Fótbolti

Svava Rós lagði upp sigurmarkið í Íslendingaslagnum

Atli Arason skrifar
Svava Rós fagnar marki með Brann.
Svava Rós fagnar marki með Brann. Brann

Svava Rós Guðmundsdóttir, leikmaður Brann, lagði upp sigurmarkið í 1-2 útisigri gegn Ingibjörgu Sigurðardóttur og stöllum hennar í Vålerenga í Íslendingaslag norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Svava Rós og Ingibjörg voru í byrjunarliði sinna liða og spiluðu þær báðar allan leikinn.

Janni Thomsen kom Vålerenga strax á fyrstu mínútu en Brann kom til baka með mörkum Therese Asland og Maria Bochmann en Svava Rós lagði upp sigurmarkið sem Bochmann skoraði á 71. mínútu.

Brann fer þar með á toppinn í úrslitakeppni efri helmings deildarinnar eftir fyrstu umferð. Brann er með níu stig á meðan Vålerenga er í 3. sæti með tvö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×