Kristján: Eigum að klára leikinn í upphafi seinni hálfleiks Kári Mímisson skrifar 2. maí 2023 21:52 Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Diego Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum ánægður með 1-0 sigur liðsins gegn ÍBV í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. „Að ákveðnu leyti er maður bara glaður og feginn að við náðum að skora eitt mark hér í kvöld. Við erum reyndar með stjórn á leiknum allan tímann og eigum í raun að klára hann í upphafi seinni hálfleiks. Það kemur tíu mínútna kafli þá þar sem við hefðum átt að skora annað mark. Það gekk ekki og þá þurftum við að vera aðeins á tánum og vinna vel til baka sem mér fannst leikmennirnir gera bara mjög vel.“ Sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. Stjarnan náði ekki öðru marki hér í dag og því voru Eyjakonur alltaf inn í leiknum. Var ekkert farið að fara um þjálfaran? „Það fór ekki þannig séð mikið um mig en ég þurfti að kalla mikið í þær til að halda þeim á tánum og til þess að þær myndu klára þennan leik. Þær voru búnar að gera þetta vel og kláruðu þetta að lokum. Kannski þurftu þær ekkert á mér að halda þarna.“ Kristján tók Anítu Ýr útaf í hálfleik sem hafði verið frábær. Í hennar stað kom Snædís María Jörundsdóttir sem átti sömuleiðis mjög góðan dag. Afhverju tókstu Anítu út af? „Aníta er bara að koma til baka eftir meiðsli sem hún er búin að vera að standa í. Það er einfaldlega ástæðan. Hún spilaði 20 mínútur seinast og núna er hún í 45 mínútum. Það þarf bara að stjórna álaginu á henni núna þegar hún er að koma til baka. Hún missti af öllum vetrinum og þetta kemur bara hægt og bítandi. “ Sóknarleikur Stjörnunnar breyttist eftir skiptinguna og varð beinskeyttari með Snædísi. Má segja að hún gefi ykkur aðeins meiri vídd fram á við? „Við breytum uppspilinu í sóknarleiknum við skiptinguna í hálfleiknum. Þá koma aðeins öðruvísi færslur á framherjan og allt öðruvísi áherslur fyrir hægri kantinn enda ólíkir leikmenn sem koma inn. Snædís fékk færi í dag og við vorum búin að semja um það að hún myndi skora en hún á það þá bara inn. Það þurfti ekki í dag.“ Besta deild kvenna Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 1-0 | Gunnhildur Yrsa tryggði Stjörnunni fyrsta sigurinn Stjarnan lagði ÍBV í 2. umferð Bestu deildar kvenna 1-0 í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn. 2. maí 2023 21:44 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Sjá meira
„Að ákveðnu leyti er maður bara glaður og feginn að við náðum að skora eitt mark hér í kvöld. Við erum reyndar með stjórn á leiknum allan tímann og eigum í raun að klára hann í upphafi seinni hálfleiks. Það kemur tíu mínútna kafli þá þar sem við hefðum átt að skora annað mark. Það gekk ekki og þá þurftum við að vera aðeins á tánum og vinna vel til baka sem mér fannst leikmennirnir gera bara mjög vel.“ Sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. Stjarnan náði ekki öðru marki hér í dag og því voru Eyjakonur alltaf inn í leiknum. Var ekkert farið að fara um þjálfaran? „Það fór ekki þannig séð mikið um mig en ég þurfti að kalla mikið í þær til að halda þeim á tánum og til þess að þær myndu klára þennan leik. Þær voru búnar að gera þetta vel og kláruðu þetta að lokum. Kannski þurftu þær ekkert á mér að halda þarna.“ Kristján tók Anítu Ýr útaf í hálfleik sem hafði verið frábær. Í hennar stað kom Snædís María Jörundsdóttir sem átti sömuleiðis mjög góðan dag. Afhverju tókstu Anítu út af? „Aníta er bara að koma til baka eftir meiðsli sem hún er búin að vera að standa í. Það er einfaldlega ástæðan. Hún spilaði 20 mínútur seinast og núna er hún í 45 mínútum. Það þarf bara að stjórna álaginu á henni núna þegar hún er að koma til baka. Hún missti af öllum vetrinum og þetta kemur bara hægt og bítandi. “ Sóknarleikur Stjörnunnar breyttist eftir skiptinguna og varð beinskeyttari með Snædísi. Má segja að hún gefi ykkur aðeins meiri vídd fram á við? „Við breytum uppspilinu í sóknarleiknum við skiptinguna í hálfleiknum. Þá koma aðeins öðruvísi færslur á framherjan og allt öðruvísi áherslur fyrir hægri kantinn enda ólíkir leikmenn sem koma inn. Snædís fékk færi í dag og við vorum búin að semja um það að hún myndi skora en hún á það þá bara inn. Það þurfti ekki í dag.“
Besta deild kvenna Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 1-0 | Gunnhildur Yrsa tryggði Stjörnunni fyrsta sigurinn Stjarnan lagði ÍBV í 2. umferð Bestu deildar kvenna 1-0 í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn. 2. maí 2023 21:44 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 1-0 | Gunnhildur Yrsa tryggði Stjörnunni fyrsta sigurinn Stjarnan lagði ÍBV í 2. umferð Bestu deildar kvenna 1-0 í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn. 2. maí 2023 21:44