Chelsea selur fjóra til Sádi-Arabíu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júní 2023 10:31 Þeir Edouard Mendy, N'Golo Kante, Hakim Ziyech og Kalidou Koulibaly eru allir á leið frá Chelsea til liða í Sádi-Arabíu. Vísir/Getty Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er búið að selja einn af leikmönnum sínum til liðs í sádiarabísku deildinni og þrír aðrir eru að fara sömu leið. Þá hafa Úlfarnir selt einn sinn besta mann til Sádi-Arabíu. Það eru þeir N'Golo Kante, Edouard Mendy, Hakim Ziyech og Kalidou Koulibaly sem fara frá Lundúnaliðinu til Sádi-Arabíu, en allir voru þeir í heldur litlum hlutverkum fyrir liðið á síðasta tímabili. Hinn 32 ára gamli N'Golo Kante hefur reyndar verið í lykilhlutverki fyrir Chelsea undanfarin ár, en meiðsli hafa sett strik í reikninginn og hann kom aðeins við sögu í sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Kante er genginn í raðir Al-Ittihad og verður þar samherji landa síns sem gekk í raðir félagsins á dögunum, Karim Benzema. N'Golo Kante has officially joined Saudi Arabia champions Al Ittihad on a three-year deal 🇸🇦✍️🎥 @ittihad_enpic.twitter.com/VGCoYrO1Sa— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 21, 2023 Þeir Mendy, Ziyech og Koulibaly eru ekki formlega gengnir í raðir liða í Sádi-Arabíu, en helstu félagsskiptasérfræðingar heims segja þó að það sé í raun bara formsatriði að bíða eftir tilkynningum frá félögunum. Hakim Ziyech er á leið til Al-Nassr þar sem hann verður liðsfélagi Íslandsvinarins Cristiano Ronaldo, markvörðurinn Edouard Mendy er á leið til Al-Ahli og Kalidou Koulibaly er á leið til Al-Hilal. Understand Al Nassr have reached full verbal agreement with Hakim Ziyech to join the club. Personal terms agreed. 🚨🟡🔵🇸🇦Ziyech will sign until June 2026, if all goes to plan.Agreement reached also with Chelsea, waiting to prepare, check then sign contracts.Here we go! 🇲🇦 pic.twitter.com/wywVV8cocB— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 21, 2023 Ziyech kom við sögu í 18 deildarleikjum hjá Chelsea á síðasta tímabili og skoraði þrjú mörk á meðan markvörðurinn Edouard Mendy lék tíu leiki áður en hann missti sæti sitt í byrjunarliðinu í hendur Kepa Arrizabalaga. Koulibaly lék 23 deildarleiki með Chelsea á síðasta tímabili, en hann gekk í raðir félagsins síðasta sumar eftir að liðið hafði lengi reynt að krækja í hann frá Napoli. Understand Al Hilal are now closing in on Kalidou Koulibaly deal, here we go! 🚨🔵🇸🇦 #CFC #AlHilalVerbal agreement reached with Chelsea.Personal terms also agreed on a three year contract — he’ll join Rúben Neves.Contracts now being checked… and then signed.Here we go 🇸🇳 pic.twitter.com/2616cqGMlU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 21, 2023 Þá hafa Úlfarnir misst einn af sínum bestu mönnum en portúgalski miðjumaðurinn Rúben Neves er farinn til Sádi-Arabíu fyrir fúlgur fjár. Tilkynnt var um vistaskipti hins 26 ára gamal Neves skömmu áður en hann steig fæti inn á Laugardalsvöll og hjálpaði Portúgal að vinna 1-0 sigur. BREAKING Al Hilal have finalised a deal to sign Wolves midfielder Ruben Neves for £47m. pic.twitter.com/UfsGeNGVky— Football Daily (@footballdaily) June 20, 2023 Neves hafði verið orðaður við lið á borð við Barcelona en á endanum heillaði gylliboð Sádi-Arabíu meira en að halda áfram að spila í Evrópu. Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Sjá meira
Það eru þeir N'Golo Kante, Edouard Mendy, Hakim Ziyech og Kalidou Koulibaly sem fara frá Lundúnaliðinu til Sádi-Arabíu, en allir voru þeir í heldur litlum hlutverkum fyrir liðið á síðasta tímabili. Hinn 32 ára gamli N'Golo Kante hefur reyndar verið í lykilhlutverki fyrir Chelsea undanfarin ár, en meiðsli hafa sett strik í reikninginn og hann kom aðeins við sögu í sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Kante er genginn í raðir Al-Ittihad og verður þar samherji landa síns sem gekk í raðir félagsins á dögunum, Karim Benzema. N'Golo Kante has officially joined Saudi Arabia champions Al Ittihad on a three-year deal 🇸🇦✍️🎥 @ittihad_enpic.twitter.com/VGCoYrO1Sa— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 21, 2023 Þeir Mendy, Ziyech og Koulibaly eru ekki formlega gengnir í raðir liða í Sádi-Arabíu, en helstu félagsskiptasérfræðingar heims segja þó að það sé í raun bara formsatriði að bíða eftir tilkynningum frá félögunum. Hakim Ziyech er á leið til Al-Nassr þar sem hann verður liðsfélagi Íslandsvinarins Cristiano Ronaldo, markvörðurinn Edouard Mendy er á leið til Al-Ahli og Kalidou Koulibaly er á leið til Al-Hilal. Understand Al Nassr have reached full verbal agreement with Hakim Ziyech to join the club. Personal terms agreed. 🚨🟡🔵🇸🇦Ziyech will sign until June 2026, if all goes to plan.Agreement reached also with Chelsea, waiting to prepare, check then sign contracts.Here we go! 🇲🇦 pic.twitter.com/wywVV8cocB— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 21, 2023 Ziyech kom við sögu í 18 deildarleikjum hjá Chelsea á síðasta tímabili og skoraði þrjú mörk á meðan markvörðurinn Edouard Mendy lék tíu leiki áður en hann missti sæti sitt í byrjunarliðinu í hendur Kepa Arrizabalaga. Koulibaly lék 23 deildarleiki með Chelsea á síðasta tímabili, en hann gekk í raðir félagsins síðasta sumar eftir að liðið hafði lengi reynt að krækja í hann frá Napoli. Understand Al Hilal are now closing in on Kalidou Koulibaly deal, here we go! 🚨🔵🇸🇦 #CFC #AlHilalVerbal agreement reached with Chelsea.Personal terms also agreed on a three year contract — he’ll join Rúben Neves.Contracts now being checked… and then signed.Here we go 🇸🇳 pic.twitter.com/2616cqGMlU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 21, 2023 Þá hafa Úlfarnir misst einn af sínum bestu mönnum en portúgalski miðjumaðurinn Rúben Neves er farinn til Sádi-Arabíu fyrir fúlgur fjár. Tilkynnt var um vistaskipti hins 26 ára gamal Neves skömmu áður en hann steig fæti inn á Laugardalsvöll og hjálpaði Portúgal að vinna 1-0 sigur. BREAKING Al Hilal have finalised a deal to sign Wolves midfielder Ruben Neves for £47m. pic.twitter.com/UfsGeNGVky— Football Daily (@footballdaily) June 20, 2023 Neves hafði verið orðaður við lið á borð við Barcelona en á endanum heillaði gylliboð Sádi-Arabíu meira en að halda áfram að spila í Evrópu.
Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Sjá meira