Willum Þór lék allan leikinn hægra megin á miðjunni fyrir Go Ahead Eagles en liðið situr í tíunda sæti deildarinnar með 19 stig eftir 16 umferðir.
Þessi 24 ára gamli leikmaður er í lykilhlutverki hjá Go Ahead Eagles en hann hefur verið í byrjunarliði í 12 af 16 deildarleikjum liðsins á yfirstandandi leiktíð og komið einu sinni inná sem varamaður.
Þá hefur Willum Þór skorað þrjú mörk í deildinni og lagt upp tvö önnur fyrir samherja sína. Willum Þór kom til Go Ahead Eagles frá BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi síðasta sumar.