir okkur og töldum okkur tvisvar vera komin með mjög góða kosti á Laugardalsvöll en því miður gekk það ekki eftir.“ Æfa nærri höfuðstöðvum Puma í aðdraganda EM Íslenska landsliðið kemur saman til æfinga 20. júní á Íslandi en þó verða þeir leikmenn sem spila í vetrardeildum, það er að segja á Englandi, Ítalíu, í Þýskalandi og Frakklandi, komnir til móts við Þorstein Halldórsson landsliðsþjálfara fyrr. Ef hlutirnir ganga upp ferðast liðið svo til Evrópu og spilar vináttulandsleik 29. júní, og heldur í framhaldinu undirbúningi sínum áfram í nágrenni höfuðstöðva Puma sem eru í Herzogenaurach í Þýskalandi. Þaðan fer liðið svo til Englands skömmu fyrir fyrsta leik á EM sem verður gegn Belgíu í Manchester 10. júlí. Ísland er í riðli með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi. Í aðdraganda EM leika Belgar vináttuleiki við England, Norður-Írland, Austurríki og Lúxemborg. Frakkar leika gegn Kamerún og Víetnam, og Ítalir mæta Spánverjum. EM 2022 í Englandi Fótbolti KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Sjá meira
Á meðan að andstæðingar Íslands á EM hafa allir gefið út hvaða liðum þeir mæta í undirbúningnum fyrir EM er enn ekkert frágengið í þessum efnum hvað Ísland varðar. Vonir standa þó til að hægt verði að tilkynna um andstæðing í þessari viku en þó er ljóst að stelpurnar okkar munu ekki fá að kveðja Ísland með heimaleik fyrir EM. „Staðan er sú að við erum komin með munnlegt loforð um útileik og við vorum síðast í gær að ýta á eftir samningi um þann leik. Um leið og við fáum það í gegn munum við greina frá því hvar sá leikur verður,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Það hefur hins vegar sýnt sig að munnlegt loforð er ekki trygging fyrir því að Ísland fái leik: „Okkur finnst þetta ekki þægileg staða. Við vorum tvisvar sinnum komin með munnlegt loforð um leik sem að bæði duttu upp fyrir,“ segir Klara. „Biðum í tvær vikur en ekkert gerðist“ Um var að ræða eina Norðurlandaþjóð og svo topplið úr annarri heimsálfu en Evrópu sem virtist allt í einu telja of langt að ferðast til Íslands: „Þá vorum við eftir leikjalaus og leituðum þá til þeirra Evrópuþjóða sem enn komu til greina, og erum komin langleiðina með að tryggja okkur leik en það endar á að vera útileikur. Auðvitað hefðum við kosið að vera með heimaleik áður en liðið færi á EM en við vorum komin með bakið upp við vegg í þessu máli.“ Glódís Perla Viggósdóttir er ein af sjö leikmönnum íslenska landsliðsins sem mæta fyrr en aðrar til undirbúnings fyrir EM, þar sem leiktíðinni er lokið í Þýskalandi.Getty Aðspurð hvort þetta sé ekki vandræðaleg staða, að ekki sé enn komið á hreint hvaða liði Ísland mætir nú þegar skammt er í EM, ítrekar Klara að þetta sé vissulega ekki þægileg staða. „En eins og ég segi þá töldum við okkur í tveimur tilfellum vera komin með leiki en í báðum tilfellum var bakkað út áður en skriflegur samningur var í höfn. Í annað skiptið var ég búin að skrifa undir samning og sá samningur farinn út, og við biðum í tvær vikur en ekkert gerðist og við vorum í raun svikin um það. Auðvitað er þetta ekki ákjósanleg staða en við erum búin að tala við svo til allar þjóðir í Evrópu og margar þjóðir utan Evrópu en það heillaði greinilega ekki mikið að koma til Íslands og spila þar. Síðustu ár höfum við ekki fengið marga vináttuleiki heim. Liðum finnst langt að koma til okkar og þau setja verðið fyrir sig – finnst allt vera dýrt hjá okkur. Þetta er því staðan. Við notuðum umboðsmenn til að leita að leikjum fyrir okkur og töldum okkur tvisvar vera komin með mjög góða kosti á Laugardalsvöll en því miður gekk það ekki eftir.“ Æfa nærri höfuðstöðvum Puma í aðdraganda EM Íslenska landsliðið kemur saman til æfinga 20. júní á Íslandi en þó verða þeir leikmenn sem spila í vetrardeildum, það er að segja á Englandi, Ítalíu, í Þýskalandi og Frakklandi, komnir til móts við Þorstein Halldórsson landsliðsþjálfara fyrr. Ef hlutirnir ganga upp ferðast liðið svo til Evrópu og spilar vináttulandsleik 29. júní, og heldur í framhaldinu undirbúningi sínum áfram í nágrenni höfuðstöðva Puma sem eru í Herzogenaurach í Þýskalandi. Þaðan fer liðið svo til Englands skömmu fyrir fyrsta leik á EM sem verður gegn Belgíu í Manchester 10. júlí. Ísland er í riðli með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi. Í aðdraganda EM leika Belgar vináttuleiki við England, Norður-Írland, Austurríki og Lúxemborg. Frakkar leika gegn Kamerún og Víetnam, og Ítalir mæta Spánverjum.
EM 2022 í Englandi Fótbolti KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti