Segir Messi ekki vera meðal þriggja bestu leikmanna sögunnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2022 16:02 Marco van Basten var um tíma þjálfari Alfreðs Finnbogasonar í Hollandi. NordicPhotos/Getty Hollendingurinn Marco van Basten er greinilega ósammála þeirri fullyrðingu að Lionel Messi sé besti knattspyrnumaður allra tíma. Van Basten segir Messi ekki einu sinni í efstu þremur sætunum. Hinn 57 ára gamli Van Basten var frábær framherji á sínum yngri árum en þurfti að hætta ungur vegna meiðsla. Það má hins vegar með sanni segja að áður en skórnir fóru á hilluna var hann einn besti leikmaður heims. Í 281 leik fyrir AC Milan og Ajax skoraði hann 218 mörk. Einnig skoraði hann 24 mörk í 58 leikjum fyrir Holland en hann spilaði stóran þátt í sigri liðsins á Evrópumótinu 1988. Ásamt því að raða inn mörkum með Ajax og AC Milan þá lyfti hann heilum haug af titlum. Hann varð landsmeistari þrívegis með báðum félögum. Hjá Ajax varð hann einnig þrívegis bikarmeistari á meðan Milan vann Ofurbikar Ítalíu tvisvar. Hann vann Evrópukeppni bikarhafa með Ajax og Evrópubikarinn þrisvar með AC Milan sem og Ofurbikar Evrópu. Að lokum vann hann Gullknöttinn (Ballon d‘Or í þrígang (1988, 1989 og 1992). Maður myndi halda að slíkur leikmaður kynni að meta hæfileika hins 34 ára gamla Messi en svo er ekki. „Pele, Diego Maradona og Johan Cruyff eru fyrir mér þrír bestu leikmenn sögunnar. Sem krakki vildi ég vera eins og Cruyff. Hann var vinur minn, ég sakna hans. Pele og Maradona voru einnig magnaðir,“ sagði Van Basten í viðtali við France Football. Marco van Basten launches attack on Lionel Messi, says he's not in top three greatest ever players. pic.twitter.com/ZavOdw1Ktc— SPORTbible (@sportbible) June 15, 2022 „Messi er einnig frábær leikmaður en Maradona hafði alltaf meiri persónuleika í liðinu. Messi er ekki sá sem leiðir línuna ef það þarf að fara í stríð.“ Van Basten er ekki mikið að tala undir rós og sagði meðal annars fyrr á árinu að hann myndi frekar horfa á Netflix en Atlético Madríd spila. Að lokum tók hann fram að hann væri ekki að gleyma Cristiano Ronaldo, Michel Platini eða Zinedine Zidane, það hefðu allt verið frábærir leikmenn. Fótbolti Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira
Hinn 57 ára gamli Van Basten var frábær framherji á sínum yngri árum en þurfti að hætta ungur vegna meiðsla. Það má hins vegar með sanni segja að áður en skórnir fóru á hilluna var hann einn besti leikmaður heims. Í 281 leik fyrir AC Milan og Ajax skoraði hann 218 mörk. Einnig skoraði hann 24 mörk í 58 leikjum fyrir Holland en hann spilaði stóran þátt í sigri liðsins á Evrópumótinu 1988. Ásamt því að raða inn mörkum með Ajax og AC Milan þá lyfti hann heilum haug af titlum. Hann varð landsmeistari þrívegis með báðum félögum. Hjá Ajax varð hann einnig þrívegis bikarmeistari á meðan Milan vann Ofurbikar Ítalíu tvisvar. Hann vann Evrópukeppni bikarhafa með Ajax og Evrópubikarinn þrisvar með AC Milan sem og Ofurbikar Evrópu. Að lokum vann hann Gullknöttinn (Ballon d‘Or í þrígang (1988, 1989 og 1992). Maður myndi halda að slíkur leikmaður kynni að meta hæfileika hins 34 ára gamla Messi en svo er ekki. „Pele, Diego Maradona og Johan Cruyff eru fyrir mér þrír bestu leikmenn sögunnar. Sem krakki vildi ég vera eins og Cruyff. Hann var vinur minn, ég sakna hans. Pele og Maradona voru einnig magnaðir,“ sagði Van Basten í viðtali við France Football. Marco van Basten launches attack on Lionel Messi, says he's not in top three greatest ever players. pic.twitter.com/ZavOdw1Ktc— SPORTbible (@sportbible) June 15, 2022 „Messi er einnig frábær leikmaður en Maradona hafði alltaf meiri persónuleika í liðinu. Messi er ekki sá sem leiðir línuna ef það þarf að fara í stríð.“ Van Basten er ekki mikið að tala undir rós og sagði meðal annars fyrr á árinu að hann myndi frekar horfa á Netflix en Atlético Madríd spila. Að lokum tók hann fram að hann væri ekki að gleyma Cristiano Ronaldo, Michel Platini eða Zinedine Zidane, það hefðu allt verið frábærir leikmenn.
Fótbolti Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira