Ronaldo kominn í ótímabundið leyfi og efstur á óskalista nýs eiganda Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2022 07:30 Gæti Ronaldo spilað í bláu á komandi leiktíð? Robbie Jay Barratt/Getty Images Það verður sjaldan sagt að það ríki lognmolla í kringum portúgalska framherjann Cristiano Ronaldo. Hann mætti ekki til æfinga hjá Manchester United í gær, er efstur á óskalista nýs eiganda Chelsea og er kominn í ótímabundið leyfi. Hinn 37 ára gamli Ronaldo var einn af fáum ljósum punktum í annars slöku liði Manchester United á síðustu leiktíð. Mikið gekk á innan vallar sem utan en endurkoma Ronaldo til Manchester var ljósið í myrkrinu fyrir stuðningsfólk félagsins, sumt þeirra allavega. Ronaldo átti að snúa til baka úr sumarfríi í gær en skömmu áður hafði hann látið þau orð falla að hann væri ósáttur með stöðuna á leikmannahópi liðsins og fannst eins og félagið væri ekki að leggja nægilega mikinn metnað í að sækja nýja leikmenn. Í kjölfarið fóru þeir orðrómar á kreik að Ronaldo vildi fara frá félaginu en eigendur Man United eru ekki á þeim buxunum að selja sína skærustu stjörnu. Portúgalinn fær hins vegar oftar nær það sem hann vill. Eftir að Man United gaf út yfirlýsingu þess efnis að Ronaldo væri ekki á æfingu liðsins á mánudag vegna „fjölskylduaðstæðna“ sást hann á æfingasvæði portúgalska landsliðsins í Portúgal. Skömmu síðar gaf vinnuveitandi hans út þá yfirlýsingu að Ronaldo væri kominn í ótímabundið leyfi. Cristiano Ronaldo not expected to attend Man Utd pre-season training for second consecutive day, citing family reasons. Currently unclear if/when 37yo will return. #MUFC head on tour to Thailand + Australia on Friday. With @lauriewhitwell @TheAthleticUK https://t.co/QqP4BPpFvD— David Ornstein (@David_Ornstein) July 5, 2022 Man United er ekki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og það er svo gott sem vitað að Ronaldo elskar ekki aðeins að spila í keppninni, hann elskar eigin tölfræði í keppninni. Alls hefur Ronaldo spilað 183 leiki i Meistaradeild Evrópu, skorað 140 mörk og lagt upp 48 til viðbótar. Þá hefur hann unnið keppnina fimm sinnum. Sem stendur eru fá lið sem hafa efni á launapakka Ronaldo en hann er talinn vera með rúma hálfa milljón punda í vikulaun hjá Man Utd. Chelsea er hins vegar eitt þeirra liða sem gæti borgað þann launapakka og þá skemmir ekki fyrir að Todd Boehly, nýr eigandi félagsins, er mikill aðdáandi Ronaldo. Stóra spurningin er hvort Thomas Tuchel, þjálfari liðsins, vilji 37 ára gamla ofurstjörnu í framlínu sína. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Sjá meira
Hinn 37 ára gamli Ronaldo var einn af fáum ljósum punktum í annars slöku liði Manchester United á síðustu leiktíð. Mikið gekk á innan vallar sem utan en endurkoma Ronaldo til Manchester var ljósið í myrkrinu fyrir stuðningsfólk félagsins, sumt þeirra allavega. Ronaldo átti að snúa til baka úr sumarfríi í gær en skömmu áður hafði hann látið þau orð falla að hann væri ósáttur með stöðuna á leikmannahópi liðsins og fannst eins og félagið væri ekki að leggja nægilega mikinn metnað í að sækja nýja leikmenn. Í kjölfarið fóru þeir orðrómar á kreik að Ronaldo vildi fara frá félaginu en eigendur Man United eru ekki á þeim buxunum að selja sína skærustu stjörnu. Portúgalinn fær hins vegar oftar nær það sem hann vill. Eftir að Man United gaf út yfirlýsingu þess efnis að Ronaldo væri ekki á æfingu liðsins á mánudag vegna „fjölskylduaðstæðna“ sást hann á æfingasvæði portúgalska landsliðsins í Portúgal. Skömmu síðar gaf vinnuveitandi hans út þá yfirlýsingu að Ronaldo væri kominn í ótímabundið leyfi. Cristiano Ronaldo not expected to attend Man Utd pre-season training for second consecutive day, citing family reasons. Currently unclear if/when 37yo will return. #MUFC head on tour to Thailand + Australia on Friday. With @lauriewhitwell @TheAthleticUK https://t.co/QqP4BPpFvD— David Ornstein (@David_Ornstein) July 5, 2022 Man United er ekki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og það er svo gott sem vitað að Ronaldo elskar ekki aðeins að spila í keppninni, hann elskar eigin tölfræði í keppninni. Alls hefur Ronaldo spilað 183 leiki i Meistaradeild Evrópu, skorað 140 mörk og lagt upp 48 til viðbótar. Þá hefur hann unnið keppnina fimm sinnum. Sem stendur eru fá lið sem hafa efni á launapakka Ronaldo en hann er talinn vera með rúma hálfa milljón punda í vikulaun hjá Man Utd. Chelsea er hins vegar eitt þeirra liða sem gæti borgað þann launapakka og þá skemmir ekki fyrir að Todd Boehly, nýr eigandi félagsins, er mikill aðdáandi Ronaldo. Stóra spurningin er hvort Thomas Tuchel, þjálfari liðsins, vilji 37 ára gamla ofurstjörnu í framlínu sína.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti