Ronaldo kominn í ótímabundið leyfi og efstur á óskalista nýs eiganda Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2022 07:30 Gæti Ronaldo spilað í bláu á komandi leiktíð? Robbie Jay Barratt/Getty Images Það verður sjaldan sagt að það ríki lognmolla í kringum portúgalska framherjann Cristiano Ronaldo. Hann mætti ekki til æfinga hjá Manchester United í gær, er efstur á óskalista nýs eiganda Chelsea og er kominn í ótímabundið leyfi. Hinn 37 ára gamli Ronaldo var einn af fáum ljósum punktum í annars slöku liði Manchester United á síðustu leiktíð. Mikið gekk á innan vallar sem utan en endurkoma Ronaldo til Manchester var ljósið í myrkrinu fyrir stuðningsfólk félagsins, sumt þeirra allavega. Ronaldo átti að snúa til baka úr sumarfríi í gær en skömmu áður hafði hann látið þau orð falla að hann væri ósáttur með stöðuna á leikmannahópi liðsins og fannst eins og félagið væri ekki að leggja nægilega mikinn metnað í að sækja nýja leikmenn. Í kjölfarið fóru þeir orðrómar á kreik að Ronaldo vildi fara frá félaginu en eigendur Man United eru ekki á þeim buxunum að selja sína skærustu stjörnu. Portúgalinn fær hins vegar oftar nær það sem hann vill. Eftir að Man United gaf út yfirlýsingu þess efnis að Ronaldo væri ekki á æfingu liðsins á mánudag vegna „fjölskylduaðstæðna“ sást hann á æfingasvæði portúgalska landsliðsins í Portúgal. Skömmu síðar gaf vinnuveitandi hans út þá yfirlýsingu að Ronaldo væri kominn í ótímabundið leyfi. Cristiano Ronaldo not expected to attend Man Utd pre-season training for second consecutive day, citing family reasons. Currently unclear if/when 37yo will return. #MUFC head on tour to Thailand + Australia on Friday. With @lauriewhitwell @TheAthleticUK https://t.co/QqP4BPpFvD— David Ornstein (@David_Ornstein) July 5, 2022 Man United er ekki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og það er svo gott sem vitað að Ronaldo elskar ekki aðeins að spila í keppninni, hann elskar eigin tölfræði í keppninni. Alls hefur Ronaldo spilað 183 leiki i Meistaradeild Evrópu, skorað 140 mörk og lagt upp 48 til viðbótar. Þá hefur hann unnið keppnina fimm sinnum. Sem stendur eru fá lið sem hafa efni á launapakka Ronaldo en hann er talinn vera með rúma hálfa milljón punda í vikulaun hjá Man Utd. Chelsea er hins vegar eitt þeirra liða sem gæti borgað þann launapakka og þá skemmir ekki fyrir að Todd Boehly, nýr eigandi félagsins, er mikill aðdáandi Ronaldo. Stóra spurningin er hvort Thomas Tuchel, þjálfari liðsins, vilji 37 ára gamla ofurstjörnu í framlínu sína. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Sjá meira
Hinn 37 ára gamli Ronaldo var einn af fáum ljósum punktum í annars slöku liði Manchester United á síðustu leiktíð. Mikið gekk á innan vallar sem utan en endurkoma Ronaldo til Manchester var ljósið í myrkrinu fyrir stuðningsfólk félagsins, sumt þeirra allavega. Ronaldo átti að snúa til baka úr sumarfríi í gær en skömmu áður hafði hann látið þau orð falla að hann væri ósáttur með stöðuna á leikmannahópi liðsins og fannst eins og félagið væri ekki að leggja nægilega mikinn metnað í að sækja nýja leikmenn. Í kjölfarið fóru þeir orðrómar á kreik að Ronaldo vildi fara frá félaginu en eigendur Man United eru ekki á þeim buxunum að selja sína skærustu stjörnu. Portúgalinn fær hins vegar oftar nær það sem hann vill. Eftir að Man United gaf út yfirlýsingu þess efnis að Ronaldo væri ekki á æfingu liðsins á mánudag vegna „fjölskylduaðstæðna“ sást hann á æfingasvæði portúgalska landsliðsins í Portúgal. Skömmu síðar gaf vinnuveitandi hans út þá yfirlýsingu að Ronaldo væri kominn í ótímabundið leyfi. Cristiano Ronaldo not expected to attend Man Utd pre-season training for second consecutive day, citing family reasons. Currently unclear if/when 37yo will return. #MUFC head on tour to Thailand + Australia on Friday. With @lauriewhitwell @TheAthleticUK https://t.co/QqP4BPpFvD— David Ornstein (@David_Ornstein) July 5, 2022 Man United er ekki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og það er svo gott sem vitað að Ronaldo elskar ekki aðeins að spila í keppninni, hann elskar eigin tölfræði í keppninni. Alls hefur Ronaldo spilað 183 leiki i Meistaradeild Evrópu, skorað 140 mörk og lagt upp 48 til viðbótar. Þá hefur hann unnið keppnina fimm sinnum. Sem stendur eru fá lið sem hafa efni á launapakka Ronaldo en hann er talinn vera með rúma hálfa milljón punda í vikulaun hjá Man Utd. Chelsea er hins vegar eitt þeirra liða sem gæti borgað þann launapakka og þá skemmir ekki fyrir að Todd Boehly, nýr eigandi félagsins, er mikill aðdáandi Ronaldo. Stóra spurningin er hvort Thomas Tuchel, þjálfari liðsins, vilji 37 ára gamla ofurstjörnu í framlínu sína.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Sjá meira