Umfjöllun: Ísland - Portúgal 0-1 | Ronaldo afgreiddi Ísland eftir rauða spjaldið Sindri Sverrisson og Ingvi Þór Sæmundsson skrifa 20. júní 2023 22:38 Cristiano Ronaldo fagnar markinu sem tryggði Portúgal sigur gegn Íslandi, í hans 200. landsleik. VÍSIR/VILHELM Ísland varð að sætta sig við afar grátlegt tap gegn Portúgal á Laugardalsvelli í kvöld, 1-0, þar sem Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið í lok leiks, í undankeppni EM í fótbolta. Íslenska liðið hafði í fullu tré við það portúgalska stærstan hluta leiksins þó að gestirnir væru mun meira með boltann, og hættulegri, í seinni hálfleiknum. Þegar um tíu mínútur lifðu leiks fékk Willum Þór Willumsson að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt, fyrir háskalega tæklingu í Goncalo Inácio úti við hliðarlínu. Portúgal tókst að nýta sér liðsmuninn þegar Ronaldo skoraði á síðustu mínútu venjulegs leiktíma, af stuttu færi. Inácio átti þá skalla á Ronaldo en markið var upphaflega dæmt af vegna þess að Inácio þótti rangstæður. Willum Þór Willumsson fékk sitt seinna gula spjald og þar með rautt fyrir þessa tæklingu.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Eftir skoðun á myndbandsupptöku, sem tók langan tíma, var markið dæmt gott og gilt og Ronaldo þusti í átt að portúgölskum stuðningsmönnum, sem voru 700 talsins á leiknum, til að fagna enn einu marki sínu í tímamótaleiknum. Ísland komið í skelfilega stöðu Ísland má vera stolt af sinni frammistöðu í kvöld en uppskeran, rétt eins og gegn Slóvakíu, var engin og liðið er því aðeins með þrjú stig eftir fjóra leiki af tíu í undankeppninni. Portúgal er hins vegar með fullt hús stiga og á góðri leið með að koma sér áfram í lokakeppnina sem annað af tveimur efstu liðum J-riðils. Slóvakía er í 2. sæti með 10 stig, eftir sigur gegn Liechtenstein í kvöld. Uppselt var á Laugardalsvöll í fyrsta sinn í fjögur ár.VÍSIR/VILHELM Ronaldo var heiðraður fyrir leik, vegna heimsmets síns sem landsleikjahæsti karl heims með 200 leiki, en íslensku strákarnir gáfu honum hins vegar engar gjafir í nær heilar 90 mínútur í leiknum. Fyrri hálfleikurinn var frábær hjá Íslandi, sérstaklega um tuttugu mínútna kafli um miðjan hálfleikinn, þar sem Ísland skapaði sér nokkur afar álitleg færi og lenti í engum vandræðum varnarlega. Guðlaugur Victor Pálsson fékk til að mynda dauðafæri í teignum, eftir stuttan skalla frá Alfreð Finnbogasyni, og þeir Alfreð, Jón Dagur Þorsteinsson og Jóhann Berg Guðmundsson áttu allir skot sem ógnuðu portúgalska liðinu. Skalli Harðar Björgvins Magnússonar var sömuleiðis naumlega varin, og í raun svekkjandi að Ísland skyldi ekki vera yfir í leikhléi gegn stjörnum prýddu liði Portúgala sem spöruðu ekki sína bestu menn. Sverrir Ingi Ingason, Guðlaugur Victor Pálsson og Rúnar Alex Rúnarsson áttu allir frábæran leik í kvöld en það dugði ekki til.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Portúgalar gengu alla vega foxillir af velli í hálfleik og kvartaði Ronaldo sérstaklega sáran yfir því að Alfreð Finnbogason skyldi ekki rekinn af velli rétt fyrir hlé, eftir létt olnbogaskot í höfuð Pepe. Þessi fertugi varnarmaður lá lengi í grasinu eftir höggið, sem var mjög vægt, og virtist staðráðinn í að fiska Alfreð af velli en þýskur dómari leiksins lét ekki blekkjast og taldi gult spjald ásættanlegt. Cristiano Ronaldo fórnaði ítrekað höndum í leiknum, fram á 90. mínútu.VÍSIR/VILHELM Pirringurinn undirstrikaði hve frábær fyrri hálfleikur var hjá íslenska liðinu, rétt eins og gegn Slóvakíu á laugardaginn, en rétt eins og þá sneri ótti manns að því hvort að íslenska liðið hefði úthald í að halda dampi allan leikinn. Þær áhyggjur reyndust óþarfar, þó að Portúgalar hafi vissulega náð mun meiri stjórn á leiknum í seinni hálfleik. Gestirnir sköpuðu sér lítið af færum og þegar þau komu, eins og þegar Ronaldo komst í dauðafæri tuttugu mínútum fyrir leikslok, var einhver mættur til að leysa málið eins og Sverrir Ingi Ingason gerði með stórkostlegri tæklingu. Arnór Ingvi Traustason kom inn í byrjunarlið Íslands og átti frábæran leik á miðjunni.VÍSIR/VILHELM Sverrir og Guðlaugur Victor voru hreint út sagt magnaðir í leiknum og vonandi að þarna sé komið framtíðar miðvarðapar sem myndar sterkan grunn fyrir næstu ár. Åge Hareide kom eflaust mörgum á óvart með því að tefla Arnóri Ingva Traustasyni fram í byrjunarliði, vegna meiðsla Arons Einars Gunnarssonar. Arnór, sem hlaut sinn skerf af gagnrýni eftir tapið gegn Bosníu í mars, stóð sig hins vegar frábærlega fyrir framan vörnina ásamt Jóhanni Berg Guðmundssyni, líkt og Rúnar Alex Rúnarsson í markinu fyrir aftan þá, og í raun geta allir leikmenn íslenska liðsins verið ánægðir með sína frammistöðu. Það verður hins vegar að gagnrýna Willum fyrir að fara í tæklinguna sem olli hans seinna gula spjaldi, og þar með rauðu. Vissulega gerði Inácio mikið úr brotinu en það var viðbúið enda gerðu Portúgalar mikið úr öllum brotum og ekki brotum, eins og þegar Ronaldo fékk gult spjald fyrir leikaraskap skömmu síðar. Ronaldo gerði hins vegar útslagið í leiknum, auðvitað, með marki sem langan tíma tók að úrskurða um að ætti ekki að dæma af vegna rangstöðu. Eina skiptið sem eitthvað gekk almennilega upp hjá Ronaldo í kvöld var þegar hann skoraði markið, en það var nóg til að hann fengi afmælisleikinn sem hann óskaði sér og þrjú stig heim til Portúgals. Íslendingar verða hins vegar að bíða lengur eftir sínu fyrsta stigi undir stjórn Åge Hareide, að minnsta kosti fram í september þegar þegar liðið sækir Lúxemborg heim og tekur á móti Bosníu í kjölfarið. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Twitter eftir grátlegt tap gegn Portúgal: „Súrasta helvíti eftir geggjaða frammistöðu“ Ísland tapaði 0-1 gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 karla í knattspyrnu. Íslenska liðið lék hreint út sagt frábærlega nærri allan leikinn en rautt spjald þegar tíu mínútur lifðu leiks lögðu grunninn að sigri Portúgals. Cristiano Ronaldo með markið í uppbótartíma. 20. júní 2023 21:21 Albert: Finnst við vera að byggja eitthvað Albert Guðmundsson var svekktur en samt nokkuð ánægður með frammistöðu íslenska liðsins gegn Portúgal í kvöld. Hann segir hægt að byggja á frammistöðu liðsins í þessum landsliðsglugga. 20. júní 2023 22:03 Framtíð Íslands mjög björt og ótrúlegt að sjá hvað þjálfarinn hefur gert Roberto Martínez, þjálfari Portúgals, var afar hrifinn af frammistöðu Íslands í kvöld og segist lengi hafa notið þess að fylgjast með íslenska liðinu spila. Það hvarflaði aldrei að honum að taka Cristiano Ronaldo af velli, áður en hann skoraði eina mark leiksins á 90. mínútu. 20. júní 2023 22:23 Þakkar stuðninginn: „Hef verið að reyna halda fókus en verið mjög sveiflukenndur“ „Rosalega mikið svekkelsi. Svekktur að hafa ekki náð að halda út. Áttum það skilið,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður Íslands, eftir 0-1 tapið gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. 20. júní 2023 22:46
Ísland varð að sætta sig við afar grátlegt tap gegn Portúgal á Laugardalsvelli í kvöld, 1-0, þar sem Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið í lok leiks, í undankeppni EM í fótbolta. Íslenska liðið hafði í fullu tré við það portúgalska stærstan hluta leiksins þó að gestirnir væru mun meira með boltann, og hættulegri, í seinni hálfleiknum. Þegar um tíu mínútur lifðu leiks fékk Willum Þór Willumsson að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt, fyrir háskalega tæklingu í Goncalo Inácio úti við hliðarlínu. Portúgal tókst að nýta sér liðsmuninn þegar Ronaldo skoraði á síðustu mínútu venjulegs leiktíma, af stuttu færi. Inácio átti þá skalla á Ronaldo en markið var upphaflega dæmt af vegna þess að Inácio þótti rangstæður. Willum Þór Willumsson fékk sitt seinna gula spjald og þar með rautt fyrir þessa tæklingu.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Eftir skoðun á myndbandsupptöku, sem tók langan tíma, var markið dæmt gott og gilt og Ronaldo þusti í átt að portúgölskum stuðningsmönnum, sem voru 700 talsins á leiknum, til að fagna enn einu marki sínu í tímamótaleiknum. Ísland komið í skelfilega stöðu Ísland má vera stolt af sinni frammistöðu í kvöld en uppskeran, rétt eins og gegn Slóvakíu, var engin og liðið er því aðeins með þrjú stig eftir fjóra leiki af tíu í undankeppninni. Portúgal er hins vegar með fullt hús stiga og á góðri leið með að koma sér áfram í lokakeppnina sem annað af tveimur efstu liðum J-riðils. Slóvakía er í 2. sæti með 10 stig, eftir sigur gegn Liechtenstein í kvöld. Uppselt var á Laugardalsvöll í fyrsta sinn í fjögur ár.VÍSIR/VILHELM Ronaldo var heiðraður fyrir leik, vegna heimsmets síns sem landsleikjahæsti karl heims með 200 leiki, en íslensku strákarnir gáfu honum hins vegar engar gjafir í nær heilar 90 mínútur í leiknum. Fyrri hálfleikurinn var frábær hjá Íslandi, sérstaklega um tuttugu mínútna kafli um miðjan hálfleikinn, þar sem Ísland skapaði sér nokkur afar álitleg færi og lenti í engum vandræðum varnarlega. Guðlaugur Victor Pálsson fékk til að mynda dauðafæri í teignum, eftir stuttan skalla frá Alfreð Finnbogasyni, og þeir Alfreð, Jón Dagur Þorsteinsson og Jóhann Berg Guðmundsson áttu allir skot sem ógnuðu portúgalska liðinu. Skalli Harðar Björgvins Magnússonar var sömuleiðis naumlega varin, og í raun svekkjandi að Ísland skyldi ekki vera yfir í leikhléi gegn stjörnum prýddu liði Portúgala sem spöruðu ekki sína bestu menn. Sverrir Ingi Ingason, Guðlaugur Victor Pálsson og Rúnar Alex Rúnarsson áttu allir frábæran leik í kvöld en það dugði ekki til.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Portúgalar gengu alla vega foxillir af velli í hálfleik og kvartaði Ronaldo sérstaklega sáran yfir því að Alfreð Finnbogason skyldi ekki rekinn af velli rétt fyrir hlé, eftir létt olnbogaskot í höfuð Pepe. Þessi fertugi varnarmaður lá lengi í grasinu eftir höggið, sem var mjög vægt, og virtist staðráðinn í að fiska Alfreð af velli en þýskur dómari leiksins lét ekki blekkjast og taldi gult spjald ásættanlegt. Cristiano Ronaldo fórnaði ítrekað höndum í leiknum, fram á 90. mínútu.VÍSIR/VILHELM Pirringurinn undirstrikaði hve frábær fyrri hálfleikur var hjá íslenska liðinu, rétt eins og gegn Slóvakíu á laugardaginn, en rétt eins og þá sneri ótti manns að því hvort að íslenska liðið hefði úthald í að halda dampi allan leikinn. Þær áhyggjur reyndust óþarfar, þó að Portúgalar hafi vissulega náð mun meiri stjórn á leiknum í seinni hálfleik. Gestirnir sköpuðu sér lítið af færum og þegar þau komu, eins og þegar Ronaldo komst í dauðafæri tuttugu mínútum fyrir leikslok, var einhver mættur til að leysa málið eins og Sverrir Ingi Ingason gerði með stórkostlegri tæklingu. Arnór Ingvi Traustason kom inn í byrjunarlið Íslands og átti frábæran leik á miðjunni.VÍSIR/VILHELM Sverrir og Guðlaugur Victor voru hreint út sagt magnaðir í leiknum og vonandi að þarna sé komið framtíðar miðvarðapar sem myndar sterkan grunn fyrir næstu ár. Åge Hareide kom eflaust mörgum á óvart með því að tefla Arnóri Ingva Traustasyni fram í byrjunarliði, vegna meiðsla Arons Einars Gunnarssonar. Arnór, sem hlaut sinn skerf af gagnrýni eftir tapið gegn Bosníu í mars, stóð sig hins vegar frábærlega fyrir framan vörnina ásamt Jóhanni Berg Guðmundssyni, líkt og Rúnar Alex Rúnarsson í markinu fyrir aftan þá, og í raun geta allir leikmenn íslenska liðsins verið ánægðir með sína frammistöðu. Það verður hins vegar að gagnrýna Willum fyrir að fara í tæklinguna sem olli hans seinna gula spjaldi, og þar með rauðu. Vissulega gerði Inácio mikið úr brotinu en það var viðbúið enda gerðu Portúgalar mikið úr öllum brotum og ekki brotum, eins og þegar Ronaldo fékk gult spjald fyrir leikaraskap skömmu síðar. Ronaldo gerði hins vegar útslagið í leiknum, auðvitað, með marki sem langan tíma tók að úrskurða um að ætti ekki að dæma af vegna rangstöðu. Eina skiptið sem eitthvað gekk almennilega upp hjá Ronaldo í kvöld var þegar hann skoraði markið, en það var nóg til að hann fengi afmælisleikinn sem hann óskaði sér og þrjú stig heim til Portúgals. Íslendingar verða hins vegar að bíða lengur eftir sínu fyrsta stigi undir stjórn Åge Hareide, að minnsta kosti fram í september þegar þegar liðið sækir Lúxemborg heim og tekur á móti Bosníu í kjölfarið.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Twitter eftir grátlegt tap gegn Portúgal: „Súrasta helvíti eftir geggjaða frammistöðu“ Ísland tapaði 0-1 gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 karla í knattspyrnu. Íslenska liðið lék hreint út sagt frábærlega nærri allan leikinn en rautt spjald þegar tíu mínútur lifðu leiks lögðu grunninn að sigri Portúgals. Cristiano Ronaldo með markið í uppbótartíma. 20. júní 2023 21:21 Albert: Finnst við vera að byggja eitthvað Albert Guðmundsson var svekktur en samt nokkuð ánægður með frammistöðu íslenska liðsins gegn Portúgal í kvöld. Hann segir hægt að byggja á frammistöðu liðsins í þessum landsliðsglugga. 20. júní 2023 22:03 Framtíð Íslands mjög björt og ótrúlegt að sjá hvað þjálfarinn hefur gert Roberto Martínez, þjálfari Portúgals, var afar hrifinn af frammistöðu Íslands í kvöld og segist lengi hafa notið þess að fylgjast með íslenska liðinu spila. Það hvarflaði aldrei að honum að taka Cristiano Ronaldo af velli, áður en hann skoraði eina mark leiksins á 90. mínútu. 20. júní 2023 22:23 Þakkar stuðninginn: „Hef verið að reyna halda fókus en verið mjög sveiflukenndur“ „Rosalega mikið svekkelsi. Svekktur að hafa ekki náð að halda út. Áttum það skilið,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður Íslands, eftir 0-1 tapið gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. 20. júní 2023 22:46
Twitter eftir grátlegt tap gegn Portúgal: „Súrasta helvíti eftir geggjaða frammistöðu“ Ísland tapaði 0-1 gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 karla í knattspyrnu. Íslenska liðið lék hreint út sagt frábærlega nærri allan leikinn en rautt spjald þegar tíu mínútur lifðu leiks lögðu grunninn að sigri Portúgals. Cristiano Ronaldo með markið í uppbótartíma. 20. júní 2023 21:21
Albert: Finnst við vera að byggja eitthvað Albert Guðmundsson var svekktur en samt nokkuð ánægður með frammistöðu íslenska liðsins gegn Portúgal í kvöld. Hann segir hægt að byggja á frammistöðu liðsins í þessum landsliðsglugga. 20. júní 2023 22:03
Framtíð Íslands mjög björt og ótrúlegt að sjá hvað þjálfarinn hefur gert Roberto Martínez, þjálfari Portúgals, var afar hrifinn af frammistöðu Íslands í kvöld og segist lengi hafa notið þess að fylgjast með íslenska liðinu spila. Það hvarflaði aldrei að honum að taka Cristiano Ronaldo af velli, áður en hann skoraði eina mark leiksins á 90. mínútu. 20. júní 2023 22:23
Þakkar stuðninginn: „Hef verið að reyna halda fókus en verið mjög sveiflukenndur“ „Rosalega mikið svekkelsi. Svekktur að hafa ekki náð að halda út. Áttum það skilið,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður Íslands, eftir 0-1 tapið gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. 20. júní 2023 22:46
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti