Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 99-86 | Fyrsti sigur Hauka í Marsfárinu Andri Már Eggertsson skrifar 16. mars 2023 23:18 Haukar unnu sinn fyrsta sigur í mars gegn Stjörnunni Vísir/Diego Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum í mars unnu Haukar þrettán stiga sigur á Stjörnunni 99-86. Leikurinn var jafn og spennandi lengst af í seinni hálfleik en heimamenn sýndu karakter á lokamínútunum á meðan leikmenn Stjörnunnar misstu hausinn. Haukar settu tóninn strax í upphafi og gerðu fyrstu sjö stigin. Stjarnan tapaði tveimur klaufalegum boltum í upphafi sem gaf Haukum auðveldar körfur. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, brenndi leikhlé strax eftir 90 sekúndur sem er ekki draumur neins þjálfara. Eftir að hafa lent mest þrettán stigum undir komst Stjarnan betur inn í leikinn og var fimm stigum undir eftir fyrsta leikhluta 26-21. Orri Gunnarsson, leikmaður Hauka, fann sig vel í upphafi og gerði sjö stig á fjórum mínútum. Það sem einkenndi annan leikhluta var að þegar Stjarnan hótaði að minnka forskot Hauka niður í eina körfu með snörpu áhlaupi þá kom gott svar frá Haukum þar sem heimamenn settu niður stórar körfur. Heimamenn enduðu fyrri hálfleik á góðum nótum þar sem þeir unnu síðustu þrjár mínútur með átta stigum 15-7. Haukar voru tólf stigum yfir í hálfleik 57-45. Í upphafi seinni hálfleiks gekk Stjörnunni ágætlega sóknarlega en sömu vandamál voru til staðar í varnarleiknum líkt og í fyrri hálfleik. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, tók leikhlé eftir tæplega þrjár mínútur tólf stigum undir. Eftir leikhlé var allt annað að sjá Stjörnuna sem spilaði töluvert betur. Gestirnir enduðu þriðja leikhluta á að Armani kom með ansi skrautlega sendingu niður í horn á Friðrik Anton sem setti niður langt tveggja stiga skot. Haukar voru aðeins einu stigi yfir 77-76 þegar haldið var í síðustu lotu. Friðrik Anton var enn þá heitur eftir körfuna í þriðja leikhluta og byrjaði fjórða leikhluta á að taka sóknarfrákast og setja niður sniðskot. Það var hátt spennustig í fjórða leikhluta og það var erfiðara fyrir bæði lið að koma boltanum ofan í. Leikurinn var í járnum en þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir fór Stjarnan að gefa eftir. Gestirnir fengu á sig tvær sóknarvillur í röð og heimamenn refsuðu. Orri Gunnarsson setti síðan fimm stig í röð og fór langt með sigur Hauka. Heimamenn unnu á endanum þrettán stiga sigur 99-86. Af hverju unnu Haukar? Haukar áttu sigurinn svo sannarlega skilið. Haukar unnu þrjá af fjórum leikhlutum og það var aðeins tvisvar skipst á forystu. Stjarnan gerði vel í að koma til baka í seinni hálfleik en Haukar unnu síðustu fimm mínúturnar 17-5. Hverjir stóðu upp úr? Máté Dalmay sagði í viðtali eftir leik að Darwin Davis hafi spilað fárveikur. Það var ekki að trufla hann meira en það að hann var stigahæstur með 29 stig og var með 71 prósent skotnýtingu. Orri Gunnarsson spilaði vel og gerði 19 stig og var með 72 prósent skotnýtingu. Orri setti niður þrista á mikilvægum augnablikum. Hvað gekk illa? Armani Moore var hörmulegur í kvöld. Armani hitti úr einu skoti af tíu í opnum leik. Armani var aðeins með 3 framlagspunkta og með hann inn á vellinum tapaði Stjarnan með 22 stigum. Fyrirliði Hauka, Emil Barja, spilaði tæplega tíu mínútur. Emil tók eitt skot sem fór ekki ofan í, tapaði einum bolta, fékk á sig þrjár villur og með hann inn á töpuðu Haukar þeim kafla með 22 stigum. Hvað gerist næst? Grindavík og Haukar mætast næsta fimmtudag klukkan 20:15. Föstudaginn eftir viku eigast við Stjarnan og Þór Þorlákshöfn. Arnar: Töpuðum sjö boltum í fjórða leikhluta sem var dýrt Arnar Guðjónsson með athyglina á ljósmyndara Vísis.Vísir/Bára Dröfn Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur eftir tap kvöldsins. „Við fengum tvö góð færi þegar við vorum stigi en hittum ekki. Síðan þegar Haukar komust yfir þá fórum við að gera óþarfa mistök varnarlega ásamt því töpuðum við sjö boltum í fjórða leikhluta og klaufagangurinn okkar reyndist dýr. Haukar fóru í svæðisvörn þar sem við fengum fín skot en það breytti taktinum okkar og við náðum ekki að klára þau,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir leik. Stjarnan byrjaði leikinn afar illa þar sem Haukar gerðu sjö stig í röð og Arnar þurfti að brenna leikhlé eftir 90 sekúndur. „Við vorum á hælunum, lengi til baka og vorum lélegir. Það var vonbrigði þar sem við vissum að þessi leikur yrði mikilvægur fyrir okkur.“ Stjarnan vann þriðja leikhluta með ellefu stigum og Arnar var ánægður með hvernig vörnin breyttist. „Mér fannst meiri ákefð varnarlega og við náðum að hreyfa boltann vel sóknarlega. Við fengum skot til að vinna leikinn sem við brenndum af.“ Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, leggur fram tillögu á komandi ársþingi KKÍ að aðskilja stöðu formanns og framkvæmdastjóra KKÍ. Arnar Guðjónsson styður þessa tillögu. „Ég hef mikinn áhuga á því sem er að gerast í íþróttahreyfingunni heillt yfir. Það er aldrei gott að vera sinn eigin yfirmaður burt séð frá persónum og ég mun alveg örruglega kjósa með þessu,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum. Körfubolti Subway-deild karla Stjarnan Haukar
Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum í mars unnu Haukar þrettán stiga sigur á Stjörnunni 99-86. Leikurinn var jafn og spennandi lengst af í seinni hálfleik en heimamenn sýndu karakter á lokamínútunum á meðan leikmenn Stjörnunnar misstu hausinn. Haukar settu tóninn strax í upphafi og gerðu fyrstu sjö stigin. Stjarnan tapaði tveimur klaufalegum boltum í upphafi sem gaf Haukum auðveldar körfur. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, brenndi leikhlé strax eftir 90 sekúndur sem er ekki draumur neins þjálfara. Eftir að hafa lent mest þrettán stigum undir komst Stjarnan betur inn í leikinn og var fimm stigum undir eftir fyrsta leikhluta 26-21. Orri Gunnarsson, leikmaður Hauka, fann sig vel í upphafi og gerði sjö stig á fjórum mínútum. Það sem einkenndi annan leikhluta var að þegar Stjarnan hótaði að minnka forskot Hauka niður í eina körfu með snörpu áhlaupi þá kom gott svar frá Haukum þar sem heimamenn settu niður stórar körfur. Heimamenn enduðu fyrri hálfleik á góðum nótum þar sem þeir unnu síðustu þrjár mínútur með átta stigum 15-7. Haukar voru tólf stigum yfir í hálfleik 57-45. Í upphafi seinni hálfleiks gekk Stjörnunni ágætlega sóknarlega en sömu vandamál voru til staðar í varnarleiknum líkt og í fyrri hálfleik. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, tók leikhlé eftir tæplega þrjár mínútur tólf stigum undir. Eftir leikhlé var allt annað að sjá Stjörnuna sem spilaði töluvert betur. Gestirnir enduðu þriðja leikhluta á að Armani kom með ansi skrautlega sendingu niður í horn á Friðrik Anton sem setti niður langt tveggja stiga skot. Haukar voru aðeins einu stigi yfir 77-76 þegar haldið var í síðustu lotu. Friðrik Anton var enn þá heitur eftir körfuna í þriðja leikhluta og byrjaði fjórða leikhluta á að taka sóknarfrákast og setja niður sniðskot. Það var hátt spennustig í fjórða leikhluta og það var erfiðara fyrir bæði lið að koma boltanum ofan í. Leikurinn var í járnum en þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir fór Stjarnan að gefa eftir. Gestirnir fengu á sig tvær sóknarvillur í röð og heimamenn refsuðu. Orri Gunnarsson setti síðan fimm stig í röð og fór langt með sigur Hauka. Heimamenn unnu á endanum þrettán stiga sigur 99-86. Af hverju unnu Haukar? Haukar áttu sigurinn svo sannarlega skilið. Haukar unnu þrjá af fjórum leikhlutum og það var aðeins tvisvar skipst á forystu. Stjarnan gerði vel í að koma til baka í seinni hálfleik en Haukar unnu síðustu fimm mínúturnar 17-5. Hverjir stóðu upp úr? Máté Dalmay sagði í viðtali eftir leik að Darwin Davis hafi spilað fárveikur. Það var ekki að trufla hann meira en það að hann var stigahæstur með 29 stig og var með 71 prósent skotnýtingu. Orri Gunnarsson spilaði vel og gerði 19 stig og var með 72 prósent skotnýtingu. Orri setti niður þrista á mikilvægum augnablikum. Hvað gekk illa? Armani Moore var hörmulegur í kvöld. Armani hitti úr einu skoti af tíu í opnum leik. Armani var aðeins með 3 framlagspunkta og með hann inn á vellinum tapaði Stjarnan með 22 stigum. Fyrirliði Hauka, Emil Barja, spilaði tæplega tíu mínútur. Emil tók eitt skot sem fór ekki ofan í, tapaði einum bolta, fékk á sig þrjár villur og með hann inn á töpuðu Haukar þeim kafla með 22 stigum. Hvað gerist næst? Grindavík og Haukar mætast næsta fimmtudag klukkan 20:15. Föstudaginn eftir viku eigast við Stjarnan og Þór Þorlákshöfn. Arnar: Töpuðum sjö boltum í fjórða leikhluta sem var dýrt Arnar Guðjónsson með athyglina á ljósmyndara Vísis.Vísir/Bára Dröfn Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur eftir tap kvöldsins. „Við fengum tvö góð færi þegar við vorum stigi en hittum ekki. Síðan þegar Haukar komust yfir þá fórum við að gera óþarfa mistök varnarlega ásamt því töpuðum við sjö boltum í fjórða leikhluta og klaufagangurinn okkar reyndist dýr. Haukar fóru í svæðisvörn þar sem við fengum fín skot en það breytti taktinum okkar og við náðum ekki að klára þau,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir leik. Stjarnan byrjaði leikinn afar illa þar sem Haukar gerðu sjö stig í röð og Arnar þurfti að brenna leikhlé eftir 90 sekúndur. „Við vorum á hælunum, lengi til baka og vorum lélegir. Það var vonbrigði þar sem við vissum að þessi leikur yrði mikilvægur fyrir okkur.“ Stjarnan vann þriðja leikhluta með ellefu stigum og Arnar var ánægður með hvernig vörnin breyttist. „Mér fannst meiri ákefð varnarlega og við náðum að hreyfa boltann vel sóknarlega. Við fengum skot til að vinna leikinn sem við brenndum af.“ Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, leggur fram tillögu á komandi ársþingi KKÍ að aðskilja stöðu formanns og framkvæmdastjóra KKÍ. Arnar Guðjónsson styður þessa tillögu. „Ég hef mikinn áhuga á því sem er að gerast í íþróttahreyfingunni heillt yfir. Það er aldrei gott að vera sinn eigin yfirmaður burt séð frá persónum og ég mun alveg örruglega kjósa með þessu,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum