Stuðningsmaðurinn var lífgaður við á vellinum og heilsast vel eftir aðstæðum samkvæmt fréttatilkynningu frá FCK.
Það voru tveir áhorfendur sem komu honum til bjargar í stúkunni eða FCK-læknirinn Morten Boesen og FCK-sjúkraþjálfarinn Johannes Mackeprang. Þeir lífguðu hann við í sameiningu. TV2 segir frá.
FCK-fan fik hjertestop under Trabzonspor-kamp https://t.co/1sa7v7Av7L
— bold.dk (@bolddk) August 22, 2022
Stuðningsmaðurinn var síðan fluttur í sjúkrabíl á Rigshospitalet. Hann var um tíma í dái og í öndunarvél en komst aftur til meðvitundar.
Morten Boesen er einnig læknir danska landsliðsins. Hann kom einnig til bjargar þegar Christian Eriksen hneig niður í leik Dana og Finna á Evrópumótinu í fyrra.
Boesen og aðstoðarmenn hans náðu að lífga Eriksen við og hann spilar fótbolta í dag með liði Manchester United.
Morten Boesen! Igen! Hvilken absolut helt. God bedring til den unge mand. Sikke usædvanligt at få hjertestop som 24-årig. Eller det var det. https://t.co/Fh4L5ZsaSi
— Jens Mogensen (@Jenbas1) August 22, 2022