„Hefði hjálpað okkur Bjarka heil ósköp“ Máni Snær Þorláksson skrifar 18. apríl 2023 15:40 Ástrós Rut Sigurðardóttir flutti sína fyrstu ræðu á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Ástrós Rut Sigurðardóttir, varaþingmaður Viðreisnar, flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Í ræðunni fagnar Ástrós þingsályktunartillögu um umboðsmann sjúklinga. Ástrós missti eiginmann sinn árið 2019 eftir langa baráttu við krabbamein. Hún segir að umboðsmaður sjúklinga hefði getað hjálpað þeim á sínum tíma. „Það er heiður að fá að standa hér og flytja mína fyrstu ræðu í einu glæsilegasta og virðulegasta húsi landsins,“ segir Ástrós í upphafi ræðunnar. Hún segir það hafa verið ástríðu sína lengi að breyta til hins betra og vera partur af jákvæðri þróun samfélagsins. Klippa: Jómfrúarræða Ástrósar Rutar Þegar Ástrós var einungis 24 ára gömul stóð hún við hlið Bjarka Má Sigvaldssonar, eiginmanns síns, er þeim var tjáð að krabbamein væri ástæðan fyrir verkjum og veikindum hans. „Við fengum einnig að heyra að þetta yrði mjög langt og erfitt ferli. Í dag eru tíu ár liðin og ég tíu árum eldri og vitrari en maðurinn minn er ekki lengur með okkur. Hann lést árið 2019 frá kornungri dóttur sinni og stóðu mæðgur eftir í sárum.“ Nauðsynlegt afl fyrir sjúklinga Ástrós segir að á þessum sjö árum sem Bjarki glímdi við krabbamein hafi hún lært margt. „Ég lærði að það er flókið að vita sín réttindi. Ég lærði að vegurinn í gegnum kerfið er þungbær og ég lærði að það þarf sterkan einstakling á bak við veikan einstakling til að komast í gegnum frumskóg kerfisins og það er ekki sjálfgefið.“ Hún segist hafa orðið fyrir löngu sannfærð um mikilvægi þess að koma á fót embætti umboðsmanns sjúklinga. Að hennar mati væri embættið nauðsynlegt afl fyrir sjúklinga til að fá á einum stað upplýsingar um sín réttindi, fræðslu og leiðsögn um kerfið. „Umboðsmaður sjúklinga myndi einnig sinna því hlutverki að standa vörð um hagsmuni þessa viðkvæma hóps og gæta að því að sjúklingar fái sem besta heilbrigðisþjónustu hverju sinni. Þetta er ekki bara fallegt fyrirkomulag, þetta er faglegt.“ Embættið hefði hjálpað sér og Bjarka Um er að ræða þingsályktunartillögu frá stjórnarandstöðunni. Halldóra Mogesen, þingmaður Pírata, lagði tillöguna fram og er það nú komið til umfjöllunar í velferðarnefnd. Ástrós hvetur þingmenn nefndarinnar til að stoppa ekki málið þó það komi frá stjórnarandstöðuþingmanni. „Gott er gott, sama hvaðan það kemur. Kerfið var nefnilega flókið og erfitt yfirferðar þegar ég þurfti að eiga við það sjálf og hefur því miður alltof lítið breyst síðan. Þess vegna vil ég eindregið vekja athygli á þessu mikilvæga máli.“ Að lokum segir Ástrós að embættið hefði getað hjálpað sér og Bjarka á sínum tíma: „Ég er sannfærð um að umboðsmaður sjúklinga hefði hjálpað okkur Bjarka heil ósköp.“ Alþingi Viðreisn Heilbrigðismál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
„Það er heiður að fá að standa hér og flytja mína fyrstu ræðu í einu glæsilegasta og virðulegasta húsi landsins,“ segir Ástrós í upphafi ræðunnar. Hún segir það hafa verið ástríðu sína lengi að breyta til hins betra og vera partur af jákvæðri þróun samfélagsins. Klippa: Jómfrúarræða Ástrósar Rutar Þegar Ástrós var einungis 24 ára gömul stóð hún við hlið Bjarka Má Sigvaldssonar, eiginmanns síns, er þeim var tjáð að krabbamein væri ástæðan fyrir verkjum og veikindum hans. „Við fengum einnig að heyra að þetta yrði mjög langt og erfitt ferli. Í dag eru tíu ár liðin og ég tíu árum eldri og vitrari en maðurinn minn er ekki lengur með okkur. Hann lést árið 2019 frá kornungri dóttur sinni og stóðu mæðgur eftir í sárum.“ Nauðsynlegt afl fyrir sjúklinga Ástrós segir að á þessum sjö árum sem Bjarki glímdi við krabbamein hafi hún lært margt. „Ég lærði að það er flókið að vita sín réttindi. Ég lærði að vegurinn í gegnum kerfið er þungbær og ég lærði að það þarf sterkan einstakling á bak við veikan einstakling til að komast í gegnum frumskóg kerfisins og það er ekki sjálfgefið.“ Hún segist hafa orðið fyrir löngu sannfærð um mikilvægi þess að koma á fót embætti umboðsmanns sjúklinga. Að hennar mati væri embættið nauðsynlegt afl fyrir sjúklinga til að fá á einum stað upplýsingar um sín réttindi, fræðslu og leiðsögn um kerfið. „Umboðsmaður sjúklinga myndi einnig sinna því hlutverki að standa vörð um hagsmuni þessa viðkvæma hóps og gæta að því að sjúklingar fái sem besta heilbrigðisþjónustu hverju sinni. Þetta er ekki bara fallegt fyrirkomulag, þetta er faglegt.“ Embættið hefði hjálpað sér og Bjarka Um er að ræða þingsályktunartillögu frá stjórnarandstöðunni. Halldóra Mogesen, þingmaður Pírata, lagði tillöguna fram og er það nú komið til umfjöllunar í velferðarnefnd. Ástrós hvetur þingmenn nefndarinnar til að stoppa ekki málið þó það komi frá stjórnarandstöðuþingmanni. „Gott er gott, sama hvaðan það kemur. Kerfið var nefnilega flókið og erfitt yfirferðar þegar ég þurfti að eiga við það sjálf og hefur því miður alltof lítið breyst síðan. Þess vegna vil ég eindregið vekja athygli á þessu mikilvæga máli.“ Að lokum segir Ástrós að embættið hefði getað hjálpað sér og Bjarka á sínum tíma: „Ég er sannfærð um að umboðsmaður sjúklinga hefði hjálpað okkur Bjarka heil ósköp.“
Alþingi Viðreisn Heilbrigðismál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira