Enski boltinn

Borgar­stjóri Manchester færði Páfanum á­huga­verða gjöf

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gjöfin sem um er ræðir.
Gjöfin sem um er ræðir. Vísir/Getty Images

Andy Burnham, borgarstjóri Manchester-svæðisins í Englandi, færði Francis Páfa áhugaverða gjöf þegar hann heimsótti Vatíkanið á dögunum.

Burnham mætti með treyju af Lisando Martínez, varnarmanni Manchester United og argentíska landsliðsins en Páfinn er einnig frá Argentínu. Treyjan var römmuð inn og með fylgdu skilaboðin „Su Santidad, Con mucho cariño, LM.

Á íslensku mætti þýða þetta sem „Þú hinn heilagi, af miklum kærleika, LM,“ en LM er skammstöfun varnarmannsns.

Martinez er á sínu fyrsta tímabili með Man United og eftir erfiða byrjun hefur hann spilað eins og engill. Það er þangað til hann meiddist á rist á dögunum en ljóst er að Argentínumaðurinn mun ekki spila meira á þessari leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×