Í tilkynningu frá Úkraínuher segir að tekist hafi að skjóta niður 23 flauganna, en þess er ekki getið hvar hinar tvær höfnuðu. Fimmtán flaugum var skotið á höfuðborgina Kænugarð og þar varð smávægilegt tjón af völdum braks úr flaugunum þegar þær voru skotnar niður.
Talsmaður hersins segir að flaugunum hafi verið skotið frá sprengjuflugvélum Rússa á Kaspíahafi.
Árásirnar í nótt koma í kjölfarið á einni stærstu árásarhrinu Rússa frá upphafi stríðs þegar fjölmörgum drónum var beitt auk eldflauga og stórskotaliðs.
Úrsúla von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, mætti Kænugarðs í morgun þar sem hún mun funda með Volodímír Selenskí Úkraínuforseta.
Good to be back in Kyiv.
— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) May 9, 2023
Where the values we hold dear are defended everyday.
So it is such a fitting place to celebrate the day of Europe.
I welcome President @ZelenskyyUa's decision to make 9 May Europe Day also here in Ukraine. pic.twitter.com/MEGOEfgyIq
Viðburðir eru skipulagðir víða um Rússland til að minnast Sigurdagsins í dag, þó að búið sé að aflýsa einhverjum þeirra. Í rússnesku höfuðborginni Moskvu stendur til að halda umfangsmikla hersýningu í tilefni dagsins.
Serhiy Popko, talsmaður úkraínska hersins, segir að rússneskar hersveitir væru að reyna að „drepa eins marga og mögulega sé á þessum degi“.