Bjartur logi við landamærin reyndist vera umfangsmikill gasbruni Rússa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2022 09:10 Ekki er óalgengt að afgangsgasi sé brennt við vinnslu í gasvinnsluverum, eins og sjá má á þessari mynd. Það sem þykir óvenjulegt við brunann í Portovaya-verinu er magn gassins sem er brennt, sem og í hversu langan tíma bruninn hefur staðið. Karol Serewis/SOPA Images/LightRocket via Getty Images) Rússar hafa verið sakaðir um brenna allt að 4,3 milljónum kúbikmetra á gasi á degi hverjum í gasvinnsluveri skammt frá landamærum Finnlands og Rússlands. Íbúar Finnlandsmegin við landamæri Rússa og Finnlands vöktu fyrst athygli á málinu, eftir að bjartur og þrálátur logi birtist við sjóndeildarhringinn. BBC greinir frá og vitnar í greiningu orkurannsóknarfyrirtækisins Rystad Energy. Í frétt BBC segir að Rússar brenni gasi að virði tíu milljónir dollara á degi hverjum, um 1,4 milljarð króna, í Portovaya-gasvinnsluverinu, ekki langt frá St. Pétursborg, skammt frá landamærum Finnlands og Rússlands. Sérfræðingar segja að alla jafna færi gasið um gasleiðslur frá Rússlandi til Þýskalands, en gasvinnsluverið er skammt frá þrýstistöð við upphaf Nord Stream 1 gasleiðslurnar. Vegna stríðs Rússa í Úkraínu hefur dregið úr gassendingum í gegnum leiðsluna. Rússar segjast hafa átt í tæknilegum vandræðum með hana en þýsk yfirvöld segja að ástæðan sé pólitísks eðlis, vegna andstöðu vestrænna ríkja við aðgerðum Rússa í Úkraínu. Í frétt BBC segir að íbúar Finnlandsmegin við landamæri Finnlands og Rússlands hafi í sumar tekið eftir gríðarstórum loga við sjóndeildarhringinn. Flæði um Nord Stream 1 gasleiðsluna hefur verið skert að undanförnu.Stefan Sauer/picture alliance via Getty Images) Ekki er óalgengt að afgangsgasi sé brennt í gasvinnsluverum. Sérfræðingar við BBC segja hins vegar að gögn bendi til þess að óvenjumiklu gasi sé brennt við umrætt gasvinnsluver. Sérfræðingar telja líklegt að bruninn sé vegna tæknilegra vandamála Í frétt BBC er rætt við Mark Davis, forstjóra fyrirtækis sem sérhæft hefur sig í að finna lausnir til að koma í veg fyrir að afgansgasi sé brennt í gasvinnsluverum. „Rekstraraðilar eru oft tregir til að slökkva á verunum í ótta um að það geti reynst tæknilega erfitt að koma þeim aftur af stað. Það er líklega það sem um ræðir hér,“ er haft eftir Davis. Þá er einnig rætt við Esa Vakkilainen, prófessor í verkfræði, við LUT-háskólann í Finnlandi. Hann telur líklegt að ástæðan sé tæknilegs eðlis. „Svona bruni í svona langan tíma gæti þýtt að það vanti einhvern tæknibúnað,“ er haft eftir Vakkilainen sem bendir til viðskiptaþvingana vestrænna ríkja á Rússa. „Vegna þess geta þeir ekki framleitt þá loka eða ventla sem standast gæðakröfur og er þörf á í olíu-og gasvinnslu. Mögulega er einhverjir ventlar brotnir sem ekki er hægt að skipta út.“ Rússland Finnland Orkumál Umhverfismál Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
BBC greinir frá og vitnar í greiningu orkurannsóknarfyrirtækisins Rystad Energy. Í frétt BBC segir að Rússar brenni gasi að virði tíu milljónir dollara á degi hverjum, um 1,4 milljarð króna, í Portovaya-gasvinnsluverinu, ekki langt frá St. Pétursborg, skammt frá landamærum Finnlands og Rússlands. Sérfræðingar segja að alla jafna færi gasið um gasleiðslur frá Rússlandi til Þýskalands, en gasvinnsluverið er skammt frá þrýstistöð við upphaf Nord Stream 1 gasleiðslurnar. Vegna stríðs Rússa í Úkraínu hefur dregið úr gassendingum í gegnum leiðsluna. Rússar segjast hafa átt í tæknilegum vandræðum með hana en þýsk yfirvöld segja að ástæðan sé pólitísks eðlis, vegna andstöðu vestrænna ríkja við aðgerðum Rússa í Úkraínu. Í frétt BBC segir að íbúar Finnlandsmegin við landamæri Finnlands og Rússlands hafi í sumar tekið eftir gríðarstórum loga við sjóndeildarhringinn. Flæði um Nord Stream 1 gasleiðsluna hefur verið skert að undanförnu.Stefan Sauer/picture alliance via Getty Images) Ekki er óalgengt að afgangsgasi sé brennt í gasvinnsluverum. Sérfræðingar við BBC segja hins vegar að gögn bendi til þess að óvenjumiklu gasi sé brennt við umrætt gasvinnsluver. Sérfræðingar telja líklegt að bruninn sé vegna tæknilegra vandamála Í frétt BBC er rætt við Mark Davis, forstjóra fyrirtækis sem sérhæft hefur sig í að finna lausnir til að koma í veg fyrir að afgansgasi sé brennt í gasvinnsluverum. „Rekstraraðilar eru oft tregir til að slökkva á verunum í ótta um að það geti reynst tæknilega erfitt að koma þeim aftur af stað. Það er líklega það sem um ræðir hér,“ er haft eftir Davis. Þá er einnig rætt við Esa Vakkilainen, prófessor í verkfræði, við LUT-háskólann í Finnlandi. Hann telur líklegt að ástæðan sé tæknilegs eðlis. „Svona bruni í svona langan tíma gæti þýtt að það vanti einhvern tæknibúnað,“ er haft eftir Vakkilainen sem bendir til viðskiptaþvingana vestrænna ríkja á Rússa. „Vegna þess geta þeir ekki framleitt þá loka eða ventla sem standast gæðakröfur og er þörf á í olíu-og gasvinnslu. Mögulega er einhverjir ventlar brotnir sem ekki er hægt að skipta út.“
Rússland Finnland Orkumál Umhverfismál Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira